Lífið

Eigandi fermingarpeninganna frá 1983 fundinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Peningurinn og annað kortið sem fannst í skemmtaranum.
Peningurinn og annað kortið sem fannst í skemmtaranum. mynd/hekla
Eigandi fermingarkorta og fermingarpeninga sem Hekla Magnúsdóttir lýsti eftir á Facebook í gær er kominn í leitirnar. Hann heitir Ólafur Hrafnsson, eins og stendur á umslaginu sem Hekla fann inn í skemmtaranum sínum.

Tvö fermingarkort voru í umslaginu sem og 300 krónur íslenskar krónur frá árinu 1983. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar eru það 4482 krónur í dag.

Ólafur býr í Danmörku en Hekla er komin í samband við móður hans, Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur, og ætlar hún að reyna að koma kortunum og peningum til hennar á morgun.

Umslagið sem stílað er á Ólaf Hrafnsson.mynd/hekla
Í samtali við Vísi segir Hekla að hún hafi fengið gríðarlega mikil viðbrögð við því þegar hún auglýsti eftir eigandanum en alls sendu um 200 manns henni skilaboð með upplýsingum um mögulegan eiganda.

Jóhanna, móðir Ólafs, segir engan vafa leika á því að hann sé fermingarbarnið sem um ræðir. Hann hafi fermst þann 10. apríl 1983 og hún viti ekki til þess að annar Ólafur Hrafnsson hafi fermst þá. Jóhanna segir að það sé líklegt að skemmtarinn þar sem peningurinn fannst hafi eitt sinn verið í eigu hennar en hún segist þó ekki alveg 100 prósent viss með það.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×