Lærum að segja nei Pawel Bartoszek skrifar 26. september 2015 07:00 Þáttarstjórnandinn John Oliver tók nýlega fyrir bandaríska íþróttaleikvanga í þætti sínum. Einn var með VIP-sundlaug á áhorfendapöllunum, annar hafði fiskabúr hringinn í kringum hafnaboltaflötinn og svo framvegis. Allt þetta væri hið fínasta mál ef byggt væri fyrir einkafé en það var oftast ekki. Það var til dæmis algengt trikk hjá NFL-liðum að hóta að flytja til Los Angeles til að að kreista peninga út úr pólitíkusum. Það virkaði oftast. Maður myndi nú halda að hótunin um að íslenska landsliðið í fótbolta myndi flytja sig til útlanda ef það fengi ekki betri völl væri hlægileg. En viti menn. Það var nákvæmlega um það sem byrjað var að hóta í kjölfar þess að karlalandsliðið komst á stórmót. Sagt var að með tilkomu nýrrar keppni væri oftar leikið í nóvember og þá þyrfti bara yfirbyggðan leikvang. En reyndar er þegar gert ráð fyrir landsleikjum í nóvember. Við bara reynum að leika þá leiki úti og í það skipti sem það gekk ekki, í umspilinu við Króatíu, var bara leikið hér í kuldanum. Látum ekki taka okkur á einföldu „yfirmaðurinn bannar mér að selja bílinn svona ódýrt“ trikki. Umræddar breytingar á fyrirkomulagi landsleikja í Evrópu, stofnun Evrópudeildar landsliða og minniháttar fjölgun leikdaga í nóvember voru samþykktar af öllum aðildarfélögum UEFA. KSÍ sagði ekki: „Sýnið okkur miskunn! Við getum ekki spilað í nóvember.“ Munum að KSÍ og UEFA eru saman í liði. Og við, íslenskir skattgreiðendur, erum í öðru liði. Knattspyrnuhreyfingin er iðnaður. Þeim iðnaði óska ég alls hins besta. Það er alveg gaman að flottum mannvirkjum. En það á ekki króna af skattfé ríkisins eða stórskuldugrar höfuðborgar að fara í að byggja einhvern glæsivöll sem fyllist þrisvar á ári, þegar stórkostlega vel gengur. Þeir sem slíkan völl vilja byggja verða bara að borga fyrir hann sjálfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Þáttarstjórnandinn John Oliver tók nýlega fyrir bandaríska íþróttaleikvanga í þætti sínum. Einn var með VIP-sundlaug á áhorfendapöllunum, annar hafði fiskabúr hringinn í kringum hafnaboltaflötinn og svo framvegis. Allt þetta væri hið fínasta mál ef byggt væri fyrir einkafé en það var oftast ekki. Það var til dæmis algengt trikk hjá NFL-liðum að hóta að flytja til Los Angeles til að að kreista peninga út úr pólitíkusum. Það virkaði oftast. Maður myndi nú halda að hótunin um að íslenska landsliðið í fótbolta myndi flytja sig til útlanda ef það fengi ekki betri völl væri hlægileg. En viti menn. Það var nákvæmlega um það sem byrjað var að hóta í kjölfar þess að karlalandsliðið komst á stórmót. Sagt var að með tilkomu nýrrar keppni væri oftar leikið í nóvember og þá þyrfti bara yfirbyggðan leikvang. En reyndar er þegar gert ráð fyrir landsleikjum í nóvember. Við bara reynum að leika þá leiki úti og í það skipti sem það gekk ekki, í umspilinu við Króatíu, var bara leikið hér í kuldanum. Látum ekki taka okkur á einföldu „yfirmaðurinn bannar mér að selja bílinn svona ódýrt“ trikki. Umræddar breytingar á fyrirkomulagi landsleikja í Evrópu, stofnun Evrópudeildar landsliða og minniháttar fjölgun leikdaga í nóvember voru samþykktar af öllum aðildarfélögum UEFA. KSÍ sagði ekki: „Sýnið okkur miskunn! Við getum ekki spilað í nóvember.“ Munum að KSÍ og UEFA eru saman í liði. Og við, íslenskir skattgreiðendur, erum í öðru liði. Knattspyrnuhreyfingin er iðnaður. Þeim iðnaði óska ég alls hins besta. Það er alveg gaman að flottum mannvirkjum. En það á ekki króna af skattfé ríkisins eða stórskuldugrar höfuðborgar að fara í að byggja einhvern glæsivöll sem fyllist þrisvar á ári, þegar stórkostlega vel gengur. Þeir sem slíkan völl vilja byggja verða bara að borga fyrir hann sjálfir.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun