Dollý snýr aftur Hildur Sverrisdóttir skrifar 31. janúar 2015 07:00 Dollý Parton gerði hvunndaginn á kontórnum ódauðlegan með laginu Nine to five. Napur raunveruleiki Dollýjar á skrifstofunni er þó orðinn hálfgerður lúxus í dag þar sem flestir eru á einn hátt eða annan farnir að vinna allan sólarhringinn með tilkomu þeirrar dásamlegu tækni sem gerir okkur vissulega frjálsari í vinnunni en bindur okkur að sama skapi stanslaust við hana. Í nýlegu tölublaði The Economist þar sem lesið er í hvernig árið 2015 mun líta út er hins vegar að finna grein þar sem spáð er endurkomu hins hefðbundna vinnudags, þessa frá níu til fimm með helgar- og sumarfríum. Í greininni er fullyrt að fyrirtæki muni kjósa að senda þau skilaboð, að það minnst töff sem framkvæmdastjórar geti sagt árið 2015 sé að þeir séu alltaf að vinna. Það væri þá mikil breyting eftir þróun síðastliðinna tuttugu ára þegar það var mest töff að vera stanslaust í vinnunni og að það væri enginn starfsmaður með starfsmönnum nema að hafa sent að minnsta kosti einn tölvupóst um miðnætti og svo annan fyrir morgunmat. Fyrirtæki eru þegar byrjuð að stuðla að þessu með því að stilla tölvupóstforrit starfsfólks svo það hreinlega geti ekki sent tölvupóst þegar það er í fríi og vilja með því stuðla að raunverulegri breytingu og skarpari skilum á milli vinnu og frítíma. Það er auðvitað smá galið að núna þurfi maður að stilla á sérstaka næturstillingu á símanum svo að maður vakni ekki upp við tölvupóstsendingar um miðjar nætur. Það væri breyting til batnaðar í lífsstílstísku vinnuumhverfis ef það verður orðið meira töff að vinna á vinnutíma en utan hans. Það er einsýnt að þróun í þá átt gæfi foreldrum til að mynda betra tækifæri til að baða og svæfa án þess að vera með annað augað á símanum og vera í rómantískum göngutúr í útlöndum án þess að yfirmaðurinn sé með á klukkutíma fresti. Í öllu falli fengi orðið frítími aftur merkingu, svona eins og maður man eftir fyrir iPhone. Og tími er auður. Kannski þetta sé innlegg í kjaraviðræðurnar fram undan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun
Dollý Parton gerði hvunndaginn á kontórnum ódauðlegan með laginu Nine to five. Napur raunveruleiki Dollýjar á skrifstofunni er þó orðinn hálfgerður lúxus í dag þar sem flestir eru á einn hátt eða annan farnir að vinna allan sólarhringinn með tilkomu þeirrar dásamlegu tækni sem gerir okkur vissulega frjálsari í vinnunni en bindur okkur að sama skapi stanslaust við hana. Í nýlegu tölublaði The Economist þar sem lesið er í hvernig árið 2015 mun líta út er hins vegar að finna grein þar sem spáð er endurkomu hins hefðbundna vinnudags, þessa frá níu til fimm með helgar- og sumarfríum. Í greininni er fullyrt að fyrirtæki muni kjósa að senda þau skilaboð, að það minnst töff sem framkvæmdastjórar geti sagt árið 2015 sé að þeir séu alltaf að vinna. Það væri þá mikil breyting eftir þróun síðastliðinna tuttugu ára þegar það var mest töff að vera stanslaust í vinnunni og að það væri enginn starfsmaður með starfsmönnum nema að hafa sent að minnsta kosti einn tölvupóst um miðnætti og svo annan fyrir morgunmat. Fyrirtæki eru þegar byrjuð að stuðla að þessu með því að stilla tölvupóstforrit starfsfólks svo það hreinlega geti ekki sent tölvupóst þegar það er í fríi og vilja með því stuðla að raunverulegri breytingu og skarpari skilum á milli vinnu og frítíma. Það er auðvitað smá galið að núna þurfi maður að stilla á sérstaka næturstillingu á símanum svo að maður vakni ekki upp við tölvupóstsendingar um miðjar nætur. Það væri breyting til batnaðar í lífsstílstísku vinnuumhverfis ef það verður orðið meira töff að vinna á vinnutíma en utan hans. Það er einsýnt að þróun í þá átt gæfi foreldrum til að mynda betra tækifæri til að baða og svæfa án þess að vera með annað augað á símanum og vera í rómantískum göngutúr í útlöndum án þess að yfirmaðurinn sé með á klukkutíma fresti. Í öllu falli fengi orðið frítími aftur merkingu, svona eins og maður man eftir fyrir iPhone. Og tími er auður. Kannski þetta sé innlegg í kjaraviðræðurnar fram undan?
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun