Kaupfélagsandi endurvakinn á Reykhólum Guðrún Ansnes skrifar 25. mars 2015 00:01 Ása og Reynir eru ófeimin við að breyta um umhverfi og láta ævintýrin leiða sig áfram. Róbertsson Vísir/Reynir Þór Róbertsson Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson hafa undið kvæði sínu í kross og munu á morgun opna matvöruverslunina Hólabúð á Reykhólum. Þau stóðu því í stórræðum við að taka upp vörur og gera klárt þegar blaðamaður sló á þráðinn vestur. Koma hjónin eins og kölluð, en Reykhólar hafa verið verslunarlausir síðan í byrjun árs. „Það eru að minnsta kosti hundrað og sex kílómetrar í næstu mjólkurfernu,“ segir Ása og skellir uppúr.Tilviljanir ráða för Lífið tekur óvæntar sveigjur og ræður röð tilviljana því að hjónakornin eru nú komin á sunnanvert vesturland. „Ekki alls fyrir löngu ætluðum við að flytja til Noregs og demba okkur í veitingarekstur. Við sögðum bæði upp störfunum okkar, en allt kom fyrir ekki og við enduðum atvinnulaus í Njarðvík,“ útskýrir Ása. Ekki leið á löngu uns tækifærin hreinlega bönkuðu á dyrnar hjá skötuhjúunum en Reynir hnaut um auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki til að koma verslun aftur í stand á Reykhólum. „Boltinn var ekki lengi að rúlla af stað og áður en við vissum vorum við komin með húsnæði fyrir vestan.“ Kaupfélagsstemning allsráðandi Fyrir tilstuðlan styrks frá Byggðarstofnunnar gátu þau hjólað í að koma Hólabúð á koppinn. „Hér verður allt mögulegt á boðstólnum, fyrir utan álnavöru kannski. Þetta er svona gamli kaupfélags stíllinn,“ segir Ása. Óhætt er að fullyrða að koma þeirra í bæinn hefur vakið stormandi lukku. „Við settum upp Fésbókarsíðu í síðustu viku og viðbrögðin við versluninni hafa ekki látið á sér standa. Hér er tvöhundruð og sjötíu manna samfélag sem bíður spennt,“ bætir Ása við. Þau eru býsna bjartsýn á framtíð bæjarfélagsins og segja þar mikinn uppgang, og vísar í þörungaverksmiðjuna á staðnum. „Við erum komin til að vera, það er alveg á hreinu. Á fimm ára markmiðalistanum okkar er svo að koma upp veitingastað hérna líka. Reykhólar eru greinilega að verða naflinn,“ segir Ása glöð í bragði og augljóslega full tilhlökkunar. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson hafa undið kvæði sínu í kross og munu á morgun opna matvöruverslunina Hólabúð á Reykhólum. Þau stóðu því í stórræðum við að taka upp vörur og gera klárt þegar blaðamaður sló á þráðinn vestur. Koma hjónin eins og kölluð, en Reykhólar hafa verið verslunarlausir síðan í byrjun árs. „Það eru að minnsta kosti hundrað og sex kílómetrar í næstu mjólkurfernu,“ segir Ása og skellir uppúr.Tilviljanir ráða för Lífið tekur óvæntar sveigjur og ræður röð tilviljana því að hjónakornin eru nú komin á sunnanvert vesturland. „Ekki alls fyrir löngu ætluðum við að flytja til Noregs og demba okkur í veitingarekstur. Við sögðum bæði upp störfunum okkar, en allt kom fyrir ekki og við enduðum atvinnulaus í Njarðvík,“ útskýrir Ása. Ekki leið á löngu uns tækifærin hreinlega bönkuðu á dyrnar hjá skötuhjúunum en Reynir hnaut um auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki til að koma verslun aftur í stand á Reykhólum. „Boltinn var ekki lengi að rúlla af stað og áður en við vissum vorum við komin með húsnæði fyrir vestan.“ Kaupfélagsstemning allsráðandi Fyrir tilstuðlan styrks frá Byggðarstofnunnar gátu þau hjólað í að koma Hólabúð á koppinn. „Hér verður allt mögulegt á boðstólnum, fyrir utan álnavöru kannski. Þetta er svona gamli kaupfélags stíllinn,“ segir Ása. Óhætt er að fullyrða að koma þeirra í bæinn hefur vakið stormandi lukku. „Við settum upp Fésbókarsíðu í síðustu viku og viðbrögðin við versluninni hafa ekki látið á sér standa. Hér er tvöhundruð og sjötíu manna samfélag sem bíður spennt,“ bætir Ása við. Þau eru býsna bjartsýn á framtíð bæjarfélagsins og segja þar mikinn uppgang, og vísar í þörungaverksmiðjuna á staðnum. „Við erum komin til að vera, það er alveg á hreinu. Á fimm ára markmiðalistanum okkar er svo að koma upp veitingastað hérna líka. Reykhólar eru greinilega að verða naflinn,“ segir Ása glöð í bragði og augljóslega full tilhlökkunar.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira