Arftaki Renault Laguna og Latitude Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 11:19 Arftaki Laguna í felubúningi. Renault ætlar að hætta framleiðslu Laguna bílsins sem hefur selst illa að undanförnu. Það sama á við aðra bílgerð Renault, Latitude og mun hann hverfa líka. Renault er að þróa nýjan bíl sem á að leysa báða þessa bíla af hólmi og á sá bíll að keppa við hina vinsælu Volkswagen Passat, Peugeot 508, Ford Mondeo og Skoda Superb og er þar ekki um auðvelda samkeppni að ræða. Nýi bíllinn verður bæði framleiddur með sedan- og langbakslagi, en engin coupe útgáfa verður í boði. Ekkert er ljóst um nafn bílsins enn sem komipð er. Þó er ljóst að hann verður kynntur þann 6. júní og verður kominn í sölu í september. Þessi bíll er í flokki bíla þar sem sala hefur minnkað í Evrópu undanfarið, ekki síst í samkeppninni við jepplinga. Ýmsar skemmtilegar nýjungar verða í þessum bíl, þar á meðal verður helstu upplýsingum varpað uppá framrúðuna til hægðar fyrir ökumann. Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent
Renault ætlar að hætta framleiðslu Laguna bílsins sem hefur selst illa að undanförnu. Það sama á við aðra bílgerð Renault, Latitude og mun hann hverfa líka. Renault er að þróa nýjan bíl sem á að leysa báða þessa bíla af hólmi og á sá bíll að keppa við hina vinsælu Volkswagen Passat, Peugeot 508, Ford Mondeo og Skoda Superb og er þar ekki um auðvelda samkeppni að ræða. Nýi bíllinn verður bæði framleiddur með sedan- og langbakslagi, en engin coupe útgáfa verður í boði. Ekkert er ljóst um nafn bílsins enn sem komipð er. Þó er ljóst að hann verður kynntur þann 6. júní og verður kominn í sölu í september. Þessi bíll er í flokki bíla þar sem sala hefur minnkað í Evrópu undanfarið, ekki síst í samkeppninni við jepplinga. Ýmsar skemmtilegar nýjungar verða í þessum bíl, þar á meðal verður helstu upplýsingum varpað uppá framrúðuna til hægðar fyrir ökumann.
Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent