Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2015 10:29 Katrin Ósk Þrastardóttir með fallega bleikju úr Hlíðarvaatni í gær. Mynd: Þröstur Garðarson með leyfi Veiða.is Núna eru vötnin hvert af öðru að komast í gang og fréttir af frábærri veiði eru loksins að berast og á bara eftir að fjölga enda frábær tími framundan. Veiðin í Hliðarvatni er búin að vera mjög góð síðustu daga og fiskurinn virðist koma ansi vel undan vetri, mun betur en í fyrra. Sem dæmi um góða veiði segir vefurinn Veiða.is frá veiði sem Þröstur Garðarsson gerði í vatninu í gær en þá náði hann ásamt félaga sínum 37 bleikjum, mest 1-2 punda fiski, en þar af einni mjög vænni sem slapp en sú var það væn að hún komst ekki með góðu móti í háfinn. Það sem er að gefa góða veiði þessa dagana er fluga hnýtt eftir Toppflugunni sem hefur einmitt verið að sýna sig síðustu daga en klakið hennar fór líklega í gang fyrir viku síðan. Hlíðarvatn er mjög spennandi vatn að veiða og það er mikið gleðiefni að heyra hve vel gengur við bakkana núna en vorin hafa oft verið ansi misjöfn. Þeir sem þekkja vel á vatnið gera yfirleitt alltaf góða veiði en lykilatriði fyrir árangri í vatninu er eins og svo víða í silungsvötnum að koma varlega að vatninu, byrja að kasta frá bakkanum, nota frekar nettan búnað, nota langa granna tauma og síðan auðvitað að þekkja hvað bleikjan er að taka hverju sinni. Þeir sem vilja skoða laus leyfi í Hlíðarvatn er bent á síðurnar www.veiða.is og www.leyfi.is en síðar nefnda síðan selur leyfi fyrir SVFS, SVH og Ármenn. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Núna eru vötnin hvert af öðru að komast í gang og fréttir af frábærri veiði eru loksins að berast og á bara eftir að fjölga enda frábær tími framundan. Veiðin í Hliðarvatni er búin að vera mjög góð síðustu daga og fiskurinn virðist koma ansi vel undan vetri, mun betur en í fyrra. Sem dæmi um góða veiði segir vefurinn Veiða.is frá veiði sem Þröstur Garðarsson gerði í vatninu í gær en þá náði hann ásamt félaga sínum 37 bleikjum, mest 1-2 punda fiski, en þar af einni mjög vænni sem slapp en sú var það væn að hún komst ekki með góðu móti í háfinn. Það sem er að gefa góða veiði þessa dagana er fluga hnýtt eftir Toppflugunni sem hefur einmitt verið að sýna sig síðustu daga en klakið hennar fór líklega í gang fyrir viku síðan. Hlíðarvatn er mjög spennandi vatn að veiða og það er mikið gleðiefni að heyra hve vel gengur við bakkana núna en vorin hafa oft verið ansi misjöfn. Þeir sem þekkja vel á vatnið gera yfirleitt alltaf góða veiði en lykilatriði fyrir árangri í vatninu er eins og svo víða í silungsvötnum að koma varlega að vatninu, byrja að kasta frá bakkanum, nota frekar nettan búnað, nota langa granna tauma og síðan auðvitað að þekkja hvað bleikjan er að taka hverju sinni. Þeir sem vilja skoða laus leyfi í Hlíðarvatn er bent á síðurnar www.veiða.is og www.leyfi.is en síðar nefnda síðan selur leyfi fyrir SVFS, SVH og Ármenn.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði