Fékk götu nefnda Svarthöfði: "Gaman að fara út fyrir kassann“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 13:00 Götunni Bratthöfða verður breytt í Svarthöfða. Óli Gneisti Sóleyjarson lagði fram hugmyndina að því að götuheitið Svarthöfði yrði samþykkt í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hugmyndin var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli,“ segir Óli Gneisti á síðu sinni.Óli Gneisti á Svarthöfðahjálm sem gestir á heimili hans vilja oft á tíðum prófa að máta.Vísir/ErnirHugmyndina segir Óli Gneisti í samtali við Vísi hafa kviknað þegar hann og mágur hans ræddu fyndin götuheiti en mágurinn er mikill aðdáandi Star Wars. Svarthöfði er einmitt einn aðalkarakterinn í kvikmyndunum en á ensku kallast hann Darth Vader. „Ég á Svarthöfðahjálm heima sem gestir hafa mikinn áhuga á að skoða en hann er meiri aðdáandi, tekur þetta miklu alvarlegra heldur en ég.“ Óli Gneisti setti Svarthöfðahjálminn upp þegar Google-bíllinn keyrði í gegnum hverfi hans í Breiðholti. „Ég og fjölskylda mín sáum bílinn koma og ég hljóp inn, sótti hjálminn og stillti mér upp. Markmiðið var einfaldlega að gleðja fólk og reyna að vera fyndinn,“ segir Óli og hlær. „Ég vona að það hafi tekist.“Reykvíkingar státa nú af götu sem kallast Svarthöfði.Vísir/ErnirSjá einnig: Eldhressir Íslendingar á Google Street ViewÍhaldssamir geta líka tekið í hugmyndina „Ég setti hana auðvitað inn þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og ég viðurkenni að ég bjóst við því að það myndi kannski hafa áhrif,“ útskýrir Óli Gneisti spurður um hvort hann hafi búist við því að tillagan yrði samþykkt. „En mér heyrist vera almenn gleði hjá fólki með þetta. Þeir sem eru íhaldssamari kannski hugsa um Sturlungu þar sem nafnið kemur náttúrulega fyrir, Svarthöfði Dufgusson. Þó að við mágur minn höfum vissulega verið að hugsa um Star Wars. Við erum svona lágmenningarlegir.“Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetViewÞá maldar blaðamaður í móinn enda eru kvikmyndirnar Star Wars taldar til klassíkera af mörgum kvikmyndaáhugamanninum. „Jú, jú,“ segir Óli og hlær. Dagur B. Eggertsson tilkynnti á Twitter í gær að götuheitinu Bratthöfði hefði verið breytt í Svarthöfða og því má segja að grín Óla og mágs hans hafi verið tekið alla leið. „Mér finnst að götuheiti eigi að vera sem fjölbreyttust og skemmtilegust. Auðvitað er oft gott að hafa þemu í þessu en það er líka gaman að fara út fyrir kassann. Ég heyrði einnig hugmyndina Anakinn, það gæti verið næst á dagskrá,“ segir Óli Gneisti.Í dag var nafni götunnar Bratthöfði breytt í Svarthöfði #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) August 26, 2015 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Óli Gneisti Sóleyjarson lagði fram hugmyndina að því að götuheitið Svarthöfði yrði samþykkt í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hugmyndin var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli,“ segir Óli Gneisti á síðu sinni.Óli Gneisti á Svarthöfðahjálm sem gestir á heimili hans vilja oft á tíðum prófa að máta.Vísir/ErnirHugmyndina segir Óli Gneisti í samtali við Vísi hafa kviknað þegar hann og mágur hans ræddu fyndin götuheiti en mágurinn er mikill aðdáandi Star Wars. Svarthöfði er einmitt einn aðalkarakterinn í kvikmyndunum en á ensku kallast hann Darth Vader. „Ég á Svarthöfðahjálm heima sem gestir hafa mikinn áhuga á að skoða en hann er meiri aðdáandi, tekur þetta miklu alvarlegra heldur en ég.“ Óli Gneisti setti Svarthöfðahjálminn upp þegar Google-bíllinn keyrði í gegnum hverfi hans í Breiðholti. „Ég og fjölskylda mín sáum bílinn koma og ég hljóp inn, sótti hjálminn og stillti mér upp. Markmiðið var einfaldlega að gleðja fólk og reyna að vera fyndinn,“ segir Óli og hlær. „Ég vona að það hafi tekist.“Reykvíkingar státa nú af götu sem kallast Svarthöfði.Vísir/ErnirSjá einnig: Eldhressir Íslendingar á Google Street ViewÍhaldssamir geta líka tekið í hugmyndina „Ég setti hana auðvitað inn þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og ég viðurkenni að ég bjóst við því að það myndi kannski hafa áhrif,“ útskýrir Óli Gneisti spurður um hvort hann hafi búist við því að tillagan yrði samþykkt. „En mér heyrist vera almenn gleði hjá fólki með þetta. Þeir sem eru íhaldssamari kannski hugsa um Sturlungu þar sem nafnið kemur náttúrulega fyrir, Svarthöfði Dufgusson. Þó að við mágur minn höfum vissulega verið að hugsa um Star Wars. Við erum svona lágmenningarlegir.“Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetViewÞá maldar blaðamaður í móinn enda eru kvikmyndirnar Star Wars taldar til klassíkera af mörgum kvikmyndaáhugamanninum. „Jú, jú,“ segir Óli og hlær. Dagur B. Eggertsson tilkynnti á Twitter í gær að götuheitinu Bratthöfði hefði verið breytt í Svarthöfða og því má segja að grín Óla og mágs hans hafi verið tekið alla leið. „Mér finnst að götuheiti eigi að vera sem fjölbreyttust og skemmtilegust. Auðvitað er oft gott að hafa þemu í þessu en það er líka gaman að fara út fyrir kassann. Ég heyrði einnig hugmyndina Anakinn, það gæti verið næst á dagskrá,“ segir Óli Gneisti.Í dag var nafni götunnar Bratthöfði breytt í Svarthöfði #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) August 26, 2015
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp