Stærsta rallkeppni ársins í dag Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2015 09:32 Frá hérlendri rallkeppni. Í dag og næstu tvo daga fer fram þriðja keppni ársins í Íslandsmeistarmótinu í rallý, Rally Reykjavík. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, sem sér um framkvæmd keppninnar, hefur staðið fyrir alþjóðlegri keppni allt frá 1979 og er þetta því sú 36. í röðinni. Þessi keppni er ár hvert sú stærsta og erfiðasta á timabili rallökumanna og eru í ár eknir rúmlega 1.000 km á tæpum tveimur sólarhringum, þar af um 300 km á sérleiðum. Keppnin hefur undanfarin ár verið ekin á þremur dögum og telur hún því sem 1,5 til stigagjafar í Íslansmeistaramótinu. Hefst keppnin við Perluna klukkan 16:00 í dag. Ekið verður um Hvaleyrarvatn, Djúpavatn og síðan um Helluhverfi í Hafnarfirði. Allar þessar leiðar eru tilvaldar fyrir áhorfendur. Föstudagurinn 28. ágúst verður tekinn snemma og heldur fyrsti bíll af stað klukkan 7:00 frá Reykjavík. Leiðin liggur á Suðurland þar sem ekið verður í nágrenni Heklu. Hefur skapast hefð fyrir sérleiðum á því svæði en sökum erfiðrar færðar eru nokkrar breytingar á þeim í ár. Föstudeginum lýkur síðan í Helluhverfi klukkan 18:50. Á þriðja og síðasta deginum, laugardagaginn 29. ágúst, vaknar fólk einnig snemma en keppni hefst 6:45. Ekið verður í nágrenni Reykjavíkur sem og í Borgarfirði en ein lengsta sérleið keppninnar, Kaldidalur verður ekin fram og til baka ásamt Tröllhálsi. Keppnislok og tilkynning úrslita eru klukkan 14:15 við Perluna. Í ár er metþátttaka en 22 áhafnir eru skráðar til leiks, þar af eru 10 erlendar. Áhugavert er að skoða keppnisbifreiðarnar en 8 íslenskar áhafnir aka á Subaru Impreza-bifreiðum en erlendu áhöfnunum má skipta í tvo hópa, fimm aka á Land Rover Wolf XD en fjórar á Land Rover Bowler Discovery. Verður spennandi að sjá þessa hópa etja kappi saman en ljóst er að þegar um sambærilegar bifreiðar er að ræða skiptir hæfni áhafnarinnar miklu máli. Allar helstu rallýáhafnir Íslendinga mæta til leiks og verður barist af hörku um verðlaunasætin og þau stig sem þeim fylgja. Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninnar á tryggvi.org/rallytimes. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Í dag og næstu tvo daga fer fram þriðja keppni ársins í Íslandsmeistarmótinu í rallý, Rally Reykjavík. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, sem sér um framkvæmd keppninnar, hefur staðið fyrir alþjóðlegri keppni allt frá 1979 og er þetta því sú 36. í röðinni. Þessi keppni er ár hvert sú stærsta og erfiðasta á timabili rallökumanna og eru í ár eknir rúmlega 1.000 km á tæpum tveimur sólarhringum, þar af um 300 km á sérleiðum. Keppnin hefur undanfarin ár verið ekin á þremur dögum og telur hún því sem 1,5 til stigagjafar í Íslansmeistaramótinu. Hefst keppnin við Perluna klukkan 16:00 í dag. Ekið verður um Hvaleyrarvatn, Djúpavatn og síðan um Helluhverfi í Hafnarfirði. Allar þessar leiðar eru tilvaldar fyrir áhorfendur. Föstudagurinn 28. ágúst verður tekinn snemma og heldur fyrsti bíll af stað klukkan 7:00 frá Reykjavík. Leiðin liggur á Suðurland þar sem ekið verður í nágrenni Heklu. Hefur skapast hefð fyrir sérleiðum á því svæði en sökum erfiðrar færðar eru nokkrar breytingar á þeim í ár. Föstudeginum lýkur síðan í Helluhverfi klukkan 18:50. Á þriðja og síðasta deginum, laugardagaginn 29. ágúst, vaknar fólk einnig snemma en keppni hefst 6:45. Ekið verður í nágrenni Reykjavíkur sem og í Borgarfirði en ein lengsta sérleið keppninnar, Kaldidalur verður ekin fram og til baka ásamt Tröllhálsi. Keppnislok og tilkynning úrslita eru klukkan 14:15 við Perluna. Í ár er metþátttaka en 22 áhafnir eru skráðar til leiks, þar af eru 10 erlendar. Áhugavert er að skoða keppnisbifreiðarnar en 8 íslenskar áhafnir aka á Subaru Impreza-bifreiðum en erlendu áhöfnunum má skipta í tvo hópa, fimm aka á Land Rover Wolf XD en fjórar á Land Rover Bowler Discovery. Verður spennandi að sjá þessa hópa etja kappi saman en ljóst er að þegar um sambærilegar bifreiðar er að ræða skiptir hæfni áhafnarinnar miklu máli. Allar helstu rallýáhafnir Íslendinga mæta til leiks og verður barist af hörku um verðlaunasætin og þau stig sem þeim fylgja. Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninnar á tryggvi.org/rallytimes.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent