Frábær tími fyrir ísdorg Karl Lúðvíksson skrifar 27. febrúar 2015 12:06 Ísdorg getur verið hin besta skemmtun Það eru nú allmörg ár síðan ísdorg var vinsælla sport en það er í dag en kaldur veturinn núna hefur samt kveikt upp í þessu sporti. Það eru fleiri og fleiri sem stunda ísdorg þegar vel viðrar enda er fátt jafn notalegt, þótt kalt sé í veðri, eins og að sitja á ísilögðu vatni og fá kannski einn eða tvo fiska. Það fer nefnilega að líða að því að bleikjan og urriðinn í vötnunum fari að taka beituna ágætlega, eða svo er mér í það minnsta sagt af mér mun reyndari mönnum. "Ég veit ekki almennilega af hverju það gerist en ég er með þá kenningu að þegar daginn lengir og þar af leiðandi kemst meiri birta í vatnið í gegnum ísinn þá gerist eitthvað sem kemur fiskinum af stað" segir Einar Höskuldsson sem hefur stundað dorgveiði í mörg ár. "Það er samt mjög misjafnt hvenær maður byrjar á veturna að dorga, það verður auðvitað að vera traustur ís til að byrja með en sé hann til staðar þá er ég nú að kíkja í hin og þessi vötn meira og minna fram í apríl". Fiskinn segir hann oft vera prýðilegan til átu en það fari þó mikið eftir vötnum. Það sé greinilegt að sum vötnin bjóði fiskinum uppá meira að éta en önnur. "Ég á mér t.d. eitt uppáhaldsvatn fyrir norðan sem ég fer mikið í þegar það er vel lagt þykkum ís en í því vatni er eiginlega eingöngu urriði. Ég man ekki eftir nema kannski 10 bleikjum sem ég hef fengið þar síðustu 25 árin. Urriðinn í þessu vatni er einn sá bragðbesti sem ég hef smakkað og bestur er hann þegar maður veiðir hann í dorgi. Stinnur og stæltur, bleikur á holdið og æðislegur á bragðið". Einar vill því miður ekki deila þessu vatni með lesendum en bætir því við að hluti af ánægjunni og reynslunni sé að fylgja eigin veiðieðli og prófa hin og þessi vötn, hina og þessa staði í vötnunum. "Svo bara einn daginn lendir maður í mokveiði á einhverjum stað sem maður hefur ekki prófað áður og það heldur manni oft við efnið þangað til ísa leysir og flugustöngin leysir litla dorgarann af hólmi". Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði
Það eru nú allmörg ár síðan ísdorg var vinsælla sport en það er í dag en kaldur veturinn núna hefur samt kveikt upp í þessu sporti. Það eru fleiri og fleiri sem stunda ísdorg þegar vel viðrar enda er fátt jafn notalegt, þótt kalt sé í veðri, eins og að sitja á ísilögðu vatni og fá kannski einn eða tvo fiska. Það fer nefnilega að líða að því að bleikjan og urriðinn í vötnunum fari að taka beituna ágætlega, eða svo er mér í það minnsta sagt af mér mun reyndari mönnum. "Ég veit ekki almennilega af hverju það gerist en ég er með þá kenningu að þegar daginn lengir og þar af leiðandi kemst meiri birta í vatnið í gegnum ísinn þá gerist eitthvað sem kemur fiskinum af stað" segir Einar Höskuldsson sem hefur stundað dorgveiði í mörg ár. "Það er samt mjög misjafnt hvenær maður byrjar á veturna að dorga, það verður auðvitað að vera traustur ís til að byrja með en sé hann til staðar þá er ég nú að kíkja í hin og þessi vötn meira og minna fram í apríl". Fiskinn segir hann oft vera prýðilegan til átu en það fari þó mikið eftir vötnum. Það sé greinilegt að sum vötnin bjóði fiskinum uppá meira að éta en önnur. "Ég á mér t.d. eitt uppáhaldsvatn fyrir norðan sem ég fer mikið í þegar það er vel lagt þykkum ís en í því vatni er eiginlega eingöngu urriði. Ég man ekki eftir nema kannski 10 bleikjum sem ég hef fengið þar síðustu 25 árin. Urriðinn í þessu vatni er einn sá bragðbesti sem ég hef smakkað og bestur er hann þegar maður veiðir hann í dorgi. Stinnur og stæltur, bleikur á holdið og æðislegur á bragðið". Einar vill því miður ekki deila þessu vatni með lesendum en bætir því við að hluti af ánægjunni og reynslunni sé að fylgja eigin veiðieðli og prófa hin og þessi vötn, hina og þessa staði í vötnunum. "Svo bara einn daginn lendir maður í mokveiði á einhverjum stað sem maður hefur ekki prófað áður og það heldur manni oft við efnið þangað til ísa leysir og flugustöngin leysir litla dorgarann af hólmi".
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði