Lífið

Fufanu spilar óvænt á Rock Werchter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá sveitina eins og hún leggur sig.
Hér má sjá sveitina eins og hún leggur sig.
Íslenska hljómsveitin Fufanu mun spila á tónlistarhátíðinni Rock Werchter en þetta kom í ljós eftir að annað band var að hætta við komu sína.

Hljómsveitin BADBADNOTGOOD varð að hætta við að koma á hátíðina en hún er ein sú allra stærsta í Evrópu.

Sjá einnig: Nýtt myndband frá Fufanu: Hita upp fyrir Blur í sumar

Drengirnir í Fufanu eru núna hljómleikaferð í London sem stendur yfir frá 14.-21. júní.

Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama.

Sjá einnig: Þótti ekki töff að eiga enga útgefna tónlist fyrir hátíðina

Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu.

BADBADNOTGOOD are cancelling their performance at Rock Werchter. They were set to play KluB C on Friday 26 June.The...

Posted by Rock Werchter on 16. júní 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.