Hver verður leynigesturinn á Secret Solstice? Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2015 13:43 Xzibit, Mos Def eða Busta Rhymes. Hver er á leiðinni? Mikill orðrómur hefur verið á kreiki að leynigestur sé væntanlegur á tónlistarhátíðina Secret Solsitce sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Nöfn eins og Busta Rhymes, Mos Def og Xzibit hafa verið nefnd í því samhengi. Ljóst er að einhver rappgoðsögn er á leiðinni á hátíðina, en erfiðlega hefur gengið að fást staðfest hver það er frá aðstandendum.Gísli Pálmi verður með nýjungar á Secret Solstice.Það sem liggur þó fyrir er að rapparinn Gísli Pálmi mun leika sama kvöld og leynigesturinn. Eins og frægt er orðið hefur Gísli Pálmi slegið í gegn með plötunni sinni sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Útgáfutónleikar hans, sem fram fóru í Gamla bíói í byrjun júní tókust afbrgaðs vel. Þar var fullt út úr dyrum og tóku áhorfendur vel undir lög Gísla. Á tónleikunum notaðist hann við nýjung; hann var með stóran skjá þar sem myndefni var varpað upp sem bætti mjög í upplifun tónleikagesta. Sjálfur segir Gísli að hann muni bæta í á Solstice. „Ég verð með á stærsta sviðinu með stærsta skjá sem komið hefur til landsins á bakvið mig. Ég er alltaf „Pushing the limit“ eins og menn segja.“ Gísli segist hafa heyrt mikinn orðróm um hver það er sem er að koma til landsins. „Ég hef heyrt mikinn orðróm. Um hvort að þetta sé Busta Rhymes, Xzibit, Mos Def eða jafnvel M.O.P. og De La Soul.“ En veistu hver þetta er? Geturu sagt okkur það?„Ég get ekki gefið það upp. Ekki séns. En ég get sagt að þetta er „legend“ sem enginn má missa af“. Í fyrra kom fram að rappstjarnan Schoolboy Q fylgdist gaumgæfilega með Gísla Pálma á sviði á Secret Solstice. Gísli segir það hafa verið mjög skemmtilegt fyrir sig. „Það er náttúrulega mjög auðmýkjandi, Schoolboy Q er einn af mínum uppáhalds listamönnum og ég einn af hans!“ Búist er við því að selt verði upp á hátíðina, en enn eru örfáir miðar eftir á vefsíðunni tix.is. Hér að má finna umfjöllun um rapparana sem talið er að sé á leið til landsins.Mos DefYasiin Bey hefur gengist undir mörgum nöfnum en er best þekktur sem rapparinn Mos Def. Hann ólst upp í Brooklyn, New York og hafði mikil áhrif á svokallaða underground hip hop senu borgarinnar á tíunda áratugnum. Ásamt því að hafa komið fram á hljómplötum Da Bush Babees og De La Soul þá hefur hann sjálfur gefið út fimm plötur síðan 1998. Rapparinn hefur sinnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu. Má þar nefna kvikmyndir á borð við The Italian Job, Be Kind Rewind og The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy. Einnig hefur hann látið ýmis mannréttindamál sér varða og hefur verið öflugur pólitískur aktívisti í Bandaríkjunum síðan á tíunda áratug seinustu aldar.Busta RhymesTrevor Tahiem Smith, Jr. betur þekktur sem Busta Rhymes er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip-hop tónlistarmaður okkar tíma. Ásamt því að hafa tilnefndur til Grammy tónlistarverðlaunanna ellefu sinnum þá var hann valinn einn af 50 bestu röppurum okkar tíma af upplýsingaveitunni about.com. Þá setti tónlistartímaritið The Source hann í hóp 50 bestu textagerðarmanna allra tíma. Busta Rhymes var einn af stofnendum útgáfufyrirtækisins Conglomerate en sjálfur hefur hann gefið út átta plötur og vinnur nú að því að gefa út sína níundu plötu E.L.E.2 (Extinction Level Event 2) sem kemur út á þessu ári.XzibitAlvin Nathaniel Joiner hóf rappferil sinn aðeins fjórtán ára gamall undir nafninu Exhibit A en hann hefur rappað síðan 1995 þekktara nafni sínu, Xzibit. Rapparinn hefur gefið út sjö sólóplötur en hann hefur einnig farið mikinn á sjónvarpsskjánum og stýrði lengi vel hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Pimp My Ride. Ásamt sólóferli sínum hefur Xzibit einnig unnið mikið með öðrum stórum tónlistarmönnum á borð við Eminem, 50 Cent, Snoop Dogg, Dr. Dre og fleiri goðsögnum. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Mikill orðrómur hefur verið á kreiki að leynigestur sé væntanlegur á tónlistarhátíðina Secret Solsitce sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Nöfn eins og Busta Rhymes, Mos Def og Xzibit hafa verið nefnd í því samhengi. Ljóst er að einhver rappgoðsögn er á leiðinni á hátíðina, en erfiðlega hefur gengið að fást staðfest hver það er frá aðstandendum.Gísli Pálmi verður með nýjungar á Secret Solstice.Það sem liggur þó fyrir er að rapparinn Gísli Pálmi mun leika sama kvöld og leynigesturinn. Eins og frægt er orðið hefur Gísli Pálmi slegið í gegn með plötunni sinni sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Útgáfutónleikar hans, sem fram fóru í Gamla bíói í byrjun júní tókust afbrgaðs vel. Þar var fullt út úr dyrum og tóku áhorfendur vel undir lög Gísla. Á tónleikunum notaðist hann við nýjung; hann var með stóran skjá þar sem myndefni var varpað upp sem bætti mjög í upplifun tónleikagesta. Sjálfur segir Gísli að hann muni bæta í á Solstice. „Ég verð með á stærsta sviðinu með stærsta skjá sem komið hefur til landsins á bakvið mig. Ég er alltaf „Pushing the limit“ eins og menn segja.“ Gísli segist hafa heyrt mikinn orðróm um hver það er sem er að koma til landsins. „Ég hef heyrt mikinn orðróm. Um hvort að þetta sé Busta Rhymes, Xzibit, Mos Def eða jafnvel M.O.P. og De La Soul.“ En veistu hver þetta er? Geturu sagt okkur það?„Ég get ekki gefið það upp. Ekki séns. En ég get sagt að þetta er „legend“ sem enginn má missa af“. Í fyrra kom fram að rappstjarnan Schoolboy Q fylgdist gaumgæfilega með Gísla Pálma á sviði á Secret Solstice. Gísli segir það hafa verið mjög skemmtilegt fyrir sig. „Það er náttúrulega mjög auðmýkjandi, Schoolboy Q er einn af mínum uppáhalds listamönnum og ég einn af hans!“ Búist er við því að selt verði upp á hátíðina, en enn eru örfáir miðar eftir á vefsíðunni tix.is. Hér að má finna umfjöllun um rapparana sem talið er að sé á leið til landsins.Mos DefYasiin Bey hefur gengist undir mörgum nöfnum en er best þekktur sem rapparinn Mos Def. Hann ólst upp í Brooklyn, New York og hafði mikil áhrif á svokallaða underground hip hop senu borgarinnar á tíunda áratugnum. Ásamt því að hafa komið fram á hljómplötum Da Bush Babees og De La Soul þá hefur hann sjálfur gefið út fimm plötur síðan 1998. Rapparinn hefur sinnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu. Má þar nefna kvikmyndir á borð við The Italian Job, Be Kind Rewind og The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy. Einnig hefur hann látið ýmis mannréttindamál sér varða og hefur verið öflugur pólitískur aktívisti í Bandaríkjunum síðan á tíunda áratug seinustu aldar.Busta RhymesTrevor Tahiem Smith, Jr. betur þekktur sem Busta Rhymes er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip-hop tónlistarmaður okkar tíma. Ásamt því að hafa tilnefndur til Grammy tónlistarverðlaunanna ellefu sinnum þá var hann valinn einn af 50 bestu röppurum okkar tíma af upplýsingaveitunni about.com. Þá setti tónlistartímaritið The Source hann í hóp 50 bestu textagerðarmanna allra tíma. Busta Rhymes var einn af stofnendum útgáfufyrirtækisins Conglomerate en sjálfur hefur hann gefið út átta plötur og vinnur nú að því að gefa út sína níundu plötu E.L.E.2 (Extinction Level Event 2) sem kemur út á þessu ári.XzibitAlvin Nathaniel Joiner hóf rappferil sinn aðeins fjórtán ára gamall undir nafninu Exhibit A en hann hefur rappað síðan 1995 þekktara nafni sínu, Xzibit. Rapparinn hefur gefið út sjö sólóplötur en hann hefur einnig farið mikinn á sjónvarpsskjánum og stýrði lengi vel hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Pimp My Ride. Ásamt sólóferli sínum hefur Xzibit einnig unnið mikið með öðrum stórum tónlistarmönnum á borð við Eminem, 50 Cent, Snoop Dogg, Dr. Dre og fleiri goðsögnum.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira