Lífið

Channing Tatum var bjargað úr óveðri upp á Vatnajökli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tatum var hér á landi í nokkra daga.
Tatum var hér á landi í nokkra daga.
Bandaríski leikarinn Channing Tatum var staddur hér á landi í maí og kom til landsins sérstaklega til að skoða jökla. Leikarinn tók þátt í Ask me anything á Reddit í gær og þar mega lesendur spyrja leikarann spjörunum úr.

Ísland og Vatnajökull komu við sögu í einu svari hans. Þá fékk upp spurninguna: Hefur þú gert eitthvað nýlega sem fékk þig til að hugsa, „Ég trúi ekki að ég hafi gert þetta?“

Sjá einnig: Rak upp stór augu þegar hún sá Tatum í flugvélinni

Þá svaraði Tatum: „Ég er nýkominn frá Ísland. Einn daginn var planað að fara í jöklaferð. Hún var ekki löng og björgunarsveitarmenn urðu að flytja okkur snögglega af jöklinum vegna óveðurs. Ég náði að kúka, hann frýs í alvörunni áður en hann snertir jörðina.“



Sjá einnig: Channing Tatum í jöklaskoðun á Íslandi

Þessi 35 ára leikari er þekktur fyrir að hafa leikið í myndum á borð við Coach Carter, Step Up, 21 Jump Street og Magic Mike svo aðeins fáar séu nefndar.

Tatum fór mikinn hér á landi og voru myndir af honum algengar á samskiptamiðlunum. Hann fór til að mynda út að borða á Snaps með rapparanum Gísla Pálma. 

Sjá einnig: Channing Tatum og Gísli Pálmi úti að borða á Snaps






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.