Lífið

Mariah Carey: „Þetta var eins og að fara til vinnu á hverjum degi til Satans í helvíti“

Mariah Carey er ekki hrædd við að viðra skoðanir sínar.
Mariah Carey er ekki hrædd við að viðra skoðanir sínar. Vísir/Getty
Söngkonan Mariah Carey sagði frá því í útvarpsviðtali í Ástralíu á fimmtudag að American Idol hefði verið einhver sú versta reynsla sem hún hefði upplifað á ferlinum.

Carey var einn fjögurra dómara í Idol árið 2013 ásamt Nicki Minaj, Randy Jackson og Keith Urban. Hún lýsti því yfir að hún ætlaði alls ekki að vera einn dómaranna í síðustu seríu þáttaraðanna geysivinsælu.

Alls ekki! Þetta var það versta sem ég hef gert á ævinni," sagði Carey.

Minaj og Carey var ekki sérstaklega vel til vina þegar þær sátu saman í dómnefndinni, en Carey gerði að því skóna í viðtalinu að það hefði verið að ósk framleiðenda þáttanna.

Ég ætla ekki að tala um það sérstaklega. Ég get bara sagt  að ég held að þeir hafi ekki haft áhuga á að okkur liði vel í þáttunum. Að etja tveimur konum gegn hver annarri er ekki í lagi," útskýrði hún. Þetta hefði átt að fjalla um keppendurnar en ekki um eitthvað tilbúið rifrildi sem varð að einhverju rugli."

Söngkonan lýsti þættinum líka sem fölskum og leiðinlegum.

Maður þarf alltaf að semja það sem maður segir um fólk fyrirfram," sagði hún. Oftast er flutningurinn fínn og mann langar bara að segja: Þetta var fínt!"

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Carey gagnrýnir American Idol. Árið 2013, þegar þáttaröðinni var nýlega lokið sagði hún í viðtali.

Þetta var eins og að fara til vinnu á hverjum degi til Satans í helvíti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.