Enn eitt snilldarútspil Mazda Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 14:45 Mazda2 er snotur bíll af minni gerðinni. Reynsluakstur – Mazda2 Það var með heilmikilli tilhlökkun sem ég sótti nýjasta bíl Mazda, Mazda2 uppí Brimborg þrátt fyrir að þar fari lítill og ódýr bíll. Ástæða þess er sú að Mazda gerir flest rétt þessa dagana og hver einasti bíll sem þeir hafa sent frá sér undanfarið hefur verið frábær í akstri og fallegur. Hreint magnað hvað þessum litla bílaframleiðanda hefur tekist án þess að bindast öðrum stærri. Mazda bílar seljast nú ákaflega vel á Íslandi en gætu selst miklu betur, en þar sem þeir eru svo vinsælir um allan heim hefur Brimborg ekki fengið nóg marga bíla og er svelt af nokkrum bílgerðum Mazda, ekki síst hinum frábæra jepplingi Mazda CX-5. Mazda2 er minnsti bíllinn sem Brimborg selur frá Mazda og í sinni ódýrustu gerð kostar hann aðeins 2.390.000 krónur. Hann er samt 5 dyra og merkilega rúmgóður bíll. Mazda2 er að sjálfsögðu með SkyActive vélar eins og aðrar gerðir Mazda bíla og er það enn ein ástæða tilhlökkunarinnar. Mazda2 er þegar byrjaður að safna verðlaunum en hann var meðal annars valinn bíll ársins í Japan 2014/2015 og fékk gullna stýrið í Þýskalandi ásamt því að hljóta Red Dot hönnunarverlaunin. Hann kemur nú af fjórðu kynslóð en sú fyrst var kynnt árið 1996.Góðar vélar en erfitt að ná uppgefinn eyðslu Um nokkra vélarkosti er um að velja í Mazda2, allar með SkyActive tækninni. Bensínvélarnar eru allar með 1,5 lítra sprengirými, en 75, 90 og 110 hestafla. Dísilvélin er einnig 1,5 lítrar og 105 hestöfl. Reynsluakstursbíllinn var með 90 hestafla bensínvélinni og fór þar nokkuð frískleg vél sem dugar bílnum vel, en er engin spyrnukerra heldur. Tog hennar er 148 Nm og mætti reyndar vera meira til að fullnýta góða aksturseiginleika bílsins. Uppgefin eyðsla bílsins með sjálfskiptingu, eins og reynsluakstursbíllinn var, er 4,8 lítrar, en í frísklegum akstri bílsins nálagaðist hann of mikið 7 lítrana og því þarf örugglega að aka bílnum mjög varfærnislega til að nálgast þessa uppgefnu eyðslu. Þetta er reyndar alltof algengt með þá bíla sem reyndir eru. Taka skal fram að ekkert af reynsluakstrinum fór fram utanbæjar, en uppgefin eyðsla miðast við blandaðan akstur.Frábær akstursbíll eins og aðrir bílar Mazda Reynsluakstur bílsins var einkar ánægjulegur, þarna fer frábær akstursbíll, rétt eins og með aðra bíla Mazda um þessar mundir. Hann er svo lipur og þægilegur í borginni að unun er af. Beygjuradíusinn á bílnum er skemmtilega lítill og ég stóð mig að því að geta snúið bílnum á götu án þess að þurfa að bakka þar sem ég hefði aldrei geta snúið á eigin bíl. Lipur er hann í stýri og svo léttur í akstri að ökumaður gleymir sér í áhyggjuleysinu, sérstaklega þar sem hann var sjálfskiptur. Skiptingin er ágæt en ég stóð hana stundum að því að koma sér ekki í réttan gír ef skyndilega var gefið í og því varð nokkur bið á annars ágætri upptöku. Líklega yrði beinskipt útgáfa bílsins fyrir valinu í mínu tilfelli og með því sparast 200.000 kr. Svona lítill bíll verður bara skemmtilegri beinskiptur. Athygli vakti hvað bensínvélin var hljóðlát og velti ég því stundum fyrir mér hvort bíllinn væri í gangi og í akstri heyrist sáralítiðí henni og sama á við veghljóð. Mazda fullyrðir að tekist hafi að minnka hljóð og titring um 15% á milli kynslóða bílsins.Mikill búnaður í ódýrum bíl Jákvæð breyting hefur orðið á innanrými Mazda2 frá þriðju kynslóðinni. Hann er býsna laglegur þó svo orðið lúxus komi ekki uppí hugann. Efnisval er fremur af ódýrari gerðinni, enda fer hér ódýr bíll. Mælaborðið er einfalt, enda er heilmiklu stjórnað frá fremur stórum aðgerðarskjá fyrir miðju mælaborðsins og það fækkar tökkunum. Sæti eru ágæt og þeir sem eru ekki stærri en 180 cm geta rúmast vel fyrir í aftursætunum. Heilmikill búnaður fylgir í þessum smávaxna bíl, meira en búast ætti við. Hann er með Start/stop tækni, rafdrifnum rúðum allan hringinn, rafdrifnum hliðarspeglum, hita í framsætum, loftþrýstingsnemum í hjólbörðum, DSC stöðugleikakerfi og TCS spólvörn, startrofa í mælaborði, hæðarstillingu á bílstjórasæti og alla hugsanlega tengimöguleika fyrir afþreyingu. Þessi upptalning á við ódýrustu útfærslu bílsins, en þær tvær dýrari eru keyptar fæst margt spennandi að auki. Þar sem Mazda hefur með þessari nýju kynslóð hlaðinn bílinn búnaði hefur hann ekki lést mjög mikið milli kynslóða, en samt er hann aðeins 975 kg. Það telst til eins af mörgum kostum við þennan bíl og ekki síst þess vegna eru aksturseiginleikarnir svo góðir. Helstu samkeppnisbílar Mazda2 eru VW Polo (2.390.000 kr.), Toyota Yaris (2.660.000), Opel Corsa (2.490.000), Renault Clio (2.360.000), Honda Jazz (3.290.000) og Peugeot 208 (2.290.000). Á þessu sést að Mazda2 er á mjög samkeppnishæfu verði og það fæst mikið fyrir peninginn. Ekki er hægt að ljúka skrifum um Mazda bíla án þess að minnast á tilvonandi komu Mazda MX-5 Miata sportbílnum til Brimborgar vonandi seinna á árinu. Þar fer goðsögn sem allir mæra og hann verður það ódýr að bílaáhugamenn ættu að kætast.Kostir: Góðir aksturseiginleikar, hljóðlátur, frábærar vélar, lágt verðÓkostir: Efnisval innréttingar, lítið skott, innanrými lítið stækkað milli kynslóða 1,5 l. bensínvél, 90 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 112 g/km CO2 Hröðun: 9,4 sek. Hámarkshraði: 183 km/klst Verð frá: 2.390.000 kr. Umboð: BrimborgSnyrtileg innrétting án íburðar en notadrjúgur aðgerðaskjár fyrir miðju mælaborði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent
Reynsluakstur – Mazda2 Það var með heilmikilli tilhlökkun sem ég sótti nýjasta bíl Mazda, Mazda2 uppí Brimborg þrátt fyrir að þar fari lítill og ódýr bíll. Ástæða þess er sú að Mazda gerir flest rétt þessa dagana og hver einasti bíll sem þeir hafa sent frá sér undanfarið hefur verið frábær í akstri og fallegur. Hreint magnað hvað þessum litla bílaframleiðanda hefur tekist án þess að bindast öðrum stærri. Mazda bílar seljast nú ákaflega vel á Íslandi en gætu selst miklu betur, en þar sem þeir eru svo vinsælir um allan heim hefur Brimborg ekki fengið nóg marga bíla og er svelt af nokkrum bílgerðum Mazda, ekki síst hinum frábæra jepplingi Mazda CX-5. Mazda2 er minnsti bíllinn sem Brimborg selur frá Mazda og í sinni ódýrustu gerð kostar hann aðeins 2.390.000 krónur. Hann er samt 5 dyra og merkilega rúmgóður bíll. Mazda2 er að sjálfsögðu með SkyActive vélar eins og aðrar gerðir Mazda bíla og er það enn ein ástæða tilhlökkunarinnar. Mazda2 er þegar byrjaður að safna verðlaunum en hann var meðal annars valinn bíll ársins í Japan 2014/2015 og fékk gullna stýrið í Þýskalandi ásamt því að hljóta Red Dot hönnunarverlaunin. Hann kemur nú af fjórðu kynslóð en sú fyrst var kynnt árið 1996.Góðar vélar en erfitt að ná uppgefinn eyðslu Um nokkra vélarkosti er um að velja í Mazda2, allar með SkyActive tækninni. Bensínvélarnar eru allar með 1,5 lítra sprengirými, en 75, 90 og 110 hestafla. Dísilvélin er einnig 1,5 lítrar og 105 hestöfl. Reynsluakstursbíllinn var með 90 hestafla bensínvélinni og fór þar nokkuð frískleg vél sem dugar bílnum vel, en er engin spyrnukerra heldur. Tog hennar er 148 Nm og mætti reyndar vera meira til að fullnýta góða aksturseiginleika bílsins. Uppgefin eyðsla bílsins með sjálfskiptingu, eins og reynsluakstursbíllinn var, er 4,8 lítrar, en í frísklegum akstri bílsins nálagaðist hann of mikið 7 lítrana og því þarf örugglega að aka bílnum mjög varfærnislega til að nálgast þessa uppgefnu eyðslu. Þetta er reyndar alltof algengt með þá bíla sem reyndir eru. Taka skal fram að ekkert af reynsluakstrinum fór fram utanbæjar, en uppgefin eyðsla miðast við blandaðan akstur.Frábær akstursbíll eins og aðrir bílar Mazda Reynsluakstur bílsins var einkar ánægjulegur, þarna fer frábær akstursbíll, rétt eins og með aðra bíla Mazda um þessar mundir. Hann er svo lipur og þægilegur í borginni að unun er af. Beygjuradíusinn á bílnum er skemmtilega lítill og ég stóð mig að því að geta snúið bílnum á götu án þess að þurfa að bakka þar sem ég hefði aldrei geta snúið á eigin bíl. Lipur er hann í stýri og svo léttur í akstri að ökumaður gleymir sér í áhyggjuleysinu, sérstaklega þar sem hann var sjálfskiptur. Skiptingin er ágæt en ég stóð hana stundum að því að koma sér ekki í réttan gír ef skyndilega var gefið í og því varð nokkur bið á annars ágætri upptöku. Líklega yrði beinskipt útgáfa bílsins fyrir valinu í mínu tilfelli og með því sparast 200.000 kr. Svona lítill bíll verður bara skemmtilegri beinskiptur. Athygli vakti hvað bensínvélin var hljóðlát og velti ég því stundum fyrir mér hvort bíllinn væri í gangi og í akstri heyrist sáralítiðí henni og sama á við veghljóð. Mazda fullyrðir að tekist hafi að minnka hljóð og titring um 15% á milli kynslóða bílsins.Mikill búnaður í ódýrum bíl Jákvæð breyting hefur orðið á innanrými Mazda2 frá þriðju kynslóðinni. Hann er býsna laglegur þó svo orðið lúxus komi ekki uppí hugann. Efnisval er fremur af ódýrari gerðinni, enda fer hér ódýr bíll. Mælaborðið er einfalt, enda er heilmiklu stjórnað frá fremur stórum aðgerðarskjá fyrir miðju mælaborðsins og það fækkar tökkunum. Sæti eru ágæt og þeir sem eru ekki stærri en 180 cm geta rúmast vel fyrir í aftursætunum. Heilmikill búnaður fylgir í þessum smávaxna bíl, meira en búast ætti við. Hann er með Start/stop tækni, rafdrifnum rúðum allan hringinn, rafdrifnum hliðarspeglum, hita í framsætum, loftþrýstingsnemum í hjólbörðum, DSC stöðugleikakerfi og TCS spólvörn, startrofa í mælaborði, hæðarstillingu á bílstjórasæti og alla hugsanlega tengimöguleika fyrir afþreyingu. Þessi upptalning á við ódýrustu útfærslu bílsins, en þær tvær dýrari eru keyptar fæst margt spennandi að auki. Þar sem Mazda hefur með þessari nýju kynslóð hlaðinn bílinn búnaði hefur hann ekki lést mjög mikið milli kynslóða, en samt er hann aðeins 975 kg. Það telst til eins af mörgum kostum við þennan bíl og ekki síst þess vegna eru aksturseiginleikarnir svo góðir. Helstu samkeppnisbílar Mazda2 eru VW Polo (2.390.000 kr.), Toyota Yaris (2.660.000), Opel Corsa (2.490.000), Renault Clio (2.360.000), Honda Jazz (3.290.000) og Peugeot 208 (2.290.000). Á þessu sést að Mazda2 er á mjög samkeppnishæfu verði og það fæst mikið fyrir peninginn. Ekki er hægt að ljúka skrifum um Mazda bíla án þess að minnast á tilvonandi komu Mazda MX-5 Miata sportbílnum til Brimborgar vonandi seinna á árinu. Þar fer goðsögn sem allir mæra og hann verður það ódýr að bílaáhugamenn ættu að kætast.Kostir: Góðir aksturseiginleikar, hljóðlátur, frábærar vélar, lágt verðÓkostir: Efnisval innréttingar, lítið skott, innanrými lítið stækkað milli kynslóða 1,5 l. bensínvél, 90 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 112 g/km CO2 Hröðun: 9,4 sek. Hámarkshraði: 183 km/klst Verð frá: 2.390.000 kr. Umboð: BrimborgSnyrtileg innrétting án íburðar en notadrjúgur aðgerðaskjár fyrir miðju mælaborði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent