Lífið

Leitar eiganda fermingarpeninga frá árinu 1983

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls voru 300 krónur í umslaginu sem Hekla fann í skemmtaranum.
Alls voru 300 krónur í umslaginu sem Hekla fann í skemmtaranum. mynd/hekla
Hekla Magnúsdóttir deildi mynd á Facebook-sinni í kvöld af peningum og korti sem hún fann inn í skemmtaranum sínum. Hún leitar nú að eiganda peninganna en um eitt umslag var að ræða en inn í því voru tvö fermingarkort og peningar frá árinu 1983.

„Vinkona mín fann þennan skemmtara á ruslahaugunum og gaf mér hann fyrir tveimur árum. Svo var ég bara að taka hann í sundur og fann eitt umslag inni í honum. Inni í því eru svo tvö kort,“ segir Hekla í samtali við Vísi.

Umslagið og kortin tvö.mynd/hekla
Framan á umslaginu stendur Hr. Ólafur Hrafnsson en inni í öðru kortinu stendur „Hamingjuóskir með ferminguna, Orri.

„Ég veit því ekki hvort að Orri sé að gefa þá peninga eða eigi þá. Það væri allavega gaman að finna eigandann eða eigendurna.“

Alls voru 300 krónur í umslaginu en um gamla seðla er að ræða. Það er því spurning hversu mikils virði peningarnir eru í dag.

Fann fermingarpening inní skemmtaranum mínum, það stendur Orri inní öðru kortinu og Ólafur Hrafnsson á umslaginu.....

Posted by Hekla Magnúsdóttir on Friday, 25 September 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×