Lífið

Býður brúðkaupsferðina upp á eBay

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá John Whitbread.
Hér má sjá John Whitbread.
Málshátturinn „neyðin kennir naktri konu að spinna“ gæti átt vel við hin enska John Whitbread sem býður nú upp brúðkaupsferðina sína í gegnum eBay. John, sem er 32 ára gamall, keypti ferð til Dóminíska lýðveldisins og hafði í hyggju að fara þangað með eiginkonu sinni, en þau átti á gifta sig þann 14. febrúar næstkomandi, á sjálfan Valentínusardaginn.

En unnustan hætti við; vildi ekki gifta sig en John hafði þá þegar greitt fyrir brúðkaupsferðina. Ferðin kostaði sitt, um áttahundruð þúsund krónur fyrir tvo í tvær vikur, enda keypti hann gistingu á fjögurra stjörnu hóteli með öllu inniföldu.

John gat ekki fengið ferðina endurgreidda og ákvað því að bjóða einhverri konu með sér, í staðinn fyrir að láta ferðalagið renna út. „Ég býð þetta einstaka tækifæri, þetta verður saga sem þið getið sagt barnabörnunum ykkar frá. Þetta verður ævintýri sem þið munuð alltaf muna eftir,“ segir hann.

Óheppnin virðist elta John. Samkvæmt miðlinum Derby Telegraph var hann kominn með boð upp á um 200 þúsund krónur í gegnum uppboðsvefinn. En síðan lenti hann í vandræðum með aðgang sinn að vefnum og þurfti að bjóða ferðina upp aftur. Hæsta boðið er nú 10 þúsund krónur, en mun eflaust hækka.

John segist ekki bera neinn kala til fyrrum unnustu sinnar. „Ég er bara þakklátur að hún sagði mér þetta áður en við giftum okkur. Ég virði hana fyrir hreinskilnina.“

John lýsir sjálfum sér sem grönnum manni í kringum 180 sentímetra á hæð. Hann segist ekki vera með sakaskrá. „En stundum þyrfti að læsa mig inni fyrir hversu hátt ég hrýt!“ segir hann.

Vinur hans tekur þátt í þessu ævintýri með honum og hafa þeir í hyggju að taka ferðalagið og viðbrögð fjölskyldumeðlima upp á myndband. Þeir merkja umfjöllun sína með #girlfromthepublictodominicanrepublic á samskiptamiðlum. Hér að neðan má sjá stutt viðtal við John um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×