Listamenn færa sig á iðnaðarsvæðin Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. janúar 2015 12:30 Hér má sjá frá vinstri Anni Ólafsdóttur kvikmyndagerðarkonu (í tölvunni), Lukku Sigurðardóttur myndlistarkonu, Kristínu Þorláksdóttur myndlistarkonu og Katrínu Mogensen, tónlistar- og myndlistarkonu (í sófanum). Mynd/sunneva ása weisshappel 2014 var afdrifaríkt ár fyrir íslenska myndlistarmenn, sérstaklega í ljósi þess hvernig statt er með húsnæðismarkað Reykjavíkur. Hækkandi leiga veldur því að ungir listamenn hrökklast úr miðbænum en gott dæmi um það er Kunstschlager-galleríið á Rauðarárstíg, sem nú hefur verið lokað eftir ár, en það hefur getið sér gott orð sem fremsta grasrótargallerí Reykjavíkur. Þetta er sérstaklega kaldhæðnislegt þar sem listamenn missa oft aðstöðu sína sem fer þá í staðinn undir ferðaþjónustu, á sama tíma og erlendir ferðamenn koma hingað helst til að skoða menningu og náttúru. Athygli vekur að margir ungir myndlistarmenn eru að færa sig frá miðbænum og á iðnaðarsvæði svo sem Granda og Höfðann. Fréttablaðið skoðar hér nokkrar vinnustofur sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum utan miðbæjarins og stuðla að menningaruppbyggingu á nýjum svæðum.Grasrótin leitar í iðnaðarhverfin „Algera Studio byrjaði þannig að myndlistarmönnunum Sunnevu Ásu Weisshappel og Ými Grönvöld áskotnaðist húsnæði á Fosshálsinum sem var ótrúlega hrátt. Þau fengu það á góðum kjörum með því samþykki að gera það upp, og þau tvö ásamt ýmsum hjálparhöndum byggðu þetta upp með eins og hálfs árs vinnu,“ segir Kristín Þorláksdóttir, einn listamannanna sem koma að Algeru Studio í Árbænum. „Það er svo mikill skortur á húsnæði af þessari stærð og með þessa möguleika miðsvæðis þannig að þá fer grasrótin einmitt að leita í iðnaðarhverfin þar sem möguleikarnir eru endalausir,“ segir Kristín en ásamt því að hýsa listamenn úr ýmsum áttum, svo sem Thelmu Marínu Jónsdóttur, leik- og tónlistarkonu, og Katrínu Mogensen, söngkonu Mammúts, er Algera einnig residensía sem hefur milligöngu fyrir erlenda listamenn við senuna hér heima. „Það sem er svo sterkt við batterí eins og þetta er til dæmis möguleikinn á samstarfi milli listamanna úr ólíkum greinum. Ef mann skortir þekkingu við eitthvert ákveðið verkefni þá er allt í einu hönnuður eða kvikmyndagerðarmaður við hliðina á þér sem hefur hana. Það hefur verið mikil samstaða og líka held ég bara lærdómur.“Ingó Egilsson í stærsta sal Grýtunnar ásamt góðum vini. Fréttablaðið/valliGæti fengið bréf á morgun „Það er rosa misjafnt hvað það er mikið í gangi hér frá degi til dags. Margir hérna eru að vinna af ástríðu og fólk er oft í vinnu með, sumir koma á kvöldin og um helgar en sumir eru hér alla daga með sína aðalvinnu,“ segir Ingó Egilsson, húsgagna- og vöruhönnuður og forstöðumaður Grýtunnar á Keilugranda í Vesturbænum. Grýtan hefur bæði hýst þvottahús og lager í gegnum tíðina en nú starfar þar fjöldi listamanna á ýmsum sviðum svo sem Sara María Júlíusdóttir silkiprentari, Leifur Eiríksson tónlistarmaður og Kitty-Von Sometime, lista- og kvikmyndagerðarkona. Ingó gerði húsið sjálfur upp á einu ári. „Húsið var ansi ónýtt – engin hiti eða rafmagn og allt lekandi, þannig að þetta var rosaleg vinna. Ég gerði þetta einn því maður vildi ekki kaffæra sig með lánum, þar sem það á að fara að rífa þetta,“ segir Ingó en hann segir tímasetningu þess ekki liggja fyrir. „Það stendur til, en maður heyrir alltaf eitthvað nýtt. Ekkert sem ég hef í hendi. Maður tekur dagana einn í einu, ég gæti þess vegna fengið bréf á morgun og fengið tveggja mánaða uppsagnarfrest. Maður reynir að njóta þess á meðan maður getur og vonar að þetta fái að lifa lengur.“Troðfullt á Happy Festival í sumar.Mynd/grandabræðurVinna úr því sem er úr að moða „Grandabræður er hópur myndlistarmanna, hönnuða og verkfræðinga sem starfa sjálfstætt ásamt því að reka fyrirtækið Skiltamálun Reykjavíkur,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson, einn þeirra listamanna sem standa að vinnuaðstöðu Grandabræðra á Fiskislóð. „Í Skiltamáluninni tökum við að okkur að mála skilti og veggi fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Ingi. Vegfarendur hafa kannski tekið eftir verki Sigga Eggertssonar sem þeir máluðu á Hönnunarmiðstöðina, verki þeirra á Óðinstorgi, Kexi Hosteli og svo nýverið verki á Hafnarhúsinu fyrir Iceland Airwaves. „Það er mikil fjölbreytni úti á Granda en ásamt vinnustofum erum við líka með smíðaverkstæði. Við byggðum allar innréttingarnar sjálfir og vinnum úr því sem við höfum úr að moða.“ Í júní héldu Grandabræður uppskeruhátíð vinnuaðstöðunnar sem nefndist Happy Festival. „Þetta var tónlistar- og myndlistarhátíð sem stóð í fjóra daga. Það var bara veisla og fögnuður þar sem alls konar fólk kom og tróð upp en í stórum dráttum þá var sviðið laust fyrir hvern sem vildi koma og taka þátt,“ segir Ingi en margar helstu hljómsveitir reykvísku senunnar svo sem Pink Street Boys, Ojba Rasta, Unnsteinn Manuel og Valdimar komu fram. Þá var hægt að skella sér í heitan pott í fiskikari fyrir utan. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
2014 var afdrifaríkt ár fyrir íslenska myndlistarmenn, sérstaklega í ljósi þess hvernig statt er með húsnæðismarkað Reykjavíkur. Hækkandi leiga veldur því að ungir listamenn hrökklast úr miðbænum en gott dæmi um það er Kunstschlager-galleríið á Rauðarárstíg, sem nú hefur verið lokað eftir ár, en það hefur getið sér gott orð sem fremsta grasrótargallerí Reykjavíkur. Þetta er sérstaklega kaldhæðnislegt þar sem listamenn missa oft aðstöðu sína sem fer þá í staðinn undir ferðaþjónustu, á sama tíma og erlendir ferðamenn koma hingað helst til að skoða menningu og náttúru. Athygli vekur að margir ungir myndlistarmenn eru að færa sig frá miðbænum og á iðnaðarsvæði svo sem Granda og Höfðann. Fréttablaðið skoðar hér nokkrar vinnustofur sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum utan miðbæjarins og stuðla að menningaruppbyggingu á nýjum svæðum.Grasrótin leitar í iðnaðarhverfin „Algera Studio byrjaði þannig að myndlistarmönnunum Sunnevu Ásu Weisshappel og Ými Grönvöld áskotnaðist húsnæði á Fosshálsinum sem var ótrúlega hrátt. Þau fengu það á góðum kjörum með því samþykki að gera það upp, og þau tvö ásamt ýmsum hjálparhöndum byggðu þetta upp með eins og hálfs árs vinnu,“ segir Kristín Þorláksdóttir, einn listamannanna sem koma að Algeru Studio í Árbænum. „Það er svo mikill skortur á húsnæði af þessari stærð og með þessa möguleika miðsvæðis þannig að þá fer grasrótin einmitt að leita í iðnaðarhverfin þar sem möguleikarnir eru endalausir,“ segir Kristín en ásamt því að hýsa listamenn úr ýmsum áttum, svo sem Thelmu Marínu Jónsdóttur, leik- og tónlistarkonu, og Katrínu Mogensen, söngkonu Mammúts, er Algera einnig residensía sem hefur milligöngu fyrir erlenda listamenn við senuna hér heima. „Það sem er svo sterkt við batterí eins og þetta er til dæmis möguleikinn á samstarfi milli listamanna úr ólíkum greinum. Ef mann skortir þekkingu við eitthvert ákveðið verkefni þá er allt í einu hönnuður eða kvikmyndagerðarmaður við hliðina á þér sem hefur hana. Það hefur verið mikil samstaða og líka held ég bara lærdómur.“Ingó Egilsson í stærsta sal Grýtunnar ásamt góðum vini. Fréttablaðið/valliGæti fengið bréf á morgun „Það er rosa misjafnt hvað það er mikið í gangi hér frá degi til dags. Margir hérna eru að vinna af ástríðu og fólk er oft í vinnu með, sumir koma á kvöldin og um helgar en sumir eru hér alla daga með sína aðalvinnu,“ segir Ingó Egilsson, húsgagna- og vöruhönnuður og forstöðumaður Grýtunnar á Keilugranda í Vesturbænum. Grýtan hefur bæði hýst þvottahús og lager í gegnum tíðina en nú starfar þar fjöldi listamanna á ýmsum sviðum svo sem Sara María Júlíusdóttir silkiprentari, Leifur Eiríksson tónlistarmaður og Kitty-Von Sometime, lista- og kvikmyndagerðarkona. Ingó gerði húsið sjálfur upp á einu ári. „Húsið var ansi ónýtt – engin hiti eða rafmagn og allt lekandi, þannig að þetta var rosaleg vinna. Ég gerði þetta einn því maður vildi ekki kaffæra sig með lánum, þar sem það á að fara að rífa þetta,“ segir Ingó en hann segir tímasetningu þess ekki liggja fyrir. „Það stendur til, en maður heyrir alltaf eitthvað nýtt. Ekkert sem ég hef í hendi. Maður tekur dagana einn í einu, ég gæti þess vegna fengið bréf á morgun og fengið tveggja mánaða uppsagnarfrest. Maður reynir að njóta þess á meðan maður getur og vonar að þetta fái að lifa lengur.“Troðfullt á Happy Festival í sumar.Mynd/grandabræðurVinna úr því sem er úr að moða „Grandabræður er hópur myndlistarmanna, hönnuða og verkfræðinga sem starfa sjálfstætt ásamt því að reka fyrirtækið Skiltamálun Reykjavíkur,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson, einn þeirra listamanna sem standa að vinnuaðstöðu Grandabræðra á Fiskislóð. „Í Skiltamáluninni tökum við að okkur að mála skilti og veggi fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Ingi. Vegfarendur hafa kannski tekið eftir verki Sigga Eggertssonar sem þeir máluðu á Hönnunarmiðstöðina, verki þeirra á Óðinstorgi, Kexi Hosteli og svo nýverið verki á Hafnarhúsinu fyrir Iceland Airwaves. „Það er mikil fjölbreytni úti á Granda en ásamt vinnustofum erum við líka með smíðaverkstæði. Við byggðum allar innréttingarnar sjálfir og vinnum úr því sem við höfum úr að moða.“ Í júní héldu Grandabræður uppskeruhátíð vinnuaðstöðunnar sem nefndist Happy Festival. „Þetta var tónlistar- og myndlistarhátíð sem stóð í fjóra daga. Það var bara veisla og fögnuður þar sem alls konar fólk kom og tróð upp en í stórum dráttum þá var sviðið laust fyrir hvern sem vildi koma og taka þátt,“ segir Ingi en margar helstu hljómsveitir reykvísku senunnar svo sem Pink Street Boys, Ojba Rasta, Unnsteinn Manuel og Valdimar komu fram. Þá var hægt að skella sér í heitan pott í fiskikari fyrir utan.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp