Listamenn færa sig á iðnaðarsvæðin Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. janúar 2015 12:30 Hér má sjá frá vinstri Anni Ólafsdóttur kvikmyndagerðarkonu (í tölvunni), Lukku Sigurðardóttur myndlistarkonu, Kristínu Þorláksdóttur myndlistarkonu og Katrínu Mogensen, tónlistar- og myndlistarkonu (í sófanum). Mynd/sunneva ása weisshappel 2014 var afdrifaríkt ár fyrir íslenska myndlistarmenn, sérstaklega í ljósi þess hvernig statt er með húsnæðismarkað Reykjavíkur. Hækkandi leiga veldur því að ungir listamenn hrökklast úr miðbænum en gott dæmi um það er Kunstschlager-galleríið á Rauðarárstíg, sem nú hefur verið lokað eftir ár, en það hefur getið sér gott orð sem fremsta grasrótargallerí Reykjavíkur. Þetta er sérstaklega kaldhæðnislegt þar sem listamenn missa oft aðstöðu sína sem fer þá í staðinn undir ferðaþjónustu, á sama tíma og erlendir ferðamenn koma hingað helst til að skoða menningu og náttúru. Athygli vekur að margir ungir myndlistarmenn eru að færa sig frá miðbænum og á iðnaðarsvæði svo sem Granda og Höfðann. Fréttablaðið skoðar hér nokkrar vinnustofur sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum utan miðbæjarins og stuðla að menningaruppbyggingu á nýjum svæðum.Grasrótin leitar í iðnaðarhverfin „Algera Studio byrjaði þannig að myndlistarmönnunum Sunnevu Ásu Weisshappel og Ými Grönvöld áskotnaðist húsnæði á Fosshálsinum sem var ótrúlega hrátt. Þau fengu það á góðum kjörum með því samþykki að gera það upp, og þau tvö ásamt ýmsum hjálparhöndum byggðu þetta upp með eins og hálfs árs vinnu,“ segir Kristín Þorláksdóttir, einn listamannanna sem koma að Algeru Studio í Árbænum. „Það er svo mikill skortur á húsnæði af þessari stærð og með þessa möguleika miðsvæðis þannig að þá fer grasrótin einmitt að leita í iðnaðarhverfin þar sem möguleikarnir eru endalausir,“ segir Kristín en ásamt því að hýsa listamenn úr ýmsum áttum, svo sem Thelmu Marínu Jónsdóttur, leik- og tónlistarkonu, og Katrínu Mogensen, söngkonu Mammúts, er Algera einnig residensía sem hefur milligöngu fyrir erlenda listamenn við senuna hér heima. „Það sem er svo sterkt við batterí eins og þetta er til dæmis möguleikinn á samstarfi milli listamanna úr ólíkum greinum. Ef mann skortir þekkingu við eitthvert ákveðið verkefni þá er allt í einu hönnuður eða kvikmyndagerðarmaður við hliðina á þér sem hefur hana. Það hefur verið mikil samstaða og líka held ég bara lærdómur.“Ingó Egilsson í stærsta sal Grýtunnar ásamt góðum vini. Fréttablaðið/valliGæti fengið bréf á morgun „Það er rosa misjafnt hvað það er mikið í gangi hér frá degi til dags. Margir hérna eru að vinna af ástríðu og fólk er oft í vinnu með, sumir koma á kvöldin og um helgar en sumir eru hér alla daga með sína aðalvinnu,“ segir Ingó Egilsson, húsgagna- og vöruhönnuður og forstöðumaður Grýtunnar á Keilugranda í Vesturbænum. Grýtan hefur bæði hýst þvottahús og lager í gegnum tíðina en nú starfar þar fjöldi listamanna á ýmsum sviðum svo sem Sara María Júlíusdóttir silkiprentari, Leifur Eiríksson tónlistarmaður og Kitty-Von Sometime, lista- og kvikmyndagerðarkona. Ingó gerði húsið sjálfur upp á einu ári. „Húsið var ansi ónýtt – engin hiti eða rafmagn og allt lekandi, þannig að þetta var rosaleg vinna. Ég gerði þetta einn því maður vildi ekki kaffæra sig með lánum, þar sem það á að fara að rífa þetta,“ segir Ingó en hann segir tímasetningu þess ekki liggja fyrir. „Það stendur til, en maður heyrir alltaf eitthvað nýtt. Ekkert sem ég hef í hendi. Maður tekur dagana einn í einu, ég gæti þess vegna fengið bréf á morgun og fengið tveggja mánaða uppsagnarfrest. Maður reynir að njóta þess á meðan maður getur og vonar að þetta fái að lifa lengur.“Troðfullt á Happy Festival í sumar.Mynd/grandabræðurVinna úr því sem er úr að moða „Grandabræður er hópur myndlistarmanna, hönnuða og verkfræðinga sem starfa sjálfstætt ásamt því að reka fyrirtækið Skiltamálun Reykjavíkur,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson, einn þeirra listamanna sem standa að vinnuaðstöðu Grandabræðra á Fiskislóð. „Í Skiltamáluninni tökum við að okkur að mála skilti og veggi fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Ingi. Vegfarendur hafa kannski tekið eftir verki Sigga Eggertssonar sem þeir máluðu á Hönnunarmiðstöðina, verki þeirra á Óðinstorgi, Kexi Hosteli og svo nýverið verki á Hafnarhúsinu fyrir Iceland Airwaves. „Það er mikil fjölbreytni úti á Granda en ásamt vinnustofum erum við líka með smíðaverkstæði. Við byggðum allar innréttingarnar sjálfir og vinnum úr því sem við höfum úr að moða.“ Í júní héldu Grandabræður uppskeruhátíð vinnuaðstöðunnar sem nefndist Happy Festival. „Þetta var tónlistar- og myndlistarhátíð sem stóð í fjóra daga. Það var bara veisla og fögnuður þar sem alls konar fólk kom og tróð upp en í stórum dráttum þá var sviðið laust fyrir hvern sem vildi koma og taka þátt,“ segir Ingi en margar helstu hljómsveitir reykvísku senunnar svo sem Pink Street Boys, Ojba Rasta, Unnsteinn Manuel og Valdimar komu fram. Þá var hægt að skella sér í heitan pott í fiskikari fyrir utan. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
2014 var afdrifaríkt ár fyrir íslenska myndlistarmenn, sérstaklega í ljósi þess hvernig statt er með húsnæðismarkað Reykjavíkur. Hækkandi leiga veldur því að ungir listamenn hrökklast úr miðbænum en gott dæmi um það er Kunstschlager-galleríið á Rauðarárstíg, sem nú hefur verið lokað eftir ár, en það hefur getið sér gott orð sem fremsta grasrótargallerí Reykjavíkur. Þetta er sérstaklega kaldhæðnislegt þar sem listamenn missa oft aðstöðu sína sem fer þá í staðinn undir ferðaþjónustu, á sama tíma og erlendir ferðamenn koma hingað helst til að skoða menningu og náttúru. Athygli vekur að margir ungir myndlistarmenn eru að færa sig frá miðbænum og á iðnaðarsvæði svo sem Granda og Höfðann. Fréttablaðið skoðar hér nokkrar vinnustofur sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum utan miðbæjarins og stuðla að menningaruppbyggingu á nýjum svæðum.Grasrótin leitar í iðnaðarhverfin „Algera Studio byrjaði þannig að myndlistarmönnunum Sunnevu Ásu Weisshappel og Ými Grönvöld áskotnaðist húsnæði á Fosshálsinum sem var ótrúlega hrátt. Þau fengu það á góðum kjörum með því samþykki að gera það upp, og þau tvö ásamt ýmsum hjálparhöndum byggðu þetta upp með eins og hálfs árs vinnu,“ segir Kristín Þorláksdóttir, einn listamannanna sem koma að Algeru Studio í Árbænum. „Það er svo mikill skortur á húsnæði af þessari stærð og með þessa möguleika miðsvæðis þannig að þá fer grasrótin einmitt að leita í iðnaðarhverfin þar sem möguleikarnir eru endalausir,“ segir Kristín en ásamt því að hýsa listamenn úr ýmsum áttum, svo sem Thelmu Marínu Jónsdóttur, leik- og tónlistarkonu, og Katrínu Mogensen, söngkonu Mammúts, er Algera einnig residensía sem hefur milligöngu fyrir erlenda listamenn við senuna hér heima. „Það sem er svo sterkt við batterí eins og þetta er til dæmis möguleikinn á samstarfi milli listamanna úr ólíkum greinum. Ef mann skortir þekkingu við eitthvert ákveðið verkefni þá er allt í einu hönnuður eða kvikmyndagerðarmaður við hliðina á þér sem hefur hana. Það hefur verið mikil samstaða og líka held ég bara lærdómur.“Ingó Egilsson í stærsta sal Grýtunnar ásamt góðum vini. Fréttablaðið/valliGæti fengið bréf á morgun „Það er rosa misjafnt hvað það er mikið í gangi hér frá degi til dags. Margir hérna eru að vinna af ástríðu og fólk er oft í vinnu með, sumir koma á kvöldin og um helgar en sumir eru hér alla daga með sína aðalvinnu,“ segir Ingó Egilsson, húsgagna- og vöruhönnuður og forstöðumaður Grýtunnar á Keilugranda í Vesturbænum. Grýtan hefur bæði hýst þvottahús og lager í gegnum tíðina en nú starfar þar fjöldi listamanna á ýmsum sviðum svo sem Sara María Júlíusdóttir silkiprentari, Leifur Eiríksson tónlistarmaður og Kitty-Von Sometime, lista- og kvikmyndagerðarkona. Ingó gerði húsið sjálfur upp á einu ári. „Húsið var ansi ónýtt – engin hiti eða rafmagn og allt lekandi, þannig að þetta var rosaleg vinna. Ég gerði þetta einn því maður vildi ekki kaffæra sig með lánum, þar sem það á að fara að rífa þetta,“ segir Ingó en hann segir tímasetningu þess ekki liggja fyrir. „Það stendur til, en maður heyrir alltaf eitthvað nýtt. Ekkert sem ég hef í hendi. Maður tekur dagana einn í einu, ég gæti þess vegna fengið bréf á morgun og fengið tveggja mánaða uppsagnarfrest. Maður reynir að njóta þess á meðan maður getur og vonar að þetta fái að lifa lengur.“Troðfullt á Happy Festival í sumar.Mynd/grandabræðurVinna úr því sem er úr að moða „Grandabræður er hópur myndlistarmanna, hönnuða og verkfræðinga sem starfa sjálfstætt ásamt því að reka fyrirtækið Skiltamálun Reykjavíkur,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson, einn þeirra listamanna sem standa að vinnuaðstöðu Grandabræðra á Fiskislóð. „Í Skiltamáluninni tökum við að okkur að mála skilti og veggi fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Ingi. Vegfarendur hafa kannski tekið eftir verki Sigga Eggertssonar sem þeir máluðu á Hönnunarmiðstöðina, verki þeirra á Óðinstorgi, Kexi Hosteli og svo nýverið verki á Hafnarhúsinu fyrir Iceland Airwaves. „Það er mikil fjölbreytni úti á Granda en ásamt vinnustofum erum við líka með smíðaverkstæði. Við byggðum allar innréttingarnar sjálfir og vinnum úr því sem við höfum úr að moða.“ Í júní héldu Grandabræður uppskeruhátíð vinnuaðstöðunnar sem nefndist Happy Festival. „Þetta var tónlistar- og myndlistarhátíð sem stóð í fjóra daga. Það var bara veisla og fögnuður þar sem alls konar fólk kom og tróð upp en í stórum dráttum þá var sviðið laust fyrir hvern sem vildi koma og taka þátt,“ segir Ingi en margar helstu hljómsveitir reykvísku senunnar svo sem Pink Street Boys, Ojba Rasta, Unnsteinn Manuel og Valdimar komu fram. Þá var hægt að skella sér í heitan pott í fiskikari fyrir utan.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira