Lífið

Verk Steinunnar prýða vínflöskur

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Verk Steinunnar Þórarinsdóttur prýða rauðvínsflöskur.
Verk Steinunnar Þórarinsdóttur prýða rauðvínsflöskur. Mynd/Bragi Þór Jósepsson
Verk myndhöggvarans Steinunnar Þórarinsdóttur prýða nú rauðvínsflöskur kanadíska vínframleiðandans Mission Hill.

Þetta er röð af sérstökum „listamannavínum“ sem gefin voru út í tilefni af sýningu Steinunnar, Encounters with Iceland, sem stendur nú yfir í Mission Hill-víngarðinum í Bresku Kólumbíu.

Um er að ræða 20 ljósmyndir af verkum Steinunnar en þau prýða flöskur af dýrindis Cabernet Sauvignon Shiraz frá árinu 2012. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem verk eftir íslenskan listamann prýða vínflöskur en hægt er að fá þær beint frá víngarðinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×