Ætla að slökkva á öndunarvélinni Sigurjón M. Egilsson skrifar 5. janúar 2015 00:01 Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mun efna til átaka og árekstra um hvort kippa eigi öndunarvél umsóknar Íslands að Evrópusambandinu úr sambandi eða láta hana malla áfram. Snemma síðasta árs varð ríkisstjórnin að gefast upp í leiðangri svipuðum þeim og nú er boðaður. Fólk mótmælti, ekki bara vegna þess að umsóknina átti að deyða. Fólk mótmælti því frekar að stjórnmálamenn, að þessu sinni stjórnarsinnar, ætluðu ekki að standa við gefin loforð. Nokkuð víst er að fólk muni aftur segja hug sinn, hyggist forystumenn í ríkisstjórn ganga á bak kosningaloforða sinna og afturkalla umsóknina. Ríkisstjórnin er gagnrýnd í eigin röðum fyrir aðgerðaleysið, að draga umsóknina ekki til baka. „Það er orðið ósköp lítið eftir af umsókninni. Það var farið í að ræða einhverja kafla, en sú vinna heldur ekki gildi sínu lengur bæði vegna þeirra hröðu breytinga sem eru að eiga sér stað í Evrópusambandinu og vegna þess að það er ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda að fallast á allt það sem síðasta ríkisstjórn hefði verið tilbúin til að fallast á. Þannig að því leytinu til erum við á byrjunarreit.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fagnaði orðum Sigmundar Davíðs, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hörðustu andstæðingar aðildarumsóknarinnar eru fyrrverandi stjórnendur Sjálfstæðisflokksins. Styrmir Gunnarsson skrifar á vef sinn: „Auðvitað er hugsanlegt að ríkisstjórnin telji stjórnarflokkana ekki ráða við nýtt málþóf af hálfu stjórnarandstöðu vegna afturköllunar aðildarumsóknar á sama tíma og kjarasamningar eru til umræðu. Má þá ekki búast við að hún telji að stjórnarflokkarnir ráði ekki við slíkt málþóf á sama tíma og málefni þrotabúanna verða til umræðu o.s.frv., o.s.frv.? Og má þá ekki sjá fyrir sér að afturköllun aðildarumsóknar frestist aftur og aftur vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi ekki þrek í þau átök, sem sú afturköllun kalli á á þingi?“ Nú hefur forsætisráðherra sagt með skýrum hætti að ríkisstjórn telji sig hafa þrekið sem til þarf. Ráðherrar verða að vera minnugir þess að ekki einungis fólk sem vill aðild að Evrópusambandinu hópaðist á Austurvöll. Þangað kom einnig fólk sem vildi að stjórnmálamenn stæðu við gefin loforð og tugir þúsunda skrifuðu undir mótmæli. Ráðamenn, sumir hverjir, hafa sagt að þeir geti ekki staðið við gefin loforð um að þjóðin verði spurð um áframhald viðræðnanna. Átökin kunna að verða milli þeirra sem vilja að þau orð standi og hinna, harða baklandsins, einkum í Sjálfstæðisflokki, sem leggur allt kapp á að viðræðunum verði formlega slitið meðan núverandi ríkisstjórn situr að völdum. Þannig munu Evrópuaðildarsinnar eiga erfiðara með að hefja viðræður að nýju þegar þeir komast til valda, hvenær sem það verður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mun efna til átaka og árekstra um hvort kippa eigi öndunarvél umsóknar Íslands að Evrópusambandinu úr sambandi eða láta hana malla áfram. Snemma síðasta árs varð ríkisstjórnin að gefast upp í leiðangri svipuðum þeim og nú er boðaður. Fólk mótmælti, ekki bara vegna þess að umsóknina átti að deyða. Fólk mótmælti því frekar að stjórnmálamenn, að þessu sinni stjórnarsinnar, ætluðu ekki að standa við gefin loforð. Nokkuð víst er að fólk muni aftur segja hug sinn, hyggist forystumenn í ríkisstjórn ganga á bak kosningaloforða sinna og afturkalla umsóknina. Ríkisstjórnin er gagnrýnd í eigin röðum fyrir aðgerðaleysið, að draga umsóknina ekki til baka. „Það er orðið ósköp lítið eftir af umsókninni. Það var farið í að ræða einhverja kafla, en sú vinna heldur ekki gildi sínu lengur bæði vegna þeirra hröðu breytinga sem eru að eiga sér stað í Evrópusambandinu og vegna þess að það er ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda að fallast á allt það sem síðasta ríkisstjórn hefði verið tilbúin til að fallast á. Þannig að því leytinu til erum við á byrjunarreit.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fagnaði orðum Sigmundar Davíðs, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hörðustu andstæðingar aðildarumsóknarinnar eru fyrrverandi stjórnendur Sjálfstæðisflokksins. Styrmir Gunnarsson skrifar á vef sinn: „Auðvitað er hugsanlegt að ríkisstjórnin telji stjórnarflokkana ekki ráða við nýtt málþóf af hálfu stjórnarandstöðu vegna afturköllunar aðildarumsóknar á sama tíma og kjarasamningar eru til umræðu. Má þá ekki búast við að hún telji að stjórnarflokkarnir ráði ekki við slíkt málþóf á sama tíma og málefni þrotabúanna verða til umræðu o.s.frv., o.s.frv.? Og má þá ekki sjá fyrir sér að afturköllun aðildarumsóknar frestist aftur og aftur vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi ekki þrek í þau átök, sem sú afturköllun kalli á á þingi?“ Nú hefur forsætisráðherra sagt með skýrum hætti að ríkisstjórn telji sig hafa þrekið sem til þarf. Ráðherrar verða að vera minnugir þess að ekki einungis fólk sem vill aðild að Evrópusambandinu hópaðist á Austurvöll. Þangað kom einnig fólk sem vildi að stjórnmálamenn stæðu við gefin loforð og tugir þúsunda skrifuðu undir mótmæli. Ráðamenn, sumir hverjir, hafa sagt að þeir geti ekki staðið við gefin loforð um að þjóðin verði spurð um áframhald viðræðnanna. Átökin kunna að verða milli þeirra sem vilja að þau orð standi og hinna, harða baklandsins, einkum í Sjálfstæðisflokki, sem leggur allt kapp á að viðræðunum verði formlega slitið meðan núverandi ríkisstjórn situr að völdum. Þannig munu Evrópuaðildarsinnar eiga erfiðara með að hefja viðræður að nýju þegar þeir komast til valda, hvenær sem það verður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun