Venjulegt nýtt ár Berglind Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2015 00:00 Nú árið er liðið í aldanna skaut og við bara laus við þess gleði og þraut. Enginn er lengur á yfirsnúningi og fólk nýtur lífsins á útsölum. Í dag höldum við einnig hátíðlegan fyrsta mánudag ársins og eflaust eru margir að lesa þetta á meðan þeir svitna í skíðavél. Ég hafði hugsað mér að nýta þetta pláss í blaðinu til að gera lítið úr áramótaheitum og betrumbótum pöpulsins á nýja árinu en hef víst ekki efni á því. Hugsaði sjálf strax í desemberbyrjun hvaða manneskja ég ætlaði nú að vera árið 2015, skoðaði verðskrár í krossfit-stöðvum og allt. Ég íhugaði líka að byrja árið með einhvers konar áfengisbindindi en svo kom í ljós að strax í ársbyrjun eru haldnir hátíðlegir endurfundir árgangsins míns úr grunnskóla og í þeim aðstæðum vill enginn vera allsgáður. Það féll þar með um sjálft sig. Svo að nú er nýja árið bara komið og ég borðaði Honey Nut Cheerios í kvöldmat bæði á laugardag og sunnudag og á ekki kort í ræktina. Það lítur því út fyrir að ég verði gamli góði Beggi Pje í einhvern tíma áfram. Kínverska nýárið gengur svo í garð þarna í febrúar, kannski dettur mér eitthvað í hug fyrir þann tíma. Þangað til mun ég halda áfram að lifa samkvæmt hefðum og venjum nægjusama og venjulega lífsstílsins. Í honum felst til dæmis að vera almennilegur, greiða sér á morgnana, reyna að halda aftur af sér að smella á greinar á netinu með fyrirsögnum eins og ,,ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ ÞESSI GERÐI“, klæða sig skynsamlega þegar kalt er í veðri, hreyfa sig þegar maður nennir og borða að minnsta kosti eina holla máltíð á dag. Þeir allra ákveðnustu setja líka stundum í vél og flokka heimilissorpið. Lifi meðalmennskan. Án hennar væru allir krossfittararnir ekki betri en við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Nú árið er liðið í aldanna skaut og við bara laus við þess gleði og þraut. Enginn er lengur á yfirsnúningi og fólk nýtur lífsins á útsölum. Í dag höldum við einnig hátíðlegan fyrsta mánudag ársins og eflaust eru margir að lesa þetta á meðan þeir svitna í skíðavél. Ég hafði hugsað mér að nýta þetta pláss í blaðinu til að gera lítið úr áramótaheitum og betrumbótum pöpulsins á nýja árinu en hef víst ekki efni á því. Hugsaði sjálf strax í desemberbyrjun hvaða manneskja ég ætlaði nú að vera árið 2015, skoðaði verðskrár í krossfit-stöðvum og allt. Ég íhugaði líka að byrja árið með einhvers konar áfengisbindindi en svo kom í ljós að strax í ársbyrjun eru haldnir hátíðlegir endurfundir árgangsins míns úr grunnskóla og í þeim aðstæðum vill enginn vera allsgáður. Það féll þar með um sjálft sig. Svo að nú er nýja árið bara komið og ég borðaði Honey Nut Cheerios í kvöldmat bæði á laugardag og sunnudag og á ekki kort í ræktina. Það lítur því út fyrir að ég verði gamli góði Beggi Pje í einhvern tíma áfram. Kínverska nýárið gengur svo í garð þarna í febrúar, kannski dettur mér eitthvað í hug fyrir þann tíma. Þangað til mun ég halda áfram að lifa samkvæmt hefðum og venjum nægjusama og venjulega lífsstílsins. Í honum felst til dæmis að vera almennilegur, greiða sér á morgnana, reyna að halda aftur af sér að smella á greinar á netinu með fyrirsögnum eins og ,,ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ ÞESSI GERÐI“, klæða sig skynsamlega þegar kalt er í veðri, hreyfa sig þegar maður nennir og borða að minnsta kosti eina holla máltíð á dag. Þeir allra ákveðnustu setja líka stundum í vél og flokka heimilissorpið. Lifi meðalmennskan. Án hennar væru allir krossfittararnir ekki betri en við hin.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun