Kínverjar brjálaðir í jeppa Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 16:01 Jeppar seljast eins og heitar lummur í Kína. Þó svo að Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir ást sína á jeppum og pallbílum virðist sem Kínverjar ætli jafnvel að slá þeim við. Sala á slíkum bílum í janúar og febrúar jókst um 66% frá árinu í fyrra. Heildarsala bíla í Kína á þessum tveimur mánuðum jókst um 16%. Það er fleira sem Kínverjar eiga sameiginlegt með Bandaríkjamönnum er kemur að vali á bílum. Þekkt er ást þeirra vestra á fólksbílum sem bjóðast af lengri gerð en hefðbundin smíði þeirra. Kínverjar hafa eiginlega tekið þessa ást í enn meiri hæðir því varla seljast stærri fólksbílar eins og Audi A8, Mercedes Benz S-Class og BMW 7-línan nema af lengdri gerð í Kína. Í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og þar seldust alls 23,5 milljón fólksbílar og atvinnubílar í fyrra og var það ríflega fjórðungur af heimssölunni, sem var um 80 milljón bílar. Ef 16% söluaukning verður allt árið í ár líkt og hefur verið á fyrstu 2 mánuðum þessa árs verður sala bíla í Kína 27,3 milljón bílar. Ekki er þó búist svo mikilli sölu í ár, en í upphafi árs var spáð um 7% söluaukningu. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent
Þó svo að Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir ást sína á jeppum og pallbílum virðist sem Kínverjar ætli jafnvel að slá þeim við. Sala á slíkum bílum í janúar og febrúar jókst um 66% frá árinu í fyrra. Heildarsala bíla í Kína á þessum tveimur mánuðum jókst um 16%. Það er fleira sem Kínverjar eiga sameiginlegt með Bandaríkjamönnum er kemur að vali á bílum. Þekkt er ást þeirra vestra á fólksbílum sem bjóðast af lengri gerð en hefðbundin smíði þeirra. Kínverjar hafa eiginlega tekið þessa ást í enn meiri hæðir því varla seljast stærri fólksbílar eins og Audi A8, Mercedes Benz S-Class og BMW 7-línan nema af lengdri gerð í Kína. Í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og þar seldust alls 23,5 milljón fólksbílar og atvinnubílar í fyrra og var það ríflega fjórðungur af heimssölunni, sem var um 80 milljón bílar. Ef 16% söluaukning verður allt árið í ár líkt og hefur verið á fyrstu 2 mánuðum þessa árs verður sala bíla í Kína 27,3 milljón bílar. Ekki er þó búist svo mikilli sölu í ár, en í upphafi árs var spáð um 7% söluaukningu.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent