SVFR gerir nýjan samning um Haukadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2015 17:42 Nýr samningur handsalaður, frá vinstri á myndinni eru Bragi Hilmarsson, stjórnarmaður í Veiðifélagi Haukadslár, Guðmundur Skúli Hartvigsson, formaður Veiðifélags Haukadalsár, Ásmundur Helgason, gjaldkeri SVFR og Ragnheiður Thorsteinsson, varaformaður SVFR. Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsár skrifuðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum í hádeginu í dag. Samningurinn er til langs tíma og gildir út sumarið 2020. Skrifað var undir samninginn á skrifstofu SVFR á bökkum Elliðaánna og að því búnu lýstu fulltrúar stjórna félaganna yfir ánægju með áfangann og sögðust hlakka til samstarfsins á komandi árum. Af veiðinni í Haukadalsá er það að frétta að áin er búin að gefa 65 laxa það sem af er sumri, sem er mun betri byrjun en á síðasta ári. Það voru kátir veiðimenn sem voru að ljúka veiðum á hádegi í dag en hollið veiddi 23 laxa og í morgun mátti sjá nýja laxa í hverjum einasta hyl. Stækkandi straumur er því að skila inn sterkum laxagöngum í Haukadalsá eins og raunin er á öðrum veiðisvæðum SVFR um þessar mundir. Stærsti lax sumarsins til þessa 101 cm og fékkst hann á Horninu. Jón Víðir Hauksson, staðarhaldari SVFR við Haukadalsá, sagði í hádeginu veiðimenn káta með lífið enda ekki annað hægt. Gáruflugur væru að gefa góðan afla,litlar Frances-flugur, Collie dog og Kolskeggur svo einhverjar séu nefndar. Haukadalsá er fengsæl og falleg fimm stanga fluguveiðiá í Dalasýslu.. Áin er stutt, aðeins 8 kílómetra löng frá Haukadalsvatni niður í ós, en þéttsetin fallegum veiðistöðum. Merktir veiðistaðir í ánni eru 40 talsins og því má segja að hún renni úr einum hyl í annan á leið sinni til sjávar í botni Hvammsfjarðar. Hyljirnir eru margslungnir og breytilegir. Í Haukadalsá eru engir fossar en þar eru stríðir strengir, djúpir hyljir og hæglátar breiður. Það ættu allir að finna fjölda staða við sitt hæfi í ánni.Langtímameðaltal árinnar er 695 laxar á stangirnar fimm. Það þýðir meðalveiði upp á 1,54 laxa á stangardag sem setur ána á stall með fremstu ám landsins. Frá því að skipulagðar skráningar hófust hefur áin mest farið í 1.232 laxa en minnst í 184 laxa. Á síðastliðnum árum hefur Haukan í þrígang farið yfir 1000 laxa, árin 2008, 2009 og 2010. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsár skrifuðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum í hádeginu í dag. Samningurinn er til langs tíma og gildir út sumarið 2020. Skrifað var undir samninginn á skrifstofu SVFR á bökkum Elliðaánna og að því búnu lýstu fulltrúar stjórna félaganna yfir ánægju með áfangann og sögðust hlakka til samstarfsins á komandi árum. Af veiðinni í Haukadalsá er það að frétta að áin er búin að gefa 65 laxa það sem af er sumri, sem er mun betri byrjun en á síðasta ári. Það voru kátir veiðimenn sem voru að ljúka veiðum á hádegi í dag en hollið veiddi 23 laxa og í morgun mátti sjá nýja laxa í hverjum einasta hyl. Stækkandi straumur er því að skila inn sterkum laxagöngum í Haukadalsá eins og raunin er á öðrum veiðisvæðum SVFR um þessar mundir. Stærsti lax sumarsins til þessa 101 cm og fékkst hann á Horninu. Jón Víðir Hauksson, staðarhaldari SVFR við Haukadalsá, sagði í hádeginu veiðimenn káta með lífið enda ekki annað hægt. Gáruflugur væru að gefa góðan afla,litlar Frances-flugur, Collie dog og Kolskeggur svo einhverjar séu nefndar. Haukadalsá er fengsæl og falleg fimm stanga fluguveiðiá í Dalasýslu.. Áin er stutt, aðeins 8 kílómetra löng frá Haukadalsvatni niður í ós, en þéttsetin fallegum veiðistöðum. Merktir veiðistaðir í ánni eru 40 talsins og því má segja að hún renni úr einum hyl í annan á leið sinni til sjávar í botni Hvammsfjarðar. Hyljirnir eru margslungnir og breytilegir. Í Haukadalsá eru engir fossar en þar eru stríðir strengir, djúpir hyljir og hæglátar breiður. Það ættu allir að finna fjölda staða við sitt hæfi í ánni.Langtímameðaltal árinnar er 695 laxar á stangirnar fimm. Það þýðir meðalveiði upp á 1,54 laxa á stangardag sem setur ána á stall með fremstu ám landsins. Frá því að skipulagðar skráningar hófust hefur áin mest farið í 1.232 laxa en minnst í 184 laxa. Á síðastliðnum árum hefur Haukan í þrígang farið yfir 1000 laxa, árin 2008, 2009 og 2010.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði