Næstum jafn spennandi og jólin Vera Einarsdóttir skrifar 5. desember 2015 11:00 Tinna ólst upp við að halda dag heilags Nikúlásar hátíðlegan en þann dag vakna börn í Luxemborg upp við gjafir. MYND/ANTON BRINK Tinna Pétursdóttir nuddari er fædd og uppalin í Lúxemborg en þar er dagur heilags Nikúlásar haldinn hátíðlegur 6. desember. Þá fá börnin pakka frá jólasveininum og ríkir ekki síður eftirvænting eftir þeim degi en jólunum sjálfum. Þá eru líka bakaðir sérstakir brauðkarlar eða Boxemännercher. Tinna ólst upp við að halda dag heilags Nikúlásar hátíðlegan. Þá kemur jólasveinninn St. Nicolas til byggða og gefur börnunum pakka. Þau sem eru stillt fá líka brauðkarla eða Boxemännercher og rjúkandi súkkulaði. „Það var alltaf ótrúlega spennandi að vakna þennan morgun og sjá skrifborðið í herberginu svigna undan pökkum en yfirleitt gefa foreldrar, systkini, ömmur og afar pakka þennan dag. Börn í Lúxemborg fá svo yfirleitt færri pakka á aðfangadag en þar sem foreldrar mínir eru íslenskir héldum við líka íslensk jól og með tilheyrandi pakkaflóði,“ útskýrir Tinna. Buxnakarlarnir fara að sögn Tinnu að sjást í bakaríum í Lúxemborg nokkrum vikum fyrir dag heilags Nikúlásar. „Þeir eru ekki sætir og líkjast í raun brauði en það er voða gott að dýfa þeim í súkkulaði.“Buxnakarlarnir eru úr brauðdeigi og bragðast best nýbakaðir með heitu súkkulaði.Tinna, sem er búsett á Akranesi, hefur búið í Lúxemborg í samtals tuttugu ár. „Þó mér líði vel á Íslandi er Lúxemborg mitt annað heimili og ég reyni að halda í kærar hefðir. Ég held reyndar ekki formlega upp á dag heilags Nikúlásar hér heima, enda myndi það rugla börnin mín í ríminu, en hef stundum bakað brauðkarlana." Meðal þess sem Tinna hefur saknað frá Lúxemborg er Bofferding bjórinn en hann er sá útbreiddasti þar í landi. „Fyrir þremur árum ákváðum ég og eiginmaður minn Jökull Guðjónsson að kanna hvort við gætum flutt hann inn en upphaflega hugmyndin var nú aðallega sú að við sjálf gætum nálgast hann í ríkinu,“ segir hún og hlær. „Við fengum leyfið í haust og hafa viðtökurnar verið framar öllum vonum enda er þetta mildur og góður bjór sem passar með öllu. Tinna lætur ekki þar við sitja heldur flytur líka inn teppi frá Nuvola baby, nuvolababy.com, sem er með aðsetur í Lúxemborg og framleiðir gæðavörur fyrir börn. Tinna deilir hér uppskriftinni að Buxnakörlunum en þá er tilvalið að baka á morgun, 6. desember. Boxemännercher600 g hveiti 60 g mjúkt smjör 60 g sykur 8 g salt 1 egg 1 pakki ger 330 ml volg mjólk Velgið mjólkina. Bætið gerinu við. Blandið hveiti, salti, sykri, smjöri og eggi í saman í skál. Bætið gerblöndunni við. Hnoðið saman og látið standa í klukkustund. Hægt er að blanda rúsínum eða súkkulaðibitum út í deigið ef vill. Búið til litla karla úr deiginu. Notið rúsínur eða súkkulaði í augu og hnappa. Penslið með eggi. Bakið við 180 gráður í um það bil 15 mínútur.Tinna ræktar meðal annars tengslin við Lúxemborg með því að flytja inn Lúxemborgskan bjór og teppi. Jól Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól
Tinna Pétursdóttir nuddari er fædd og uppalin í Lúxemborg en þar er dagur heilags Nikúlásar haldinn hátíðlegur 6. desember. Þá fá börnin pakka frá jólasveininum og ríkir ekki síður eftirvænting eftir þeim degi en jólunum sjálfum. Þá eru líka bakaðir sérstakir brauðkarlar eða Boxemännercher. Tinna ólst upp við að halda dag heilags Nikúlásar hátíðlegan. Þá kemur jólasveinninn St. Nicolas til byggða og gefur börnunum pakka. Þau sem eru stillt fá líka brauðkarla eða Boxemännercher og rjúkandi súkkulaði. „Það var alltaf ótrúlega spennandi að vakna þennan morgun og sjá skrifborðið í herberginu svigna undan pökkum en yfirleitt gefa foreldrar, systkini, ömmur og afar pakka þennan dag. Börn í Lúxemborg fá svo yfirleitt færri pakka á aðfangadag en þar sem foreldrar mínir eru íslenskir héldum við líka íslensk jól og með tilheyrandi pakkaflóði,“ útskýrir Tinna. Buxnakarlarnir fara að sögn Tinnu að sjást í bakaríum í Lúxemborg nokkrum vikum fyrir dag heilags Nikúlásar. „Þeir eru ekki sætir og líkjast í raun brauði en það er voða gott að dýfa þeim í súkkulaði.“Buxnakarlarnir eru úr brauðdeigi og bragðast best nýbakaðir með heitu súkkulaði.Tinna, sem er búsett á Akranesi, hefur búið í Lúxemborg í samtals tuttugu ár. „Þó mér líði vel á Íslandi er Lúxemborg mitt annað heimili og ég reyni að halda í kærar hefðir. Ég held reyndar ekki formlega upp á dag heilags Nikúlásar hér heima, enda myndi það rugla börnin mín í ríminu, en hef stundum bakað brauðkarlana." Meðal þess sem Tinna hefur saknað frá Lúxemborg er Bofferding bjórinn en hann er sá útbreiddasti þar í landi. „Fyrir þremur árum ákváðum ég og eiginmaður minn Jökull Guðjónsson að kanna hvort við gætum flutt hann inn en upphaflega hugmyndin var nú aðallega sú að við sjálf gætum nálgast hann í ríkinu,“ segir hún og hlær. „Við fengum leyfið í haust og hafa viðtökurnar verið framar öllum vonum enda er þetta mildur og góður bjór sem passar með öllu. Tinna lætur ekki þar við sitja heldur flytur líka inn teppi frá Nuvola baby, nuvolababy.com, sem er með aðsetur í Lúxemborg og framleiðir gæðavörur fyrir börn. Tinna deilir hér uppskriftinni að Buxnakörlunum en þá er tilvalið að baka á morgun, 6. desember. Boxemännercher600 g hveiti 60 g mjúkt smjör 60 g sykur 8 g salt 1 egg 1 pakki ger 330 ml volg mjólk Velgið mjólkina. Bætið gerinu við. Blandið hveiti, salti, sykri, smjöri og eggi í saman í skál. Bætið gerblöndunni við. Hnoðið saman og látið standa í klukkustund. Hægt er að blanda rúsínum eða súkkulaðibitum út í deigið ef vill. Búið til litla karla úr deiginu. Notið rúsínur eða súkkulaði í augu og hnappa. Penslið með eggi. Bakið við 180 gráður í um það bil 15 mínútur.Tinna ræktar meðal annars tengslin við Lúxemborg með því að flytja inn Lúxemborgskan bjór og teppi.
Jól Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól