Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Sæunn Gísladóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Engin áform eru um jólabónusa í viðskiptabönkunum þremur. vísir/stefán Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira