Handbolti

Vinna ríkjandi meistarar ekki leik þriðja árið í röð?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Þór Eyþórsson.
Grétar Þór Eyþórsson. Vísir/Andri Marinó
Íslandsmeistarar ÍBV eiga á hættu að fara í sumarfrí strax í kvöld þegar þeir taka á móti Aftureldingu í Vestmannaeyjum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta.

Afturelding vann fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum eftir framlengingu og kemst áfram í undanúrslit með sigri í kvöld.

Tapi Eyjamenn í kvöld verður þetta þriðja úrslitakeppnin í röð hjá körlunum þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar vinna ekki leik.

HK (vann 2012) og Fram (vann 2013) komust ekki í úrslitakeppnina árið eftir að þau unnu Íslandsmeistaratitilinn.

ÍR-ingar geta líka tryggt sér sæti í undanúrslitunum vinni liðið Akureyringa fyrir norðan í kvöld en ÍR vann fyrsta leikinn 24-20 á heimavelli.

Valur og Haukar urðu í gærkvöldi fyrstu tvö liðin sem komust í undanúrslitin þegar þau slógu út Fram (Valur) og FH (Haukar) en Valur og Haukar mætast í undanúrslitunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×