Lífið

Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Stilla úr myndbandinu sem frumsýnt verður í dag.
Stilla úr myndbandinu sem frumsýnt verður í dag. Vísir
Í dag frumsýnir Bang Gang nýtt myndband við lagið Out of Horizon, en lagið er af nýju plötunni The Wolves Are Whispering sem kemur út 9. júní. Myndbandið var frumsýnt í dag á heimasíðu ítalska Rolling Stone, frönsku síðunni Les Inrocks og á síðu þýska tímaritsins Kaltblut.

Myndbandið var tekið upp í Kólumbíu og var gert af leikstjóranum Luis Vanegas. „Þetta myndband vann keppni sem við gerum í gegnum síðuna Genero. Þar bárust um fimmtíu hugmyndir,“ segir Barði Jóhannsson í Bang Gang.

Hann segir myndbandið hafa passað fullkomlega við lagið og plötuna. „Platan er í dekkri kantinum og myndbandið er það líka. Ég valdi það því mér finnst það passa fullkomlega í heim plötunnar, eiginlega eins og bíómynd. Kannski tengjumst við einhverju hugskeytasambandi milli Íslands og Kólumbíu, því þetta er nákvæmlega eins og ég hefði viljað,“ segir Barði og hlær.

Með Barða á nýju plötunni eru góðir gestir og má þar nefna Helen Marnie úr Ladytron, Keren Ann, Bloodgroup og Jófríði Ákadóttur úr Samaris. Eins bregður fyrrverandi söngkonu sveitarinnar, Esther Talíu Casey, fyrir í bakröddum í tveimur lögum. Annað þeirra er einmitt Out of Horizon.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×