Búinn að fá tvisvar sinnum heilahristing og tímabilið líklega búið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2015 07:45 Magnús hefur lent í miklum skakkaföllum í vetur en náði þó að verða bikarmeistari. vísir/stefán „Heilsan hefur oft verið betri,“ segir fyrirliði ÍBV, Magnús Stefánsson, en lukkan hefur ekki beint leikið við hann í vetur. Hann fékk heilahristing fyrr í vetur og svo lenti hann líka í árekstri í Vestmannaeyjum og hefur vart verið góður síðan. Óttast er að Magnús sé kviðslitinn en hann ætti að fá það staðfest í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá honum fokið út um gluggann og hann missir af úrslitakeppninni. „Ég er talsvert kvalinn og á erfitt með gang. Þeir segja að einkenni bendi til þess að ég sé kviðslitinn,“ segir Magnús en hann yrði þá annar leikmaður ÍBV sem kviðslitnar í vetur. Sindri Haraldsson er einnig kviðslitinn. „Þetta var nokkuð harkalegt bílslys sem ég lenti í og einn læknir hefur tengt það við meiðslin mín í dag. Ég var farþegi í bíl og við fengum annan bíl inn í hliðina. Þetta var algert óhapp.“ Magnús var þá á leiðinni upp á flugvöll í Eyjum að fljúga með liðinu í leik. Hann fór með liðinu þrátt fyrir slysið en þegar hann byrjaði að hita upp fór hann að svima og þá var hann settur í hvíld. Engin áhætta tekin. „Ég hef verið frekar slæmur eftir slysið enda fékk ég talsvert höfuðhögg. Þetta er mjög svekkjandi en liðið má ekki við neinum skakkaföllum. Ég prófaði að spila einn leik en var með verki,“ segir Magnús, en talið er að hann hafi fengið heilahristing í slysinu. „Það er þá í annað sinn því ég fékk líka höfuðhögg og heilahristing fyrr í vetur. Það var fyrir pásuna í deildinni og ég fékk því tíma til að jafna mig.“ Magnús er ekkert allt of bjartsýnn á að spila meira í vetur. „Ég get ekki hreyft mig nokkurn skapaðan hlut núna. Ef ég er kviðslitinn þá er þetta líklega búið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil með meiðslin en mér tókst þó samt að vinna bikarinn með ÍBV sem var ágætt. Við viljum samt meira þó svo það hafi verið á brattann að sækja í síðustu leikjum.“ Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sjá meira
„Heilsan hefur oft verið betri,“ segir fyrirliði ÍBV, Magnús Stefánsson, en lukkan hefur ekki beint leikið við hann í vetur. Hann fékk heilahristing fyrr í vetur og svo lenti hann líka í árekstri í Vestmannaeyjum og hefur vart verið góður síðan. Óttast er að Magnús sé kviðslitinn en hann ætti að fá það staðfest í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá honum fokið út um gluggann og hann missir af úrslitakeppninni. „Ég er talsvert kvalinn og á erfitt með gang. Þeir segja að einkenni bendi til þess að ég sé kviðslitinn,“ segir Magnús en hann yrði þá annar leikmaður ÍBV sem kviðslitnar í vetur. Sindri Haraldsson er einnig kviðslitinn. „Þetta var nokkuð harkalegt bílslys sem ég lenti í og einn læknir hefur tengt það við meiðslin mín í dag. Ég var farþegi í bíl og við fengum annan bíl inn í hliðina. Þetta var algert óhapp.“ Magnús var þá á leiðinni upp á flugvöll í Eyjum að fljúga með liðinu í leik. Hann fór með liðinu þrátt fyrir slysið en þegar hann byrjaði að hita upp fór hann að svima og þá var hann settur í hvíld. Engin áhætta tekin. „Ég hef verið frekar slæmur eftir slysið enda fékk ég talsvert höfuðhögg. Þetta er mjög svekkjandi en liðið má ekki við neinum skakkaföllum. Ég prófaði að spila einn leik en var með verki,“ segir Magnús, en talið er að hann hafi fengið heilahristing í slysinu. „Það er þá í annað sinn því ég fékk líka höfuðhögg og heilahristing fyrr í vetur. Það var fyrir pásuna í deildinni og ég fékk því tíma til að jafna mig.“ Magnús er ekkert allt of bjartsýnn á að spila meira í vetur. „Ég get ekki hreyft mig nokkurn skapaðan hlut núna. Ef ég er kviðslitinn þá er þetta líklega búið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil með meiðslin en mér tókst þó samt að vinna bikarinn með ÍBV sem var ágætt. Við viljum samt meira þó svo það hafi verið á brattann að sækja í síðustu leikjum.“
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sjá meira