Myndi Phil Collins fíla þetta? Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 10:30 Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, kemur fram á tvennum tónleikum með Todmobile. vísir/ernir Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, sem hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu gítarleiksins, er staddur hér á landi og kemur fram með Todmobile á tvennum tónleikum. „Þeir höfðu samband við mig og sögðust hafa unnið með Jon Anderson [söngvara Yes]. Ég fékk þá tónlist senda en þekkti hana þó ekki alla. Ég hugsaði samt með mér: þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt og þeir vilja vinna með mér,“ segir Hackett, greinilega sáttur við störf Todmobile. Á síðasta ári kom sveitin fram með Anderson á vel heppnuðum tónleikum. „Ég þekki tónlist Bjarkar nokkuð vel og hef heyrt í Mezzoforte, það er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Allt sem ég hef heyrt frá Íslandi hljómar eins og hér sé mjög hár standard í tónlistarheiminum. Það hlýtur að vera tengt veðrinu, eins og með veðrið á Englandi. Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að Shakespeare hafi samið svona frábær verk er vegna þess að veðrið var svo glatað í Bretlandi,“ segir Hackett léttur í lundu spurður út í kynni sín af íslenskri tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands og kann hann vel við sig. „Mér þykir landið mjög fallegt. Ég hef þó ekki náð að skoða það því við komum seint á þriðjudag en við ætlum að reyna að skoða landið aðeins og mögulega fara Gullna hringinn. Þetta er auðvitað vinnuferð, þannig að vinnan hefur forgang.“Af æfingu.Hackett hefur verið talinn mikill frumkvöðull í gítarleik en menn á borð við Eddie Van Halen og Brian May hafa talað um hann sem áhrifavald. Þá er hann einnig sagður vera upphafsmaður svokallaðrar „tapping“ tækni. „Þetta var upphaflega bara öðrvísi leið til að spila mjög hratt einn streng. Þetta er orðið að stíl,“ segir Hackett um tæknina. Eddie Van Halen, Steve Vai og fleiri gítarleikarar eru þekktir fyrir að hafa tileinkað sér tæknina. Þó svo að Hackett komi úr rokksveit eins og Genesis hefur hann alltaf haft áhuga á klassískri tónlist. „Í kringum árið 1967, þegar Bítlarnir fóru að vinna með sinfóníum, fæddist heimstónlistin í ákveðnu samhengi og það var mér mikill innblástur. Þó að maður sé í þekktri rokkhljómsveit, þá er mjög sjaldgæft að fá tækifæri til að spila og vinna með sinfóníuhljómsveit. Ég hef samið fyrir sinfóníur og að að heyra tónlist sem er samin á sex strengi allt í einu spilaða af sinfóníu er ótrúlegt. Ég er heillaður af þeim hljóm sem sinfóníur mynda,“ útskýrir Hackett. Hann lærði að skrifa tónlist en notaði þá þekkingu ekki lengi. „Ég skrifa niður tónlist ef ég fæ hugmynd, það er mín aðferð og ég treysti á hana því maður getur ekki munað allt. Ég tel það mikilvægt að mennta sig ef þú hefur tök á því. Ef þú vilt taka spilamennskuna lengra tel ég það gott að mennta sig,“ segir Hackett um tónlistarmenntun.Hópur fagfólks kemur fram á tónleikunum.Gítarleikarinn hefur unnið með ótal þekktum tónlistarmönnum en að öðrum ólöstuðum má segja að hann sé þekktastur fyrir störf sín með Genesis. Hann var meðlimur sveitarinnar á árunum 1970 til 1977. En hvernig var að vinna með mönnum á borð við Phil Collins og Peter Gabriel? „Ég naut þess að vera í Genesis. Allir meðlimir sveitarinnar gátu samið frábær lög og ég tel það frekar sjaldgjæft. Á margan hátt má þó segja að margt af því besta sem við höfum samið hafi komið eftir að við hættum sem hljómsveit. Til dæmis þróaðist Phil sem söngvari, trommari og lagahöfundur og sama má segja um aðra meðlimi. Phil er frábær náungi, frábær trommuleikari og tónlistarmaður og sama má segja um Peter Gabriel, frábær tónlistarmaður.“ Hann hefur þó einungis tvisvar spilað með Genesis eftir að hann hætti, síðast árið 1982. Hackett er opinn fyrir því að Genesis komi saman aftur. „Ég er opinn fyrir þeirri hugmynd en ég er ekki viss um að það verði að veruleika. Phil er hættur að spila vegna meiðsla, sem er mjög sorglegt. Þegar ég er að vinna og semja tónlist þá hugsa ég alltaf: myndi Phil Collins fíla þetta, svingar þetta? Það er erfitt að gera trommuleikara til geðs,“ segir Hackett og hlær. Hackett og Todmobile koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hörpu á föstudagskvöld og í Hofi á laugardagskvöldið. Þar verða leikin lög Todmobile, Genesis og lög sem Hackett og Todmobile hafa samið að undanförnu. Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, sem hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu gítarleiksins, er staddur hér á landi og kemur fram með Todmobile á tvennum tónleikum. „Þeir höfðu samband við mig og sögðust hafa unnið með Jon Anderson [söngvara Yes]. Ég fékk þá tónlist senda en þekkti hana þó ekki alla. Ég hugsaði samt með mér: þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt og þeir vilja vinna með mér,“ segir Hackett, greinilega sáttur við störf Todmobile. Á síðasta ári kom sveitin fram með Anderson á vel heppnuðum tónleikum. „Ég þekki tónlist Bjarkar nokkuð vel og hef heyrt í Mezzoforte, það er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Allt sem ég hef heyrt frá Íslandi hljómar eins og hér sé mjög hár standard í tónlistarheiminum. Það hlýtur að vera tengt veðrinu, eins og með veðrið á Englandi. Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að Shakespeare hafi samið svona frábær verk er vegna þess að veðrið var svo glatað í Bretlandi,“ segir Hackett léttur í lundu spurður út í kynni sín af íslenskri tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands og kann hann vel við sig. „Mér þykir landið mjög fallegt. Ég hef þó ekki náð að skoða það því við komum seint á þriðjudag en við ætlum að reyna að skoða landið aðeins og mögulega fara Gullna hringinn. Þetta er auðvitað vinnuferð, þannig að vinnan hefur forgang.“Af æfingu.Hackett hefur verið talinn mikill frumkvöðull í gítarleik en menn á borð við Eddie Van Halen og Brian May hafa talað um hann sem áhrifavald. Þá er hann einnig sagður vera upphafsmaður svokallaðrar „tapping“ tækni. „Þetta var upphaflega bara öðrvísi leið til að spila mjög hratt einn streng. Þetta er orðið að stíl,“ segir Hackett um tæknina. Eddie Van Halen, Steve Vai og fleiri gítarleikarar eru þekktir fyrir að hafa tileinkað sér tæknina. Þó svo að Hackett komi úr rokksveit eins og Genesis hefur hann alltaf haft áhuga á klassískri tónlist. „Í kringum árið 1967, þegar Bítlarnir fóru að vinna með sinfóníum, fæddist heimstónlistin í ákveðnu samhengi og það var mér mikill innblástur. Þó að maður sé í þekktri rokkhljómsveit, þá er mjög sjaldgæft að fá tækifæri til að spila og vinna með sinfóníuhljómsveit. Ég hef samið fyrir sinfóníur og að að heyra tónlist sem er samin á sex strengi allt í einu spilaða af sinfóníu er ótrúlegt. Ég er heillaður af þeim hljóm sem sinfóníur mynda,“ útskýrir Hackett. Hann lærði að skrifa tónlist en notaði þá þekkingu ekki lengi. „Ég skrifa niður tónlist ef ég fæ hugmynd, það er mín aðferð og ég treysti á hana því maður getur ekki munað allt. Ég tel það mikilvægt að mennta sig ef þú hefur tök á því. Ef þú vilt taka spilamennskuna lengra tel ég það gott að mennta sig,“ segir Hackett um tónlistarmenntun.Hópur fagfólks kemur fram á tónleikunum.Gítarleikarinn hefur unnið með ótal þekktum tónlistarmönnum en að öðrum ólöstuðum má segja að hann sé þekktastur fyrir störf sín með Genesis. Hann var meðlimur sveitarinnar á árunum 1970 til 1977. En hvernig var að vinna með mönnum á borð við Phil Collins og Peter Gabriel? „Ég naut þess að vera í Genesis. Allir meðlimir sveitarinnar gátu samið frábær lög og ég tel það frekar sjaldgjæft. Á margan hátt má þó segja að margt af því besta sem við höfum samið hafi komið eftir að við hættum sem hljómsveit. Til dæmis þróaðist Phil sem söngvari, trommari og lagahöfundur og sama má segja um aðra meðlimi. Phil er frábær náungi, frábær trommuleikari og tónlistarmaður og sama má segja um Peter Gabriel, frábær tónlistarmaður.“ Hann hefur þó einungis tvisvar spilað með Genesis eftir að hann hætti, síðast árið 1982. Hackett er opinn fyrir því að Genesis komi saman aftur. „Ég er opinn fyrir þeirri hugmynd en ég er ekki viss um að það verði að veruleika. Phil er hættur að spila vegna meiðsla, sem er mjög sorglegt. Þegar ég er að vinna og semja tónlist þá hugsa ég alltaf: myndi Phil Collins fíla þetta, svingar þetta? Það er erfitt að gera trommuleikara til geðs,“ segir Hackett og hlær. Hackett og Todmobile koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hörpu á föstudagskvöld og í Hofi á laugardagskvöldið. Þar verða leikin lög Todmobile, Genesis og lög sem Hackett og Todmobile hafa samið að undanförnu.
Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira