Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-92 | Stjarnan hirti þriðja sætið Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 15. janúar 2015 21:00 Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/daníel Stjarnan vann frábæran heimasigur á Keflavík, 99-92, í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn voru alltaf einu skrefi á undan Keflvíkingum og uppskáru að lokum flottan sigur. Dagur Kár var frábær í liði Stjörnunnar og gerði hann 25 stig. Davon Usher var atkvæðamestur í liði Keflvíkinga en hann skoraði 39 stig. Stjörnumenn eru því komnir í þriðja sæti deildarinnar. Gestirnir frá Keflavík byrjuðu leikinn betur og náðu undirtökunum á upphafsmínútum. Keflvíkingar voru ákveðnir og spiluðu fastan varnarleik, til að byrja með eins fastan og dómarar leiksins leyfðu en þegar leið á leikhlutann fóru að safna villum. Justin Shouse fór hægt og bítandi að komast í takt við leikinn og þá fylgdu liðsfélagar hans með. Þegar flautað var til loka 1. leikhluta var Stjarnan allt í einu komin með átta stiga forystu 27-19 en Keflvíkingar voru stuttu áður yfir í leiknum. Heimamenn byrjuðu annan leikhluta betur og komust fljótlega ellefu stigum yfir, 31-20. nú komnir með ellefu stiga forystu. Þá var Jarrid Frye einnig mættur til leiks fyrir Stjörnuna og að leik vel. Töluvert um mistök voru hjá báðum liðum í leikhlutanum en þegar leið á hann komust Keflvíkingar alltaf meira og meira í takt. Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavík, kom inn af bekknum og lét finna fyrir sér. Hann átti fínan sprett, bæði í sókn og sérstaklega í vörn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 46-42 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar héldu áfram að reyna saxa á forskot Stjörnunnar í byrjun síðari hálfleiks og tókst það í stöðunni 51-50. Usher var frábær á þessum tímapunkti fyrir Keflvíkinga en þegar gestirnir voru komnir yfir setti Dagur Kár í gírinn. Hann splundraði vörn Keflvíkinga oft á tíðum alveg í sundur og skoraði nokkrar frábærar körfur. Þegar loka leikhlutinn var eftir var staðan 73-62 fyrir Stjörnunni og var það mikið til Degi að þakka. Þá hafði hann gert 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu lokaleikhlutann ágætlega og byrjuðu strax að saxa á forskot Stjörnunnar. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 85-80 fyrir Stjörnuna. Mikil spenna því framundan. Stjörnumenn voru sterkari á lokamínútunum og kláruðu leikinn með sæmd. Það fór líklega of mikil orka hjá gestunum að vinna upp forystu Stjörnumanna. Leiknum lauk því með sigri heimamanna, 99-92. Sigurður: Við gætum komið á óvart„Við erum ekki alveg sáttur eftir þennan leik og ætluðum að gera mun betur,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld.„Varnarleikur okkar var ekki góður, sérstaklega ekki í síðari hálfleiknum. Við erum ennþá að púsla liðinu saman, breyta ýmsu og þetta tekur bara tíma.“Sigurður segir að liðið þurfi að bæta nokkra hluti til að verða tilbúnir í slaginn þegar nær dregur vori.„Við förum núna bara í það að undirbúa okkur fyrir bikarleikinn gegn KR á sunnudaginn. Það er næsta verkefni og við ætlum okkur áfram.“ Dagur: Vorum sjóðandi í síðari hálfleik„Ég er bara mjög ánægður með okkar leik í kvöld og þetta var virkilega flottur sigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, en hann fór á kostum í leiknum.„Við spiluðum vel nánast allan leikinn og sérstaklega í síðari hálfleiknum, þá vorum við sjóðandi heitir.“Dagur segir að honum sé alveg sama hver skori stigin í leiknum, bara svo lengi sem liðið vinni leikinn en hann gerði 25 stig í kvöld. Stjarnan tapaði fyrir Tindastól í síðustu umferð.„Við vorum mjög slappir í þeim leik og frekar ryðgaðir eftir jólafríið. Það hefur alltaf verið markmiðið á þessu tímabili að enda í fjórum efstu sætunum og þar erum við núna.“ Leiklýsing: Stjarnan - KeflavíkLeik lokið (99-92): Stjarnan með risasigur hér í Ásgarði. Frábær úrslit. Þeir voru einfaldlega sterkari undir blálokin. 39. mín (94-88): Usher setur niður tvö vítaskot. Þeir hafa ekki mikinn tíma. Hann er kominn með 37 stig. 38. mín (88-83): Enn munar fimm stigum á liðunum. 36. mín (85-80): Það er komin mikil spenna í leikinn. Fimm stiga munur og Keflvíkingar með boltann. Þetta verður eitthvað. 34. mín (81-73): Usher með fína körfu og fær vítaskotið að auki. Hann setur það niður og nú munar átta stigum. 32. mín (75-64): Nú þurfa Keflvíkingar að koma með áhlaup ef þeir ætla ekki að fara tómhentir heim. Þriðja leikhluta lokið: (73-62): Frábær endasprettur hjá Stjörnunni sem eru aftur komnir með 11 stiga forskot. 27. mín (69-60): Dagur Kár virkilega góður hjá Stjörnunni núna. Kominn með 15 stig og hefur spundrað vörn Keflvíkinga nokkrum sinnum. 25. mín (60-56): Usher er að fara á kostum fyrir Keflvíkinga núna og er kominn með 21 stig. Mikil spenna í leiknum. 23. mín (50-51): Davon Usher setur hér niður skot og brotið á honum í leiðinni. Tvö stig og eitt af línunni. Keflavík komið yfir. 22. mín (48-46): Þá má fastlega búast við því að þessi leikur verði spennandi alveg til enda. Hálfleikur (46-42): Keflvíkingar komu sterkir inn undir lok hálfleiksins og þá má sérstaklega nefna Þröst Leó Jóhannsson, sem var góður bæði í vörn og sókn. Kom inn af bekknum með mikla baráttu. 18. mín (41-36): Gunnar Einarsson með rándýran þrist fyrir gestina og nú munar bara fimm stigum. 16. mín (39-29): Stjörnumenn halda ákveðnum tökum á þessum leik. Nokkuð um mistök hjá báðum liðum þessa stundina. 14. mín (35-24): Jarrid Frye kominn með níu stig fyrir Stjörnuna, rétt eins og Shouse. 12. mín (31-20): Heimamenn byrja leikhlutann betur og eru nú komnir með ellefu stiga forystu. 1. leikhluta lokið (27-19): Frábær lokakafli hjá heimamönnum í Stjörnunni og leiða þeir með átta stig mun eftir fyrsta leikhlutann. Shouse kominn með 9 stig fyrir þá hvítu. 8. mín (14-17): Sami munur helst á með liðunum. 6. mín (10-13): Fínn gangur í leiknum og bæði lið að leika ágætleg, sérstaklega varnarlega. 4. mín (8-9): Justin Shouse með fínan kafla fyrir Stjörnumenn og þeir minnka þetta niður í eitt stig. 2. mín (2-7): Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflavíkur, meiðist hér og þarf að fara útaf. Spurning hversu alvarlegt þetta er. 2. mín (0-5): Keflvíkingar byrja betur og skora fyrstu stigin. 1. mín (0-0): Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Liðin berjast bæði um þessi vinsælu fjögur efstu sæti deildarinnar og tryggja þar með heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrir leik: Keflvíkingar unnu Skallagrímsmenn í síðustu umferð, 78-75, í Keflavík en Stjarnan tapaði aftur á móti illa fyrir Tindastól á útivelli. Fyrir leik: Leikmenn komnir inn á völlinn og farnir að hita upp. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og greinilega hugur í mönnum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Keflavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Stjarnan vann frábæran heimasigur á Keflavík, 99-92, í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn voru alltaf einu skrefi á undan Keflvíkingum og uppskáru að lokum flottan sigur. Dagur Kár var frábær í liði Stjörnunnar og gerði hann 25 stig. Davon Usher var atkvæðamestur í liði Keflvíkinga en hann skoraði 39 stig. Stjörnumenn eru því komnir í þriðja sæti deildarinnar. Gestirnir frá Keflavík byrjuðu leikinn betur og náðu undirtökunum á upphafsmínútum. Keflvíkingar voru ákveðnir og spiluðu fastan varnarleik, til að byrja með eins fastan og dómarar leiksins leyfðu en þegar leið á leikhlutann fóru að safna villum. Justin Shouse fór hægt og bítandi að komast í takt við leikinn og þá fylgdu liðsfélagar hans með. Þegar flautað var til loka 1. leikhluta var Stjarnan allt í einu komin með átta stiga forystu 27-19 en Keflvíkingar voru stuttu áður yfir í leiknum. Heimamenn byrjuðu annan leikhluta betur og komust fljótlega ellefu stigum yfir, 31-20. nú komnir með ellefu stiga forystu. Þá var Jarrid Frye einnig mættur til leiks fyrir Stjörnuna og að leik vel. Töluvert um mistök voru hjá báðum liðum í leikhlutanum en þegar leið á hann komust Keflvíkingar alltaf meira og meira í takt. Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavík, kom inn af bekknum og lét finna fyrir sér. Hann átti fínan sprett, bæði í sókn og sérstaklega í vörn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 46-42 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar héldu áfram að reyna saxa á forskot Stjörnunnar í byrjun síðari hálfleiks og tókst það í stöðunni 51-50. Usher var frábær á þessum tímapunkti fyrir Keflvíkinga en þegar gestirnir voru komnir yfir setti Dagur Kár í gírinn. Hann splundraði vörn Keflvíkinga oft á tíðum alveg í sundur og skoraði nokkrar frábærar körfur. Þegar loka leikhlutinn var eftir var staðan 73-62 fyrir Stjörnunni og var það mikið til Degi að þakka. Þá hafði hann gert 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu lokaleikhlutann ágætlega og byrjuðu strax að saxa á forskot Stjörnunnar. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 85-80 fyrir Stjörnuna. Mikil spenna því framundan. Stjörnumenn voru sterkari á lokamínútunum og kláruðu leikinn með sæmd. Það fór líklega of mikil orka hjá gestunum að vinna upp forystu Stjörnumanna. Leiknum lauk því með sigri heimamanna, 99-92. Sigurður: Við gætum komið á óvart„Við erum ekki alveg sáttur eftir þennan leik og ætluðum að gera mun betur,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld.„Varnarleikur okkar var ekki góður, sérstaklega ekki í síðari hálfleiknum. Við erum ennþá að púsla liðinu saman, breyta ýmsu og þetta tekur bara tíma.“Sigurður segir að liðið þurfi að bæta nokkra hluti til að verða tilbúnir í slaginn þegar nær dregur vori.„Við förum núna bara í það að undirbúa okkur fyrir bikarleikinn gegn KR á sunnudaginn. Það er næsta verkefni og við ætlum okkur áfram.“ Dagur: Vorum sjóðandi í síðari hálfleik„Ég er bara mjög ánægður með okkar leik í kvöld og þetta var virkilega flottur sigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, en hann fór á kostum í leiknum.„Við spiluðum vel nánast allan leikinn og sérstaklega í síðari hálfleiknum, þá vorum við sjóðandi heitir.“Dagur segir að honum sé alveg sama hver skori stigin í leiknum, bara svo lengi sem liðið vinni leikinn en hann gerði 25 stig í kvöld. Stjarnan tapaði fyrir Tindastól í síðustu umferð.„Við vorum mjög slappir í þeim leik og frekar ryðgaðir eftir jólafríið. Það hefur alltaf verið markmiðið á þessu tímabili að enda í fjórum efstu sætunum og þar erum við núna.“ Leiklýsing: Stjarnan - KeflavíkLeik lokið (99-92): Stjarnan með risasigur hér í Ásgarði. Frábær úrslit. Þeir voru einfaldlega sterkari undir blálokin. 39. mín (94-88): Usher setur niður tvö vítaskot. Þeir hafa ekki mikinn tíma. Hann er kominn með 37 stig. 38. mín (88-83): Enn munar fimm stigum á liðunum. 36. mín (85-80): Það er komin mikil spenna í leikinn. Fimm stiga munur og Keflvíkingar með boltann. Þetta verður eitthvað. 34. mín (81-73): Usher með fína körfu og fær vítaskotið að auki. Hann setur það niður og nú munar átta stigum. 32. mín (75-64): Nú þurfa Keflvíkingar að koma með áhlaup ef þeir ætla ekki að fara tómhentir heim. Þriðja leikhluta lokið: (73-62): Frábær endasprettur hjá Stjörnunni sem eru aftur komnir með 11 stiga forskot. 27. mín (69-60): Dagur Kár virkilega góður hjá Stjörnunni núna. Kominn með 15 stig og hefur spundrað vörn Keflvíkinga nokkrum sinnum. 25. mín (60-56): Usher er að fara á kostum fyrir Keflvíkinga núna og er kominn með 21 stig. Mikil spenna í leiknum. 23. mín (50-51): Davon Usher setur hér niður skot og brotið á honum í leiðinni. Tvö stig og eitt af línunni. Keflavík komið yfir. 22. mín (48-46): Þá má fastlega búast við því að þessi leikur verði spennandi alveg til enda. Hálfleikur (46-42): Keflvíkingar komu sterkir inn undir lok hálfleiksins og þá má sérstaklega nefna Þröst Leó Jóhannsson, sem var góður bæði í vörn og sókn. Kom inn af bekknum með mikla baráttu. 18. mín (41-36): Gunnar Einarsson með rándýran þrist fyrir gestina og nú munar bara fimm stigum. 16. mín (39-29): Stjörnumenn halda ákveðnum tökum á þessum leik. Nokkuð um mistök hjá báðum liðum þessa stundina. 14. mín (35-24): Jarrid Frye kominn með níu stig fyrir Stjörnuna, rétt eins og Shouse. 12. mín (31-20): Heimamenn byrja leikhlutann betur og eru nú komnir með ellefu stiga forystu. 1. leikhluta lokið (27-19): Frábær lokakafli hjá heimamönnum í Stjörnunni og leiða þeir með átta stig mun eftir fyrsta leikhlutann. Shouse kominn með 9 stig fyrir þá hvítu. 8. mín (14-17): Sami munur helst á með liðunum. 6. mín (10-13): Fínn gangur í leiknum og bæði lið að leika ágætleg, sérstaklega varnarlega. 4. mín (8-9): Justin Shouse með fínan kafla fyrir Stjörnumenn og þeir minnka þetta niður í eitt stig. 2. mín (2-7): Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflavíkur, meiðist hér og þarf að fara útaf. Spurning hversu alvarlegt þetta er. 2. mín (0-5): Keflvíkingar byrja betur og skora fyrstu stigin. 1. mín (0-0): Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Liðin berjast bæði um þessi vinsælu fjögur efstu sæti deildarinnar og tryggja þar með heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrir leik: Keflvíkingar unnu Skallagrímsmenn í síðustu umferð, 78-75, í Keflavík en Stjarnan tapaði aftur á móti illa fyrir Tindastól á útivelli. Fyrir leik: Leikmenn komnir inn á völlinn og farnir að hita upp. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og greinilega hugur í mönnum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira