Bílasala í Evrópu upp um 7% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 10:20 Ný kynslóð Volkswagen Passat hjálpaði mikið til við góðan vöxt hjá Volkswagen. Sala bíla í Evrópu hélt áfram að vaxa í síðasta mánuði líkt og í janúar. Salan í febrúar var 7% meiri en árið á undan og er salan samtals á árinu 6,6% meiri en í fyrra. Til loka febrúar hafa 1,99 milljón bíla selst í Evrópu. Þessi vöxtur nú er talsvert meiri en spáð hafði verið fyrir upphaf ársins, en margir höfðu spáð 2-3% vexti í ár. Nú hallast menn frekar að því að vöxturinn verði um 5%. Vel gekk að selja hjá Volkswagen bílafjölskyldunni og þar varð 11% vöxtur. Mjög vel gekk hjá Seat sem jók söluna um 23% en hjá Volkswagen merkinu sjálfu var vöxturinn 11%. Skoda jók söluna um 8%. Gangur frönsku bílaframleiðandanna var ólíkur, en Renault sá 14% vöxt í sölu en PSA/Peugeot-Citroën aðeins 1%. Fiat náði 5,1% vexti en góða sala Jeep bíla skapaði 11% vöxt hjá Fiat Chrysler Automobiles. Sala Opel jókst um 6%, Ford um 6,8%, Nissan um 27%, Toyota um 7%, Kia um 6% en sala Hyundai bíla stóð í stað á milli ára. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent
Sala bíla í Evrópu hélt áfram að vaxa í síðasta mánuði líkt og í janúar. Salan í febrúar var 7% meiri en árið á undan og er salan samtals á árinu 6,6% meiri en í fyrra. Til loka febrúar hafa 1,99 milljón bíla selst í Evrópu. Þessi vöxtur nú er talsvert meiri en spáð hafði verið fyrir upphaf ársins, en margir höfðu spáð 2-3% vexti í ár. Nú hallast menn frekar að því að vöxturinn verði um 5%. Vel gekk að selja hjá Volkswagen bílafjölskyldunni og þar varð 11% vöxtur. Mjög vel gekk hjá Seat sem jók söluna um 23% en hjá Volkswagen merkinu sjálfu var vöxturinn 11%. Skoda jók söluna um 8%. Gangur frönsku bílaframleiðandanna var ólíkur, en Renault sá 14% vöxt í sölu en PSA/Peugeot-Citroën aðeins 1%. Fiat náði 5,1% vexti en góða sala Jeep bíla skapaði 11% vöxt hjá Fiat Chrysler Automobiles. Sala Opel jókst um 6%, Ford um 6,8%, Nissan um 27%, Toyota um 7%, Kia um 6% en sala Hyundai bíla stóð í stað á milli ára.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent