Lífið

Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sveitin ferðast víða um heim en kemur svo til landsins í ágúst.
Sveitin ferðast víða um heim en kemur svo til landsins í ágúst. Mynd/Meredith Truax
Hljómsveitin Of Monsters and Men mun koma fram í Hörpu í ágúst. Sveitin sendir frá sér sína aðra breiðskífu í sumar og leggur sveitin af stað í tónleikaferðalag víða um heim í maímánuði.

„Við hlökkum mikið til að spila í Hörpu í ágúst. Það verður gott að koma aðeins heim, halda tónleika og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson um fyrirhugaða tónleika hér á landi.

Hin nýja plata sveitarinnar mun bera titilinn Beneath the Skin og verður gefin út hér á landi á vegum Record Records. Sveitin sendi frá sér lagið Crystals í gær, sem er fyrsta smáskífan af plötunni. Meðlimir OMAM hafa dvalið ýmist hér á landi eða í Los Angeles undanfarið ár og unnið með upptökustjóranum Rich Costey. Hann hefur unnið með sveitum á borð við Muse, Death Cab for Cutie og Interpol.

Sveitin hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og komið fram á hátíðum á borð við Lollapalooza, Bonnaroo, Coachella, Glastonbury og spilað um allan heim á tónleikum. Fyrsta stopp sveitarinnar á tónleikaferðalaginu í ár verður í Toronto í Kanada þann 4. maí.

Hægt er að nálgast nýja lagið, Crystals, inn á Tónlist.is.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.