Lífið

Snúðurinn er dottinn úr tísku

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þetta lúkk er komið úr tísku.
Þetta lúkk er komið úr tísku. Vísir/Getty
„Segðu nei við snúðnum,“ segir í umfjöllun bandaríska tímaritsins GQ Magazine um hárgreiðslu sem hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Hún hefur verið mikilvægur hluti heildarútlits sumra sem væntanlega yrðu skilgreindir sem „hipsterar“.

Í umfjöllun GQ kemur fram að Leonardo DiCaprio sé nú kominn með snúð og þar af leiðandi sé hann orðinn gamaldags. Áður fyrr þótti þetta vera mjög glæsilegt, en þó djarft, „lúkk“, en nú er sjarminn farinn af því, að mati blaðamanna tímabilsins.

„Ef þú ert svo heppinn að vera með sítt hár, láttu það bara hanga,“ segir í umfjölluninni.

Í umfjöllunni er farið yfir fleiri greiðslur og hvort þær geti orðið vinsælar á nýju ári. Blaðamenn tímaritsins mæla með því að menn klippi sig mjög stutt og verði allt að því snoðaðir. Einnig er sítt hár í tísku, en blaðamennirnir mæla með því að láta hárgreiðslufólk snyrta hárið reglulega, á meðan verið er að safna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×