Lífið

Vilja stuðla að bættri heilsu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal eru stoltir af bókinni.
Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal eru stoltir af bókinni. mynd/aðsend
Við viljum auðvitað stuðla að bættri heilsu landans. Sá sem getur ekki búið til hafragraut þarf ekkert að óttast. Hann ætti samt að geta búið sér til djús úr þessari bók,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, annar af eigendum Lemon.

Hann er ásamt Jóni Gunnari Geirdal, hinum eiganda Lemon, að senda frá sér bókina Djúsbók Lemon. „Við reynum að byggja safana upp á einfaldan hátt og vera ekki með fleiri en þrjú til fjögur hráefni. Annars lætur maður hugmyndaflugið ráða þegar maður er að prófa sig áfram,“ segir Jón Arnar, spurður út í leyndarmálið.

Bókin kemur út í dag hjá Forlaginu en hún er þó ekki það eina sem þeir félagar eru með í prjónunum því þeir stefna einnig á að opna fleiri staði á nýju ári. „Síðasta ár var frábært hjá okkur og það er klárt að nýja árið verður spennandi hjá Lemon.“ Stefnt er að því að opna tvo nýja Lemon-staði á árinu en þó er ekki staðfest hvenær og hvar þeir verða opnaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×