Frægt fólk á Íslandi árið 2014 2. janúar 2015 11:00 Margar þekktar stjörnur sóttu Ísland heim á árinu sem er að líða. Sumar létu lítið fyrir sér fara á meðan að aðrar voru ekki að fela neitt. Nordicphotos/Getty Ísland er eins og flestar vita, að verða einn heitasti staðurinn í heiminum til þess að heimsækja en margir þekktir einstaklingar sóttu landið heim á árinu. Heimsfrægir leikarar, tónlistarmenn og athafnafólk dvöldu hér á landi í ýmist langan eða stuttan tíma og spruttu að jafnaði upp umræður um tiltekið fólk í kjölfarið. Fjöldi tónleika og kvikmyndaverkefna varð þess valdandi að margir komu hingað en þó var einnig talsverður fjöldi þekktra stjarna sem kom hingað til þess að fá frí og hvíla lúin bein.Beyoncé og Jay ZNordicphotos/Getty Eitt heitasta og elskaðasta par heimsins í dag, Beyoncé og Jay Z, sóttu Ísland heim fyrir skömmu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um parið á meðan á dvölinni stóð, náðu þau að vera út af fyrir sig og hylja slóð sína. Beyoncé birti svo myndir frá Íslandi og er greinilegt að parið naut sín vel hér á landi.Jordan Belfort og John Galliano Jordan Belfort, eða úlfurinn á Wall Street kom og miðlaði sinni þekkingu í maímánuði. Hann varð sérlega þekktur eftir að myndin, The Wolf of Wall Street kom út, en hún er byggð á sögu hans og ævi. John Galliano mætti hingað til lands í desember, ásamt kærasta sínum, stílistanum Alexis Roche og Vogue-ritstjóranum margrómaða Hamish Bowles. Galliano er einn frægasti fatahönnuður í heimi og hefur meðal annars stýrt tískuhúsum á borð við Givenchy, Dior og Galliano.Robbie Fowler og Peter Schmeichel Marka- hrókurinn Robbie Fowler hitti almenna aðdáendur sína og Pool-ara á Spot í mars á árinu. Danski markmaðurinn Peter Schmeichel kom til Íslands í september. Hann hjólaði meðal annars um landið og tók einnig lagið á Danska barnum, enda mikill töffari hér á ferð.Chrissy Teigen og Cara Delevingne Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans Johns Legend, heimsótti landið í ágústmánuði. Teigen setti meðal annars myndir af sér á Instagram þar sem hún var að spóka sig við Reykjavíkurhöfn, hún klæddist stórri úlpu og skrifaði undir myndina. „Staðreynd. Ísland er kalt.“ Súpermódelið Cara Delevingne kom hingað til lands í mars. Hún birti myndband á Instagram-reikningi sínum af komusalnum í Leifstöð. Ian McKellen Ian McKellen kom hingað til lands í september. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. Hann dvaldi meðal annars á skemmtistaðnum Bravó í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr. Silla.Daryl Hannah Leikkonan Daryl Hannah varði talsverðum tíma á Íslandi í ágúst. En hún var, eins og leikarinn Naveen Andrews, stödd hér á landi við tökur á nýrri sjónvarpsseríu, Sense8. Naveen Andrews Leikarinn Naveen Andrews, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, heimsótti landið í ágúst. Hann var hress og leyfði fólki meðal annars að fá myndir af sér með honum. Naveen var hér á landi til að leika í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Sense8.Stanley Tucci Bandaríski kvikmyndaleikarinn Stanley Tucci teygaði ölið á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði þegar tökumann Stöðvar 2 bar að garði. Hann kom hingað til lands vegna sjónvarpsþáttanna Fortitude, en tökur á þeim fóru fram á Reyðarfirði og Eskifirði. Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Ísland er eins og flestar vita, að verða einn heitasti staðurinn í heiminum til þess að heimsækja en margir þekktir einstaklingar sóttu landið heim á árinu. Heimsfrægir leikarar, tónlistarmenn og athafnafólk dvöldu hér á landi í ýmist langan eða stuttan tíma og spruttu að jafnaði upp umræður um tiltekið fólk í kjölfarið. Fjöldi tónleika og kvikmyndaverkefna varð þess valdandi að margir komu hingað en þó var einnig talsverður fjöldi þekktra stjarna sem kom hingað til þess að fá frí og hvíla lúin bein.Beyoncé og Jay ZNordicphotos/Getty Eitt heitasta og elskaðasta par heimsins í dag, Beyoncé og Jay Z, sóttu Ísland heim fyrir skömmu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um parið á meðan á dvölinni stóð, náðu þau að vera út af fyrir sig og hylja slóð sína. Beyoncé birti svo myndir frá Íslandi og er greinilegt að parið naut sín vel hér á landi.Jordan Belfort og John Galliano Jordan Belfort, eða úlfurinn á Wall Street kom og miðlaði sinni þekkingu í maímánuði. Hann varð sérlega þekktur eftir að myndin, The Wolf of Wall Street kom út, en hún er byggð á sögu hans og ævi. John Galliano mætti hingað til lands í desember, ásamt kærasta sínum, stílistanum Alexis Roche og Vogue-ritstjóranum margrómaða Hamish Bowles. Galliano er einn frægasti fatahönnuður í heimi og hefur meðal annars stýrt tískuhúsum á borð við Givenchy, Dior og Galliano.Robbie Fowler og Peter Schmeichel Marka- hrókurinn Robbie Fowler hitti almenna aðdáendur sína og Pool-ara á Spot í mars á árinu. Danski markmaðurinn Peter Schmeichel kom til Íslands í september. Hann hjólaði meðal annars um landið og tók einnig lagið á Danska barnum, enda mikill töffari hér á ferð.Chrissy Teigen og Cara Delevingne Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans Johns Legend, heimsótti landið í ágústmánuði. Teigen setti meðal annars myndir af sér á Instagram þar sem hún var að spóka sig við Reykjavíkurhöfn, hún klæddist stórri úlpu og skrifaði undir myndina. „Staðreynd. Ísland er kalt.“ Súpermódelið Cara Delevingne kom hingað til lands í mars. Hún birti myndband á Instagram-reikningi sínum af komusalnum í Leifstöð. Ian McKellen Ian McKellen kom hingað til lands í september. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. Hann dvaldi meðal annars á skemmtistaðnum Bravó í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr. Silla.Daryl Hannah Leikkonan Daryl Hannah varði talsverðum tíma á Íslandi í ágúst. En hún var, eins og leikarinn Naveen Andrews, stödd hér á landi við tökur á nýrri sjónvarpsseríu, Sense8. Naveen Andrews Leikarinn Naveen Andrews, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, heimsótti landið í ágúst. Hann var hress og leyfði fólki meðal annars að fá myndir af sér með honum. Naveen var hér á landi til að leika í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Sense8.Stanley Tucci Bandaríski kvikmyndaleikarinn Stanley Tucci teygaði ölið á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði þegar tökumann Stöðvar 2 bar að garði. Hann kom hingað til lands vegna sjónvarpsþáttanna Fortitude, en tökur á þeim fóru fram á Reyðarfirði og Eskifirði.
Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira