Lífið

Leiðbeinir körlum og konum í samskiptum kynjanna

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Erin Brandt
Erin Brandt
„Síðan ég hitti makann minn höfum við haldið fjölda námskeiða sem eiga að hjálpa konum og körlum með að skilja hvert annað betur. Ég ferðast allt árið í kring og það sem ég hef uppgötvað er að það er oft tími á undan kynlífi þar sem konur geta verið mjög óskýrar með það sem þær þurfa og vilja,“ segir Kanadakonan Erin Michaela Brandt, sem stendur fyrir fimm námskeiðum í Reykjavík um helgina og í vikunni í Natha Yogacenter.

Erin mun halda námskeið daglega frá því í dag til þriðjudags en námskeiðin eru ýmist fyrir karla og konur. „Körlum hefur verið kennt af samfélaginu að það sé skortur á kynlífi og að karlar vilji kynlíf meira en konur. Þannig rökleysur láta menn oft vera ýtna í samskiptum við konur en það er einmitt öfugt við það sem þær þurfa.  Þær vilja að karlar hægji á sér og sýni þeim athygli og áhuga.“

Erin segist leggja áherslu á það að fólk leggji sig fram við að skilja hvort annað þegar það kemur að samskiptum kynjanna, sama hvort það sé í rómantísku samhengi eður ei. „Við eigum það til að dæma fyrst í staðinn fyrir að reyna að skilja en þegar fólk áttar sig á góðum ásetningi hins aðilans, þá fer það að hlusta meira og skilja aðilann betur.“

Hér fyrir neðan má sjá Facebook-síður námskeiðanna:

Áskorun til karla (fyrir karla - frítt)

Man-Panel (fyrir konur)

Takmörk og móttækileiki (fyrir konur)

Áskorun til karla 2 (fyrir karla)

Leikjakvöld karla og kvenna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×