Handbolti

Grótta og Fram byrjuðu á sigrum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu. Vísir/Vilhelm
Grótta og Fram eru komin með 1-0 forystu í einvígum sínum í 8-liða úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta.

Deildarmeistarar Gróttu höfðu betur gegn Selfyssingum á heimavelli, 28-21, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik.

Fylkiskonur voru aðeins tveimur mörkum undir gegn Fram að loknum fyrri hálfleik, 13-11, en þær bláklæddu gáfu í eftir hlé og unnu að lokum tíu marka sigur, 27-17.

Ragnheiður Júlíusdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir Fram en Thea Imani Sturludóttir var langmarkhæst hjá Fylki með níu mörk.

ÍBV og Valur eru einnig komin yfir í sínum rimmum en næsta umferð í úrslitakeppninni fer fram á miðvikudagskvöldið. Tvo sigra þarf til að komast áfram í undanúrslitin.

Fram - Fylkir 27-17 (13-11)

Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Hulda Dagsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Elva Þóra Anardóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hafdís Iura 1, Marthe Sördal 1, María Karlsdóttir 1.

Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 9, Sigrún Birna Arnardóttir 3, Ólf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Vera Pálsdóttir 1.

Grótta - Selfoss 28-21

Upplýsingar um markaskorara hafa ekki borist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×