Veiðivötn opna eftir tvær vikur en mikill snjór er enn á svæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2015 10:42 Flottir fiskar úr Grænavatni í fyrra Mynd: Bryndís Eitt vinsælasta veiðisvæði landsins er klárlega vatnasvæðið sem nefnist Veiðivötn en margir veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að komast þangað. Svæðið nýtur það mikilla vinsælda að eina leiðin til að komast í veiði þar er að bóka með góðum fyrirvara árið áður. Það er heldur ekkert skrítið að Veiðivötn séu vinsæl því góð blanda af einstakri náttúrufegurð og góðri veiði gerir hvern dag við vötnin að sannkallaðri upplifun. Veiðin í vötnunum er misjafnlega góð en mest er veitt í Litla Sjó enda aðgengi að honum gott og vatnið stórt. Fluguveiði nýtur einnig vaxandi vinsælda á þessu svæði sem einu sinni var bara veitt á makríl og spún en þeir sem ná góðu sambandi við vötnin geta veitt feykilega vel á fluguna. Veiðivötn opna 18. júní eins og venjulega og það sem helst veldur pínu áhyggjum er mikill snjór á svæðinu en hann bráðnar hægt í þessu kalda vori. Líklega koma veiðiverðir til með að þurfa moka frá nokkrum húsum svo það sé hægt að komast í þau og auðsýnt að jarðvegurinn verður blautur og viðkvæmur, með öðrum orðum það gæti orðið pínu drulla þegar frost er að fara úr jörðu. Kosturinn við þetta snjómagn er aftur á móti það að núna þarf líklega ekki að mæta með neinn ís til að halda fiskinum köldum á meðan á veiðunum stendur því nóg er af sköflum út um allt svæðið. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin fer af stað og vonandi að sumarið fari að láta sjá sig svo það verði ekki of kalt fyrstu dagana. Þeir sem vilja fylgjast með snjóalögum við húsin geta skoðað þennan link hér frá ehimasíðu Veiðivatna. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Eitt vinsælasta veiðisvæði landsins er klárlega vatnasvæðið sem nefnist Veiðivötn en margir veiðimenn bíða með óþreyju eftir því að komast þangað. Svæðið nýtur það mikilla vinsælda að eina leiðin til að komast í veiði þar er að bóka með góðum fyrirvara árið áður. Það er heldur ekkert skrítið að Veiðivötn séu vinsæl því góð blanda af einstakri náttúrufegurð og góðri veiði gerir hvern dag við vötnin að sannkallaðri upplifun. Veiðin í vötnunum er misjafnlega góð en mest er veitt í Litla Sjó enda aðgengi að honum gott og vatnið stórt. Fluguveiði nýtur einnig vaxandi vinsælda á þessu svæði sem einu sinni var bara veitt á makríl og spún en þeir sem ná góðu sambandi við vötnin geta veitt feykilega vel á fluguna. Veiðivötn opna 18. júní eins og venjulega og það sem helst veldur pínu áhyggjum er mikill snjór á svæðinu en hann bráðnar hægt í þessu kalda vori. Líklega koma veiðiverðir til með að þurfa moka frá nokkrum húsum svo það sé hægt að komast í þau og auðsýnt að jarðvegurinn verður blautur og viðkvæmur, með öðrum orðum það gæti orðið pínu drulla þegar frost er að fara úr jörðu. Kosturinn við þetta snjómagn er aftur á móti það að núna þarf líklega ekki að mæta með neinn ís til að halda fiskinum köldum á meðan á veiðunum stendur því nóg er af sköflum út um allt svæðið. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin fer af stað og vonandi að sumarið fari að láta sjá sig svo það verði ekki of kalt fyrstu dagana. Þeir sem vilja fylgjast með snjóalögum við húsin geta skoðað þennan link hér frá ehimasíðu Veiðivatna.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði