Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-17 | Valur slátraði toppliðinu Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 31. október 2015 00:01 Vera Lopes er í stóru hlutverki í liði ÍBV. vísir/valli Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira