Golf

Þolinmæði lykillinn að vallarmetinu

Kristján og Davíð kylfusveinn hans á þriðja hring á Smáþjóðaleikunum.
Kristján og Davíð kylfusveinn hans á þriðja hring á Smáþjóðaleikunum. Vísir
Íslenska landsliðið í golfi sigraði með yfirburðum á Smáþjóðaleikunum sem kláraðist í gær en liðið skipa þeir Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Kristján Þór Einarsson

Kristján lék best allra og sigraði í einstaklingskepninni en hann lék hringina fjóra á Korpunni á sex höggum undir pari samtals.

Hann setti einnig glæsilegt vallarmet á þriðja hring upp á 64 högg en Kristján segist vera að spila vel þessa dagana.

„Lykillinn að sigrinum var þolinmæði. Ég var ekkert að fara fram úr mér þótt að skorið hjá mér hefði verið svona gott, mér tókst að einbeita mér alltaf að næsta höggi og halda mér einbeittum. Ég var að slá vel og teighöggin voru sérstaklega góð, það hjálpar alltaf.“

Kristján vonast til þess að byggja ofan á þessa frammistöðu það sem eftir er af tímabilinu.

„Núna nær maður vonandi að halda þessum dampi út sumarið, það er næsta markmið".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×