#Þöggun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2015 07:00 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sendi nú í aðdraganda Þjóðhátíðar um verslunarmannahelgi bréf til allra viðbragðsaðila á svæðinu þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Í bréfinu rökstuddi hún mál sitt meðal annars með því að þegar ákæra hefur verið birt séu mál orðin opinber og fjölmiðlar fái þá aðgang að þeim.Bréfið, sem birtist á Vísi, hefur vakið hörð viðbrögð. Þó það nú væri. Fyrir innan við viku var gengin fjölmenn Drusluganga um allt land þar sem fórnarlömb kynferðisbrota, aðstandendur og aðrir skiluðu skömminni sem fylgir slíkum brotum aftur til gerenda. Fyrr í sumar deildu sláandi margar konur reynslu sinni af kynferðisofbeldi í Beauty Tips-byltingunni svokölluðu. Undanfarin misseri hefur umræðu um nauðganir og önnur kynferðisbrot þannig borið hátt og líklegt að viðvarandi hugarfarsbreyting varðandi þennan brotaflokk sé að verða. En sú hugarfarsbreyting virðist ekki hafa skilað sér yfir hafið með Herjólfi. Því er ógerlegt annað en að spyrja: Hefur lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í alvöru skilið skilaboð samfélagsins síðustu misseri með þeim hætti að verið sé að kalla eftir minni umræðu og upplýsingum um kynferðisbrot? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem umræðu um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð ber á góma. Árið 2011 neitaði Þjóðhátíðarnefnd Stígamótum um aðstöðu og lýsti formaður nefndarinnar því yfir að „samtökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og það reyni frekar að ýta undir það en hitt. Vandamálin eru alltaf miklu fleiri og stærri þegar Stígamót eru á staðnum“. Það ætti kannski ekki að koma á óvart en árið 2011 var ekkert launungarmál hjá aðstandendum hátíðarinnar að undirrót þessa ófyrirleitna málflutnings var að umfjöllun um kynferðisbrot hefði áhrif á fjölda þátttakenda og skaðaði hátíðina. Í þessu ljósi er rétt að velta því upp hvort þessar yfirlýsingar lögreglustjórans markist raunverulega af umhyggju fyrir fórnarlömbum kynferðisofbeldis eða hvort um sé að ræða, eins og árið 2011, alveg óvenju óforskammaða leið til að vernda hátíðina fyrir slæmu umtali og þannig fjárhagslega hagsmuni heimamanna. Tölfræði í ársskýrslum þar sem upplýsingar eru ekki sundurgreindar er einfaldlega ekki nóg. Og það að vísa til þess að fjölmiðlar fái aðgang að ákærum lýsir fullkominni vanþekkingu á upplýsinga-, eftirlits- og aðhaldshlutverki þeirra. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að á árunum 2008-9 bárust lögreglunni 189 kærur um nauðgun, þar af var rannsókn hætt í 101 skipti. Af þeim 88 málum sem send voru til ríkissaksóknara voru 57 mál felld niður, eða 64 prósent. Frá árinu 2004 hefur það aðeins gerst þrisvar að ekki var tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Hátt í eitt hundrað hafa leitað til Stígamóta vegna kynferðisbrota á útihátíðum frá árinu 2004. Það er því ljóst að málin sem enda í ákæru og verða þannig opinber segja ekki alla söguna, og raunar eiginlega bara innganginn. Almenningur á rétt á því að vita ef nauðganir og önnur kynferðisbrot eru fylgifiskar útihátíða. Það skiptir máli fyrir upplýsta umræðu um þá meinsemd sem kynferðisbrot eru í okkar samfélagi en er ekki síður öryggisatriði á meðan á hátíðunum stendur. Gestir útihátíða, sem margir hverjir eru mjög ungir að aldri, og aðstandendur þeirra verða að geta brugðist við því ef fjöldi kynferðisafbrota kemur upp á útihátíð einhvers staðar á landinu. En síðast en ekki síst eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis skilið virðingu, skilning og umhyggju okkar allra. Tilraunir embættismanna til að þagga niður brotin eru ekki til marks um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sendi nú í aðdraganda Þjóðhátíðar um verslunarmannahelgi bréf til allra viðbragðsaðila á svæðinu þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Í bréfinu rökstuddi hún mál sitt meðal annars með því að þegar ákæra hefur verið birt séu mál orðin opinber og fjölmiðlar fái þá aðgang að þeim.Bréfið, sem birtist á Vísi, hefur vakið hörð viðbrögð. Þó það nú væri. Fyrir innan við viku var gengin fjölmenn Drusluganga um allt land þar sem fórnarlömb kynferðisbrota, aðstandendur og aðrir skiluðu skömminni sem fylgir slíkum brotum aftur til gerenda. Fyrr í sumar deildu sláandi margar konur reynslu sinni af kynferðisofbeldi í Beauty Tips-byltingunni svokölluðu. Undanfarin misseri hefur umræðu um nauðganir og önnur kynferðisbrot þannig borið hátt og líklegt að viðvarandi hugarfarsbreyting varðandi þennan brotaflokk sé að verða. En sú hugarfarsbreyting virðist ekki hafa skilað sér yfir hafið með Herjólfi. Því er ógerlegt annað en að spyrja: Hefur lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í alvöru skilið skilaboð samfélagsins síðustu misseri með þeim hætti að verið sé að kalla eftir minni umræðu og upplýsingum um kynferðisbrot? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem umræðu um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð ber á góma. Árið 2011 neitaði Þjóðhátíðarnefnd Stígamótum um aðstöðu og lýsti formaður nefndarinnar því yfir að „samtökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og það reyni frekar að ýta undir það en hitt. Vandamálin eru alltaf miklu fleiri og stærri þegar Stígamót eru á staðnum“. Það ætti kannski ekki að koma á óvart en árið 2011 var ekkert launungarmál hjá aðstandendum hátíðarinnar að undirrót þessa ófyrirleitna málflutnings var að umfjöllun um kynferðisbrot hefði áhrif á fjölda þátttakenda og skaðaði hátíðina. Í þessu ljósi er rétt að velta því upp hvort þessar yfirlýsingar lögreglustjórans markist raunverulega af umhyggju fyrir fórnarlömbum kynferðisofbeldis eða hvort um sé að ræða, eins og árið 2011, alveg óvenju óforskammaða leið til að vernda hátíðina fyrir slæmu umtali og þannig fjárhagslega hagsmuni heimamanna. Tölfræði í ársskýrslum þar sem upplýsingar eru ekki sundurgreindar er einfaldlega ekki nóg. Og það að vísa til þess að fjölmiðlar fái aðgang að ákærum lýsir fullkominni vanþekkingu á upplýsinga-, eftirlits- og aðhaldshlutverki þeirra. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að á árunum 2008-9 bárust lögreglunni 189 kærur um nauðgun, þar af var rannsókn hætt í 101 skipti. Af þeim 88 málum sem send voru til ríkissaksóknara voru 57 mál felld niður, eða 64 prósent. Frá árinu 2004 hefur það aðeins gerst þrisvar að ekki var tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Hátt í eitt hundrað hafa leitað til Stígamóta vegna kynferðisbrota á útihátíðum frá árinu 2004. Það er því ljóst að málin sem enda í ákæru og verða þannig opinber segja ekki alla söguna, og raunar eiginlega bara innganginn. Almenningur á rétt á því að vita ef nauðganir og önnur kynferðisbrot eru fylgifiskar útihátíða. Það skiptir máli fyrir upplýsta umræðu um þá meinsemd sem kynferðisbrot eru í okkar samfélagi en er ekki síður öryggisatriði á meðan á hátíðunum stendur. Gestir útihátíða, sem margir hverjir eru mjög ungir að aldri, og aðstandendur þeirra verða að geta brugðist við því ef fjöldi kynferðisafbrota kemur upp á útihátíð einhvers staðar á landinu. En síðast en ekki síst eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis skilið virðingu, skilning og umhyggju okkar allra. Tilraunir embættismanna til að þagga niður brotin eru ekki til marks um það.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun