Lífið

Verzló góður undirbúningur

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
María segir sigurinn hafa komið sér á óvart og hún sé enn að átta sig á honum.
María segir sigurinn hafa komið sér á óvart og hún sé enn að átta sig á honum. Vísir/AndriMarinó
Flytjendur og höfundar laganna sem höfnuðu í fyrsta og öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld eru allir fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. Þá vaknar sú spurning hvort skólinn sé sérstaklega góður undirbúningur fyrir keppnir á borð við Söngvakeppnina.

„Ætli það ekki, í Versló fær maður gríðarlega góð tækifæri. Það eru söngleikir og stór tónlistarkeppni og góð tækifæri fyrir nemendur til þess að æfa sig í því að koma fram,“ segir söngkonan María Ólafsdóttir sem bar sigur úr býtum á laugardagskvöld með laginu Unbroken sem samið er af StopWaitGo, þeim Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni.

StopWaitGo áttu einnig lagið sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, Once Again, sem flutt var af Friðriki Dór Jónssyni.

María segist enn vera að átta sig á sigrinum. „Þetta var ótrúlega gaman og kom ótrúlega mikið á óvart líka, ég bjóst engan veginn við þessu. Í byrjun keppninnar í gær þá hafði ég ekki hugmynd um hver myndi taka þetta,“ segir María hress og bætir við: „Svo þegar við vorum komin í einvígið var ég alveg hundrað prósent á því að Frikki myndi taka þetta.“

Svo varð þó ekki og María heldur til Vínar í Austurríki og tekur þátt fyrir hönd Íslands í Eurovisionkeppninni sem fram fer í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.