Tesla stefnir að 70% söluaukningu í ár Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 12:57 Elon Musk, forstjóri Tesla kynnir Model S bílinn. Fáir bílaframleiðendu spá fyrir um 70% aukningu í sölu bíla sinna fyrir þetta ár, en það gerir bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla. Í fyrra seldi Tesla um 32.000 bíla en ætlar að selja 55.000 í ár. Tesla mun kynna Model X jeppling sinn á þessu ári og fyrirtækið hefur þegar fengið 20.000 pantanir í bílinn. Við upphaf þessa árs hafði Tesla að auki fengið 10.000 pantanir í Tesla Model S bíl sinn, svo pantanir liggja fyrir í ekki ósvipaðan fjölda bíla í ár og Tesla seldi allt árið í fyrra. Tesla ætlar þó ekki að láta nægja að auka framleiðslu sína stórlega í ár heldur ætlar það einnig að fjárfesta mikið í hleðslustöðvaneti sínu víða um heiminn, útsölustöðum og þjónustustöðum. Auk þess fer mikið fé í þróun Model 3 bílsins, svo eyðsla fjár hjá Tesla verður gríðarlegt á árinu og haft hefur verið eftir Elon Musk, forstjóra Tesla að fjárfesting fyrirtækisins verði stjarnfræðileg í ár. Tesla er einnig að byggja risarafhlöðuverksmiðju fyrir utan borgina Reno í Nevada fylki og er það mjög fjárfrek framkvæmd. Öll þessi uppbygging Tesla, bæði undanfarið og á næstu árum er ávísun á taprekstur þó bílasalan sé ágæt. Í fyrra nam tap Tesla 39 milljörðum króna, en árið 2013 var tapið 10 milljarðar króna. Velta Tesla var 425 milljarðar króna í fyrra og jókst mjög frá árinu áður er hún var 265 milljarðar og aðeins 55 milljarðar árið 2012. Í ár stefnir í um 800 milljarða króna veltu hjá Tesla og er það lýsandi fyrir gríðarlegan vöxt Tesla. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent
Fáir bílaframleiðendu spá fyrir um 70% aukningu í sölu bíla sinna fyrir þetta ár, en það gerir bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla. Í fyrra seldi Tesla um 32.000 bíla en ætlar að selja 55.000 í ár. Tesla mun kynna Model X jeppling sinn á þessu ári og fyrirtækið hefur þegar fengið 20.000 pantanir í bílinn. Við upphaf þessa árs hafði Tesla að auki fengið 10.000 pantanir í Tesla Model S bíl sinn, svo pantanir liggja fyrir í ekki ósvipaðan fjölda bíla í ár og Tesla seldi allt árið í fyrra. Tesla ætlar þó ekki að láta nægja að auka framleiðslu sína stórlega í ár heldur ætlar það einnig að fjárfesta mikið í hleðslustöðvaneti sínu víða um heiminn, útsölustöðum og þjónustustöðum. Auk þess fer mikið fé í þróun Model 3 bílsins, svo eyðsla fjár hjá Tesla verður gríðarlegt á árinu og haft hefur verið eftir Elon Musk, forstjóra Tesla að fjárfesting fyrirtækisins verði stjarnfræðileg í ár. Tesla er einnig að byggja risarafhlöðuverksmiðju fyrir utan borgina Reno í Nevada fylki og er það mjög fjárfrek framkvæmd. Öll þessi uppbygging Tesla, bæði undanfarið og á næstu árum er ávísun á taprekstur þó bílasalan sé ágæt. Í fyrra nam tap Tesla 39 milljörðum króna, en árið 2013 var tapið 10 milljarðar króna. Velta Tesla var 425 milljarðar króna í fyrra og jókst mjög frá árinu áður er hún var 265 milljarðar og aðeins 55 milljarðar árið 2012. Í ár stefnir í um 800 milljarða króna veltu hjá Tesla og er það lýsandi fyrir gríðarlegan vöxt Tesla.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent