Lífið

Kostnaðurinn við að bjarga Matt Damon áætlaður 117 þúsund milljarðar króna

Atli Ísleifsson skrifar
Matt Damon.
Matt Damon. Vísir/AFP
Björgunarleiðangrar hafa margoft verið gerðir út af örkinni á hvíta tjaldinu til að bjarga persónum sem leiknar eru af Matt Damon.

Svissneski rannsakandinn Kynan Eng, sem starfar í Zürich, hefur nú tekið þessa leiðangra saman og áætlar að samanlagður kostnaður af því að bjarga Matt Damon sé um 900 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 117 þúsund milljaðar króna.

Matt Damon er ekki alltaf í hlutverki Jason Bourne sem bjargar sér yfirleitt á eigin spýtur. Búið er að bjarga persónum Damon úr meiriháttar vandræðum í myndum á borð við Saving Private Ryan, Interstellar, The Martian og fjölda annarra.

Þessir leiðangrar hefðu heldur betur kostað sitt í raunveruleikanum og hefur Eng tekið saman áætlaðan kostnað í hverri mynd fyrir sig, þar sem hann notast við verðlag dagsins í dag.

Myndirnar sem Eng skoðar eru eftirfarandi:

  • Courage Under Fire (300 þúsund dalir)
  • Saving Private Ryan (100 þúsund dalir)
  • Titan AE (200 milljarðar dala)
  • Syriana (50 þúsund dalir)
  • Green Zone (50 þúsund dalir)
  • Elysium (100 milljónir dala)
  • Interstellar (500 milljarðar dala)
  • The Martian (200 milljarðar dala)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×