Volkswagen Golf GTE Sport í Wörthersee Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 12:46 Volkswagen Golf GTE Sport. Volkswagen Golf bílar eru einir algengustu bílar heims, en það verður ekki sagt um hann þennan. Þessi Golf er tilraunaverkefni sem Volkswagen ætlar að sýna á hinni árlegu tilraunabílasýningu Volkswagen Group bíla sem haldin er við vatnið Wörthersee í Austurríki. Volkswagen Golf GTE Sport er 395 hestafla ofurkerra og tvíorkubíll. Hann er bæði með öflugan brunamótor og rafmótora og er aðeins 4,3 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 280 km/klst. Ytra útlit bílsins er nú nógu framúrstefnulegt en það á ef til vill enn frekar við innra útlit hans. Þar er líkt og kíkt sé inní framtíðina og ef til vill sér Volkswagen fyrir sér svona útlit í framtíðarbílum sínum. Mikið er notað af koltrefjum í bílinn, einnig að innan. Bíllinn er líklega ekki mjög notadrjúgur, en hann er aðeins teggja sæta og athygli vekur hár millistokkur sem er á milli framsætanna. Þetta fyrirkomulag er ekki líklegt að sjá í bílum Volkswagen í framtíðinni, en samt gæti eitthvað úr þessum tilraunabíl ratað í bílgerðir Volkswagen í framtíðinni. Það verður ekki tekið af þessum bíl að hann er ógnarfallegur. Hár miðjustokkurinn milli framsætanna vekur athygli.Framúrstefnulegt útlit. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Volkswagen Golf bílar eru einir algengustu bílar heims, en það verður ekki sagt um hann þennan. Þessi Golf er tilraunaverkefni sem Volkswagen ætlar að sýna á hinni árlegu tilraunabílasýningu Volkswagen Group bíla sem haldin er við vatnið Wörthersee í Austurríki. Volkswagen Golf GTE Sport er 395 hestafla ofurkerra og tvíorkubíll. Hann er bæði með öflugan brunamótor og rafmótora og er aðeins 4,3 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 280 km/klst. Ytra útlit bílsins er nú nógu framúrstefnulegt en það á ef til vill enn frekar við innra útlit hans. Þar er líkt og kíkt sé inní framtíðina og ef til vill sér Volkswagen fyrir sér svona útlit í framtíðarbílum sínum. Mikið er notað af koltrefjum í bílinn, einnig að innan. Bíllinn er líklega ekki mjög notadrjúgur, en hann er aðeins teggja sæta og athygli vekur hár millistokkur sem er á milli framsætanna. Þetta fyrirkomulag er ekki líklegt að sjá í bílum Volkswagen í framtíðinni, en samt gæti eitthvað úr þessum tilraunabíl ratað í bílgerðir Volkswagen í framtíðinni. Það verður ekki tekið af þessum bíl að hann er ógnarfallegur. Hár miðjustokkurinn milli framsætanna vekur athygli.Framúrstefnulegt útlit.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent