Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2015 14:45 Frá Íslandsmóti liða í CrossFit WOW Throwdown 2015 sem haldið var í Íþróttahúsi HK Digranesi fimmtudaginn 23. apríl 2015 Facebook-síða CFSÍ „Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð,“ segir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands. Tilefnið er sex mánaða keppnisbann sem dómstóll ÍSÍ kvað upp yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem kveðinn var upp á föstudaginn og birtur í gær. Farið var fram á tveggja ára dóm yfir Jóhanni Birgi en formaður lyfjaráðs sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði sætt sig við eins árs dóm. Niðurstaðan, sex mánaða keppnisbann, væri of stutt en Jóhann missir í mesta lagi af einum eða tveimur leikjum í upphafi næsta tímabils.Sjá einnig:Jóhann segir eiganda steradrykkjarins ekki náinn vinVísir fjallaði um dóminn yfir Jóhanni í gær og málsvörn hans. Þar kom fram að Jóhann sagðist hafa drukkið „eitthvað hjá crossfit kunningja sínum“ sem sagðist hafa verið „að taka anavar eins og 90 prósent af crossfitturum fyrir Evrópuleikana.“ Anavar er ein vinsælasta tegund stera hér á landi, er á töfluformi og hreinsast nokkuð fljótt út úr líkamanum.Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að dómurinn væri helst til of stuttur.Íþróttamenn eigi að axla ábyrgð á eigin gjörðum Í yfirlýsingu Svanhildar fyrir hönd CFSÍ kemur fram að auðvitað leynist svartir sauðir í öllum íþróttum. Sambandið fordæmi ólöglega lyfjanotkun að öllu leyti. „Það er samt sem áður ólíðandi að menn komist upp með það að sverta heila íþróttagrein eins og CrossFit í stað þess að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð, enda má öllum vera ljóst að íþróttamenn mælast ekki með viðlíka magn eins og í þessu tilfelli án eigin vitneskju um hvað er verið að innbyrða,“ segir Svanhildur. Minnt er á að ekki sé í fyrsta skipti að ræða sem íþróttamenn beri fyrir sig að hafa ekki vitað hvað þeir voru að láta ofan í sig. „Virðist það vera einfaldasta leiðin til að draga úr tímalengd dóma.“Frá Íslandsmótinu í liðafólki á dögunum.Mynd af Facebook-síðu CFSÍVilja aukið lyfjaeftirlit í CrossFit Fimmtán Íslendingar eru við undirbúning fyrir Evrópuleikana í CrossFit. Svanhildur segir að átta af þeim fimmtán hafi verið lyfjaprófaðir undanfarin tvö ár. Sumir einu sinni og sá sem oftast hefur farið í próf sex sinnum. Sterk tengsl eru á milli CrossFit og Lyftingasambands Íslands að því leyti að þeir sem æfa CrossFit eru margir hverjir reglulegir keppendur á mótum LSÍ. LSÍ heyrir undir ÍSÍ en iðkendur innan ÍSÍ eiga von á að vera teknir í lyfjapróf hvort sem er við æfingar eða keppni. „Allir þeir íþróttamenn sem keppa á vegum CrossFit á Evrópumótinu geta átt von á því að vera kallaðir í lyfjapróf hvenær sem er á árinu,“ segir Svanhildur. Þó ekki hér á landi en fari viðkomandi út til keppni erlendis. Sem dæmi séu allir sem vinni til verðlauna á Evrópuleikunum skikkaðir í lyfjapróf á vegum CrossFit Inc. sem stendur að leikunum sem og heimsmeistaramótinu í greininni. Aðspurð segir Svanhildur að lyfjamál hjá CrossFit hér á landi hafi verið í skoðun. Verið sé að leggja lokahönd á að skrifa regluramma fyrir CrossFit og í kjölfarið sé stefnt á að framkvæma tvö til fjögur lyfjapróf árlega. Gangi allt eftir muni lyfjaeftirlit ÍSÍ sjá um framkvæmdina.Keppendur í CrossFit hvetja hver annan.Mynd af Facebook-síðu CFSÍEngin tengsl Jóhanns við CrossFit Svanhildur og CFSÍ eru einnig ósátt við að í dómnum, sem birtur var á heimasíðu ÍSÍ í gær, komi fram síendurtekið „órökstuddar staðhæfingar íþróttamannsins, að efnin séu með einum eða öðrum hætti upprunin frá iðkenndum í CrossFit og að stór hluti þeirra sem keppa fyrir hönd Íslands í CrossFit séu á ólöglegum lyfjum.“ Minnt er á að Jóhann Birgir keppi í handbolta. Ekkert í dómnum tengi hann við þá íþrótt en orðið CrossFit komi margoft fyrir í dómnum, fjórum sinnum samkvæmt talningu blaðamanns. Jóhann Birgir sé ekki keppnismaður í CrossFit. Þá er tekið fram að Íslendingur hafi aldrei fallið á lyfjaprófi í CrossFit né hafi keppnismaður í CrossFit fallið á lyfjaprófi í annarri íþrótt.Dóminn í heild sinni má lesa hér að neðan. Tengdar fréttir Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
„Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð,“ segir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands. Tilefnið er sex mánaða keppnisbann sem dómstóll ÍSÍ kvað upp yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem kveðinn var upp á föstudaginn og birtur í gær. Farið var fram á tveggja ára dóm yfir Jóhanni Birgi en formaður lyfjaráðs sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði sætt sig við eins árs dóm. Niðurstaðan, sex mánaða keppnisbann, væri of stutt en Jóhann missir í mesta lagi af einum eða tveimur leikjum í upphafi næsta tímabils.Sjá einnig:Jóhann segir eiganda steradrykkjarins ekki náinn vinVísir fjallaði um dóminn yfir Jóhanni í gær og málsvörn hans. Þar kom fram að Jóhann sagðist hafa drukkið „eitthvað hjá crossfit kunningja sínum“ sem sagðist hafa verið „að taka anavar eins og 90 prósent af crossfitturum fyrir Evrópuleikana.“ Anavar er ein vinsælasta tegund stera hér á landi, er á töfluformi og hreinsast nokkuð fljótt út úr líkamanum.Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að dómurinn væri helst til of stuttur.Íþróttamenn eigi að axla ábyrgð á eigin gjörðum Í yfirlýsingu Svanhildar fyrir hönd CFSÍ kemur fram að auðvitað leynist svartir sauðir í öllum íþróttum. Sambandið fordæmi ólöglega lyfjanotkun að öllu leyti. „Það er samt sem áður ólíðandi að menn komist upp með það að sverta heila íþróttagrein eins og CrossFit í stað þess að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð, enda má öllum vera ljóst að íþróttamenn mælast ekki með viðlíka magn eins og í þessu tilfelli án eigin vitneskju um hvað er verið að innbyrða,“ segir Svanhildur. Minnt er á að ekki sé í fyrsta skipti að ræða sem íþróttamenn beri fyrir sig að hafa ekki vitað hvað þeir voru að láta ofan í sig. „Virðist það vera einfaldasta leiðin til að draga úr tímalengd dóma.“Frá Íslandsmótinu í liðafólki á dögunum.Mynd af Facebook-síðu CFSÍVilja aukið lyfjaeftirlit í CrossFit Fimmtán Íslendingar eru við undirbúning fyrir Evrópuleikana í CrossFit. Svanhildur segir að átta af þeim fimmtán hafi verið lyfjaprófaðir undanfarin tvö ár. Sumir einu sinni og sá sem oftast hefur farið í próf sex sinnum. Sterk tengsl eru á milli CrossFit og Lyftingasambands Íslands að því leyti að þeir sem æfa CrossFit eru margir hverjir reglulegir keppendur á mótum LSÍ. LSÍ heyrir undir ÍSÍ en iðkendur innan ÍSÍ eiga von á að vera teknir í lyfjapróf hvort sem er við æfingar eða keppni. „Allir þeir íþróttamenn sem keppa á vegum CrossFit á Evrópumótinu geta átt von á því að vera kallaðir í lyfjapróf hvenær sem er á árinu,“ segir Svanhildur. Þó ekki hér á landi en fari viðkomandi út til keppni erlendis. Sem dæmi séu allir sem vinni til verðlauna á Evrópuleikunum skikkaðir í lyfjapróf á vegum CrossFit Inc. sem stendur að leikunum sem og heimsmeistaramótinu í greininni. Aðspurð segir Svanhildur að lyfjamál hjá CrossFit hér á landi hafi verið í skoðun. Verið sé að leggja lokahönd á að skrifa regluramma fyrir CrossFit og í kjölfarið sé stefnt á að framkvæma tvö til fjögur lyfjapróf árlega. Gangi allt eftir muni lyfjaeftirlit ÍSÍ sjá um framkvæmdina.Keppendur í CrossFit hvetja hver annan.Mynd af Facebook-síðu CFSÍEngin tengsl Jóhanns við CrossFit Svanhildur og CFSÍ eru einnig ósátt við að í dómnum, sem birtur var á heimasíðu ÍSÍ í gær, komi fram síendurtekið „órökstuddar staðhæfingar íþróttamannsins, að efnin séu með einum eða öðrum hætti upprunin frá iðkenndum í CrossFit og að stór hluti þeirra sem keppa fyrir hönd Íslands í CrossFit séu á ólöglegum lyfjum.“ Minnt er á að Jóhann Birgir keppi í handbolta. Ekkert í dómnum tengi hann við þá íþrótt en orðið CrossFit komi margoft fyrir í dómnum, fjórum sinnum samkvæmt talningu blaðamanns. Jóhann Birgir sé ekki keppnismaður í CrossFit. Þá er tekið fram að Íslendingur hafi aldrei fallið á lyfjaprófi í CrossFit né hafi keppnismaður í CrossFit fallið á lyfjaprófi í annarri íþrótt.Dóminn í heild sinni má lesa hér að neðan.
Tengdar fréttir Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15
Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11