Lífið

Dalai Lama hitar upp fyrir Lionel Richie á Glastonbury

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þessir skemmta saman á Glastonbury, að því er virðist.
Þessir skemmta saman á Glastonbury, að því er virðist. Vísir/Getty
Svo virðist sem Dalai Lama, leiðtogi búddista í Tíbet og æðsti kennimaður í Gelug-reglunnar, muni hita upp fyrir bandarísku stórstjörnuna Lionel Richie á Glastonbury-hátíðinni á næsta ári. Málið er komið í fréttirnar fyrir slysni; greint var frá málinu á vefsíðu Dalai Lama, þar sem stóð: „Hans heilagleiki mun halda ræðu á Glastonbury hátíðinni að morgni til,“ undir dagskrá hans fyrir sunnudaginn 28. júní næstkomandi.

Tilkynningunni á síðunni var kippt út enda hefur ekki verið sagt endanlega frá því hverjir koma fram á hátíðinni og er vaninn að aðstandendur hátíðarinnar sjái um það. Þó hefur komið fram að Lionel Richie, gamla brýnið frá Bandaríkjunum, muni leika fyrir hátíðargesti í hádeginu á sunnudeginum, en á sama tíma í fyrra lék Dolly Parton, eins og margir muna eflaust eftir.

Glastonbury hátíðin er sögð stærsta tónlistar og leiklistarhátíð sem haldin er undir berum himni. Næsta sumar fer hún fram 26. – 28. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.