Handbolti

Mætti í alltof stórum skóm fyrirliða Þýskalands í íþróttatíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/twitter
Eftir vináttulandsleik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í gær fékk ungur Seltirningur annan skó Uwe Gensheimers, fyrirliða þýska landsliðsins.

Um er að ræða glæsilega handboltaskó frá Kempa, en þýski íþróttavöruframleiðandinn er einn af styrktaraðilum þýska landsliðsins. Gensheimer fær því líklega nýja fyrir næsta leik.

Viggó Kristjánsson, stórskytta toppliðs Gróttu í 1. deild karla í handbolta, tók mynd af fæti drengsins í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í dag þar sem strákurinn var mættur í einum skó af Gensheimer og einum af sínum eigin.

„Þessi drengur fékk skóinn hjá Gensheimer í gær og mætti í honum í íþróttir. Heilum 4 númerum of stórir,“ skrifar Viggó við myndina.

Uwe Gensheimer er fyrirliði þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen sem og þýska landsliðsins, en ítarlegt viðtal verður við hann í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×