Heitustu líkamsræktartrendin 2015 Rikka skrifar 6. janúar 2015 09:00 visir/getty Á hverju ári er eitthvað nýtt og spennandi að gerast í líkamsræktarheiminum. Fólk er alltaf að leita eftir nýjum leiðum til þess að komast í sitt besta form. Heilsuvísir er búin að taka saman fimm heitustu trendin í líkamsræktarheiminum 2015Trampolínæfingar Hverjum þykir ekki gaman að skoppa um á trampolíní? Örugglega jafnmörgum og þykir leiðinlegt að hlaupa eftir þessum stóru trampólínum í brjáluðu roki. Nú er það allra heitasta úti í hinum stóra líkamsræktarheimi að skoppa um og koma sér í form á litlum trampolínum og jafnvel með let handlóð með í för. Æfingarnar styrkja allan líkamann og eru að auki bráðskemmtilegar.Spinning í vatni Er ekki kominn tími til að fá nýjan vinkil á spinningtímana sívinsælu? Nú eru spinningtímar í vatni það allra heitasta í New York. Það reynir allt öðruvísi á líkamann í vatni en á landi. Bruninn verður miklu meiri og svo verður manni ekki eins heitt. Frábær blanda.kraft.isÓlympískar lyftingar Allar helstu og heitustu skvísur bæjarins stunduðu lyftingar árið 2014 með góðum árangri. Heilsuvísir spáir því að þetta trend sé komið til þess að vera og fleiri konur eigi eftir að skella sér í sportið.Hot Pilates Hot jóga hefur tröllriðið öllum líkamsræktarstöðvum hérna á Íslandi enda ekki að undra þar sem að það er alveg afskaplega hollt og gott. Hot Pilates væri nú örugglega ekkert verra en það eru töluvert erfiðari æfingar en í jóganu. Væri nú gaman að sjá þetta verða jafnvinsælt og hot jógað á Íslandi.Hlaupatímar Þetta eru reyndar ansi skondnir hóptímar en mætti kannski líkja við spinning þar sem hver og einn er á sínu eigin hlaupabretti. Tímanum er síðan stýrt af kennara ekki ólíkt og í spinning. Þetta eru tilvaldir timer yfir vetratímann og nokkuð víst að meiri árangri er náð í hóptíma heldur en að skokka einn á brettinu. Heilsa Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Á hverju ári er eitthvað nýtt og spennandi að gerast í líkamsræktarheiminum. Fólk er alltaf að leita eftir nýjum leiðum til þess að komast í sitt besta form. Heilsuvísir er búin að taka saman fimm heitustu trendin í líkamsræktarheiminum 2015Trampolínæfingar Hverjum þykir ekki gaman að skoppa um á trampolíní? Örugglega jafnmörgum og þykir leiðinlegt að hlaupa eftir þessum stóru trampólínum í brjáluðu roki. Nú er það allra heitasta úti í hinum stóra líkamsræktarheimi að skoppa um og koma sér í form á litlum trampolínum og jafnvel með let handlóð með í för. Æfingarnar styrkja allan líkamann og eru að auki bráðskemmtilegar.Spinning í vatni Er ekki kominn tími til að fá nýjan vinkil á spinningtímana sívinsælu? Nú eru spinningtímar í vatni það allra heitasta í New York. Það reynir allt öðruvísi á líkamann í vatni en á landi. Bruninn verður miklu meiri og svo verður manni ekki eins heitt. Frábær blanda.kraft.isÓlympískar lyftingar Allar helstu og heitustu skvísur bæjarins stunduðu lyftingar árið 2014 með góðum árangri. Heilsuvísir spáir því að þetta trend sé komið til þess að vera og fleiri konur eigi eftir að skella sér í sportið.Hot Pilates Hot jóga hefur tröllriðið öllum líkamsræktarstöðvum hérna á Íslandi enda ekki að undra þar sem að það er alveg afskaplega hollt og gott. Hot Pilates væri nú örugglega ekkert verra en það eru töluvert erfiðari æfingar en í jóganu. Væri nú gaman að sjá þetta verða jafnvinsælt og hot jógað á Íslandi.Hlaupatímar Þetta eru reyndar ansi skondnir hóptímar en mætti kannski líkja við spinning þar sem hver og einn er á sínu eigin hlaupabretti. Tímanum er síðan stýrt af kennara ekki ólíkt og í spinning. Þetta eru tilvaldir timer yfir vetratímann og nokkuð víst að meiri árangri er náð í hóptíma heldur en að skokka einn á brettinu.
Heilsa Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira