19 milljarðar fyrir 10 gamla bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:18 Dýrasti bíll í heimi. Þessi Ferrari 250 GTO frá 1962 seldist á 4,8 milljarða króna. Á nýliðnu ári var sett met í sölu eldri bíla sem boðnir voru upp í uppboðshúsum sem sérhæfa sig í sölu eldri bíla. Aldrei hefur einn bíll selst fyrir meira fé en í ár, en í Bonhams uppboðshúsinu í Monterey í Bandaríkjunum seldist Ferrari 250 GTO af árgerð 1962 fyrir 38.115.000 dollara, eða 4,8 milljarða króna. Af þeim 10 bílum sem seldust fyrir hæstu upphæðirnar á árinu voru 9 þeirra af gerðinni Ferrari. Það var einungis bíllinn í 10. sætinu sem ekki var af Ferrari gerð, en Ford GT40 Prototype seldist fyrir 880 milljónir króna á uppboði. Næst dýrasti bíllinn sem seldist á árinu var Ferrari GTB/C Speciale af árgerð 1964 en fyrir hann fékkst 26.400.000 dollarar, eða ríflega 3,3 milljarðar króna. Sá í þriðja sætinu var Ferrari 375-Plus Spider Competizione og seldist hann á 18.400.177 dollara og það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Það að 9 dýrustu bílarnir séu af Ferrari gerð sýnir glögglega hve góð kaup geta verið í Ferrari bílum, sem ekki bara halda verði sínu vel heldur margfalda í mörgum tilvikum virði sitt með árunum. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent
Á nýliðnu ári var sett met í sölu eldri bíla sem boðnir voru upp í uppboðshúsum sem sérhæfa sig í sölu eldri bíla. Aldrei hefur einn bíll selst fyrir meira fé en í ár, en í Bonhams uppboðshúsinu í Monterey í Bandaríkjunum seldist Ferrari 250 GTO af árgerð 1962 fyrir 38.115.000 dollara, eða 4,8 milljarða króna. Af þeim 10 bílum sem seldust fyrir hæstu upphæðirnar á árinu voru 9 þeirra af gerðinni Ferrari. Það var einungis bíllinn í 10. sætinu sem ekki var af Ferrari gerð, en Ford GT40 Prototype seldist fyrir 880 milljónir króna á uppboði. Næst dýrasti bíllinn sem seldist á árinu var Ferrari GTB/C Speciale af árgerð 1964 en fyrir hann fékkst 26.400.000 dollarar, eða ríflega 3,3 milljarðar króna. Sá í þriðja sætinu var Ferrari 375-Plus Spider Competizione og seldist hann á 18.400.177 dollara og það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Það að 9 dýrustu bílarnir séu af Ferrari gerð sýnir glögglega hve góð kaup geta verið í Ferrari bílum, sem ekki bara halda verði sínu vel heldur margfalda í mörgum tilvikum virði sitt með árunum.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent