Lífið

Andrés Jónsson fær sér gullstuttbuxur

Jakob Bjarnar skrifar
Andrés uppgötvaði sér til skelfingar, í leigubílnum, að stuttbuxurnar nýju höfðu kostað hann 40 þúsund krónur.
Andrés uppgötvaði sér til skelfingar, í leigubílnum, að stuttbuxurnar nýju höfðu kostað hann 40 þúsund krónur.
Andrés Jónsson almannatengill fékk sér stuttbuxur nú fyrir skömmu. Sem ef til vill er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þessar stuttbuxur kostuðu 40 þúsund krónur.

Vinir almannatengilsins á Twitter fylgjast spenntir með hremmingum hans í útlöndum en peningarnir beinlínis fljúga úr veski Andrésar. Hann greinir frá því að stuttbuxurnar, sem hann nú kallar gullbuxur, séu dýrari en bankaránið, sem nú tröllríður íslenskum fréttamiðlum. Andrés fylgist greinilega vel með hvað er að gerast á Íslandi, þó í útlöndum sé. Kannski of vel. „Gleymdi að kíkja á verðmiðann og nótuna fyrr en í taxanum og er nú eigandi 40 þús kr. stuttbuxna.“

En, stuttbuxurnar ætla að reynast dýrkeyptari en svo. Andrés, sem er með fyrstu Íslendingum á twitter, tístir nú í gríð og erg en hann er staddur í útlöndum. Gullbuxnakaupin leiddu svo til þess að hann var of seinn út á flugvöll og þurfti að kaupa nýjan miða og þar fauk annar 40 þúsund kallinn úr seðlaveski hans sem grennist hratt í dag, því ekki sér fyrir endann á útgjöldum almannatengilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×